bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=13735
Page 1 of 1

Author:  GTI-gutti [ Wed 01. Feb 2006 09:41 ]
Post subject:  E39 M5

Hvað myndi slíkt tæki kosta cirka hingað kominn og tilbúinn á götuna frá Þýskalandi? Ég hef mikinn áhuga á því að eignast svona bíl, en budgetið er ekki sky-high. :oops: Vitiði cirka verðbilið á svona bíl og hvaða árgerð hann yrði? :wink:

Author:  arnibjorn [ Wed 01. Feb 2006 10:12 ]
Post subject: 

Samkvæmt mobile.de þá er 99 árgerð svona í kringum 23 þúsund evrur og alveg uppí 30 þúsund en ef þú slærð 23þús inní reiknivélina ( www.bmwkraftur.is/innflutningur ) Þá er það 3,2 og svo þarftu náttla að bæta við einhverju fyrir þjónustuna :P
Þetta hjálpar þér kannski eitthvað.. svo er örugglega hægt að finna ódýrari bíl og léttilega hægt að finna miklu dýrari :)

Author:  gstuning [ Wed 01. Feb 2006 10:12 ]
Post subject:  Re: E39 M5

GTI-gutti wrote:
Hvað myndi slíkt tæki kosta cirka hingað kominn og tilbúinn á götuna frá Þýskalandi? Ég hef mikinn áhuga á því að eignast svona bíl, en budgetið er ekki sky-high. :oops: Vitiði cirka verðbilið á svona bíl og hvaða árgerð hann yrði? :wink:


Hefðir átt að nota leitina,
Hefðir fundið nafnið hans Smára og símanúmer,
best er að hringja í hann bara beint

Author:  pallorri [ Wed 01. Feb 2006 10:13 ]
Post subject: 

Þú þarft að gera líka ráð fyrir viðgerðum og öðrum viðhaldskostnaði sem er ekkert lítill. Spáðu frekar í bmw 540 ef þú hefur ekki ráð á öðru. Mæli með bílnum sem Sæmi er að selja :)

Author:  fart [ Wed 01. Feb 2006 10:17 ]
Post subject: 

smá ráðlegging......

EF þú hefur ekki fjárhag í þokkalega góðan svona bíl, þá hefur þú ekki fjárhaginn til að reka hann. Hvorki hvað viðhald eða daglegan rekstur. Viðhald á góðum bíl er ekki mikið, en ef þú kaupir "ódýran" svona bíl þá kaupir þú dýrt viðhald.

Author:  GTI-gutti [ Wed 01. Feb 2006 10:53 ]
Post subject: 

Ok, takk fyrir það drengir. Ég tékka betur á þessu, þetta er bara gamall draumur hjá mér 8) Ég geri mér samt alveg grein fyrir viðhaldi og daglegum rekstri, ég ætla ekki að kaupa bílinn til þess að geyma hann inni í skúr :wink:

Author:  bimmer [ Wed 01. Feb 2006 11:38 ]
Post subject: 

Það er nú bara ágætis framboð á þessum bílum hér heima á ágætis verðum.

Fart bendir réttilega á að ódýr bíll getur verið dýr á endanum.

Svo er náttúrulega eins og menn benda á bíllinn hans Sæma sem er á góðum prís og í toppstandi.

Author:  Djofullinn [ Wed 01. Feb 2006 12:00 ]
Post subject: 

Búinn að skoða þessa bíla sem eru til hérna heima? Held að það sé flest allir góðir bílar með góða þjónustusögu :)
Óþarfi að taka áhætta með innflutningi ef þú finnur fullkomlega ásættanlegan bíl hér heima sem þú getur reynsluekið og farið með í söluskoðun. Jafnvel sett þinn bíl upp í :)

Author:  GTI-gutti [ Wed 01. Feb 2006 12:44 ]
Post subject: 

Quote:
Búinn að skoða þessa bíla sem eru til hérna heima? Held að það sé flest allir góðir bílar með góða þjónustusögu

Ég hef reyndar ekki tékkað á þessum bílum sem eru til hérna heima. Þetta er bara hugmynd sem mig langar til þess að endi með kaupum á M5. Vildi bara sjá hvað þið hefðuð um þetta að segja 8)

Author:  DiddiTa [ Wed 01. Feb 2006 16:31 ]
Post subject: 

Bílasala reykjavíkur er með einhverja 2 bíla ef ekki 3 inni hjá sér held ég, Fyrir utan m roadsterinn hans fart :) Ættir kannski að kíkja þangað í heimsókn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/