Er með VW Jettu 92 árgerð gott eintak, skoðaður 08.
Gæti sett hana upp í + peningar.
Volkswagen Jetta ’91 (12.des)
Ekinn 220.000km.
Ljósblár (Medium Blue CC Metallic, LA5T)
1600cc, beinskiptur, samlæsingar, dagljósabúnaður og dráttarkúla.
Aukahlutir og útlitsbreytingar:
Glær fram- og hliðarstefnuljós, nýjir Kenwood fram- og afturhátalarar, geislaspilari, filmur í 5 rúðum, dekkt afturljós (original fylgir), króm pústendi, króm hurðarhaldföng, alveg svart grill (GTI style), setti þokuljós í hann um daginn en á eftir að klára að tengja alla leið. Og það fylgir jafnvel sjónvarp með.
Það eru allar snúrur fyrir magnara aftur í skott og slökkvitæki í skottinu.
Hann er á original 14" felgunum.
Vélin er í góðu standi og á nóg eftir. Brennir hvorki né lekur olíu.
Mikið endurnýjað í bílnum, fólk getur fengið nánari upplýsingar um hvað það er, ef það vill. Eitthvað um 200þ+ kall farið í hann og ég er með nótur fyrir mest öllu.
Hann er skoðaður 08, án athugasemda.
Verð: 130þ upp í Bmw E30 325 3 dyra.
Tengi fyrir PS2 í hanskahólfinu, 9" sjónvarp í höfuðpúða farþegameginn.
Fínt fyrir krakkann....
Bmw'inn verður að vera fínu ástandi, allaveganna lítið um ryð
og komast frá A-Ö næstu mánuði.
Endilega sendið mér PM með verðhugmynd og mynd.
Skoða einnig eldri 3 dyra BMW.
Ath bíllinn er ekki lengur á þessum 17" felgum sem sjást á myndunum.
Smá ryða farþega meginn og á húddinu, laghentur maður er smástund
að kippa því í lag...
