bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Óska eftir E34 eða E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=10666
Page 1 of 1

Author:  Kalli [ Sat 28. May 2005 17:22 ]
Post subject:  Óska eftir E34 eða E39

Sælir félagar,

Er að leita mér af bíl, E34 eða E39. Óskandi væri að fá 525 bíl en ég skoða stærri, hafði ekki hugsað mér að borga meira en eina milljón þannig að ég er aðalega að hugsa um svona 94 til 96. Annars skoða ég allt frá 100þús bíl sem þarfnast mikilla lagfæringar upp í milljón króna bjútí þannig að endilega ef þið vitið um bíl sem er með verðmiða miðað við gæði endilega látið mig vita.

Kveðja,
Kalli

Author:  gunnar [ Sat 28. May 2005 17:35 ]
Post subject: 

Færð nú ekki góðann E39 523 (+) fyrir milljón kall.

Author:  Einsii [ Sat 28. May 2005 20:19 ]
Post subject: 

Færð aftur á móti Mjög góðann E34 fyrir undir 800 þús!! http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=8793&start=0&postdays=0&postorder=asc&highlight=

Author:  Kalli [ Sat 28. May 2005 23:34 ]
Post subject: 

Mjög fallegur bíll á ferðinni þarna Einsii, er samt svolítið hræddur við aldurinn á bílnum, slit og annað sem fylgir honum.
Langar mikið í E34 boddíið og þá helst um 94 módelið, Einnig má nefna að ég er mikið "suck up" fyrir svörtum bíl með svart leður + topplúgu :P Svona fer hégóminn með mann.

Author:  Jónas [ Sun 29. May 2005 01:51 ]
Post subject: 

Kalli wrote:
Mjög fallegur bíll á ferðinni þarna Einsii, er samt svolítið hræddur við aldurinn á bílnum, slit og annað sem fylgir honum.
Langar mikið í E34 boddíið og þá helst um 94 módelið, Einnig má nefna að ég er mikið "suck up" fyrir svörtum bíl með svart leður + topplúgu :P Svona fer hégóminn með mann.


færð varla betri bíl en hans Einsa.. ekinn hvað, um 130þús?

Ekki mikið slit þar á ferð vegna keyrslu?

Author:  Kalli [ Sun 29. May 2005 11:30 ]
Post subject: 

Nei ekki vegna aksturs en athuga verður að feiti og fóðringar þorna upp með aldrinum ogsvfr Samt fallegur bíll en ekki alveg það sem ég er að leita að.

Author:  Kull [ Sun 29. May 2005 15:39 ]
Post subject: 

Minn er allavega svartur, með svart leður og með topplúgu :)

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=6897

Author:  BMWaff [ Mon 30. May 2005 02:04 ]
Post subject: 

Blessaður þýðir ekkert að eyða svona litlu í þetta ;) 8) Skal selja þér minn! Svartur, Leður, allt... :D

Seeegisona

Author:  Kalli [ Fri 03. Jun 2005 19:41 ]
Post subject: 

Búinn að kaupa bíl, 525 E34 :)
Þakka svörin.

Author:  Logi [ Sat 04. Jun 2005 00:11 ]
Post subject: 

Kalli wrote:
Búinn að kaupa bíl, 525 E34 :)
Þakka svörin.

Og hvaða bíll er það?

Author:  Kalli [ Sat 04. Jun 2005 18:24 ]
Post subject: 

Silfurlitaður 525 94' Keyrður 180þúsund. Svart leður, topplúga og vel farinn. Fluttur inn 98 minnir mig og síðan þá er ég fjórði eigandi, þeir sem áttu hann fyrir voru 47, 49 og 62 módel :) Mjög gott eintak að mínu mati ef ekki er verið að ræða um skóbúnaðinn...

http://www.bilasolur.is/bisImageServer.aspx?img=48935460&size=fullsize&watermark=bilasolur.is

PS. Gekk eitthvað ílla að setja inn mynd hérna þannig að url varð að duga :)

Author:  Kristjan [ Sat 04. Jun 2005 18:41 ]
Post subject: 

MJÖG flottur.

Author:  Kull [ Sat 04. Jun 2005 20:34 ]
Post subject: 

Laglegur að sjá, vantar bara bling felgur :)

Author:  Hannsi [ Sat 04. Jun 2005 21:27 ]
Post subject: 

hefði sammt frekar tekið 535 bílinn hans Einsa! hann er minn ekinn valla búið að tilkeyra hann á miða við að þetta er BMW og hann er bskog ekki nema 50 þús meira en sett er á hinn!!
En sammt flottur þessi sem þú fékkst þér ;)

Author:  Kalli [ Sun 05. Jun 2005 00:09 ]
Post subject: 

Bíllinn hans Einsa er flottur, langaði samt meira í þessa týpu og aðeins nýrri bíl, svo borgaði ég ekki einu sinni nálægt því sem sett var upp á þessum sem ég keypti :) Altaf hægt að pressa bílasölurnar alveg helling..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/