bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Óska eftir BMW 540 (Sjálfskiptum E39) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=11627 |
Page 1 of 1 |
Author: | Riddarinn [ Wed 07. Sep 2005 21:36 ] |
Post subject: | Óska eftir BMW 540 (Sjálfskiptum E39) |
Er með BMW 750 IL árgerð "93 og kr. 400.000 í peningum. (Yfirtaka á láni eða eftirstöðvar, samningsatriði) . BMW 750 IL árgerð "93 ekin 220 þús. Vél: 12 cyl. 300 hö. Litur: Demant-svart-sanseraður ABS og ASR spólvörn Rafmagn: í sætum (frammí og afturí), í rúðum, speglum og hurðum. Topplúga, leður, M5 sæti m/minni, M5 álfelgur djúpar 17 tommu. Nýlegt viðhald: Nýr vatnskassi, vatnslás, vatnskerfi yfirfarið. Allir bremsudiskar nýir, bremsukerfi allt ný yfirfarið og skipt um slithluti. Ný drifskaftsupphengja, mótorpúðar. Allur hjóla og stýrisbúnaður ný yfirfarinn og skipt um slithluti. Alveg skotheldur bíll..!.. uppl. reynir777@internet.is sími 66 34 000 og 5 17 76 10 Myndir eru á leiðinni |
Author: | basten [ Fri 09. Sep 2005 09:11 ] |
Post subject: | |
Ég vil ekki vera leiðinlegur en mér þykir mjög ólíklegt að einhver E39 540 eigandi sé til í að láta bílinn sinn í svona skipti-díl. Ekki misskilja mig, mér finnst E32 ofboðslega fallegt boddí, en ef við setjum þetta saman þá ert þú að reikna þinn bíl á 990 þús samkvæmt aulýsingu hérna annarsstaðar á síðunni (sem er algjört toppverð fyrir E32) og borgar 400 í peningum. Þannig að þú ert að reyna að fá E39 540 bíl fyrir 1390 þús (sem er algjört botnverð fyrir E39 540). Bara svona pæling, engin leiðindi ![]() |
Author: | Riddarinn [ Fri 09. Sep 2005 10:00 ] |
Post subject: | |
Herra basten, Þetta er mjög góður punktur hjá þér, tökum þessu alls ekki illa og þakka þér fyrir. Ástæðan fyrir þessu er að við erum eiginlega ekki alveg búnir með auglýsinguna. . Málið er að sonur minn á þessa bifreið og langar til að skipta honum upp. Við feðgarnir erum að púsla þessu saman, eigum það sameiginlegt að vera miklir BMW aðdáendur. . Hann er ekki alveg með á hreinu hvort hann vill, 323, 325, 520 eða 540 bíl og við erum í rauninni tilbúnir að skoða ýmislegt. . Það sem vantar þarna í auglýsinguna er að hann sé hugsanlega tilbúin að yfirtaka allt að kr. 400.000 bílalán eða borga eftirstöðvar með öðrum hætti. . Við lögum þetta. þakka ábendinguna. |
Author: | saemi [ Fri 09. Sep 2005 11:01 ] |
Post subject: | |
Þá meikar þetta meiri sens, því ég er svo sammála Basten með það sem hann var að segja varðandi 540 E39. En að yfirtaka er bara eitthvað sem er að virka í dag, þá getur þetta vel virkað. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |