Það að keyra bílinn er minnsti parturinn af því að vera góður ökumaður. Að hafa ekið bíl, er bara örlítill partur af dæminu og skilar sér ekkert að út í reynslusúpuna sem er verið að tala um þegar talað er um að ungir ökumenn séu óreyndir.
Það sem skiptir öllu máli, er reynsla í akstri í umferð. Það fæst bara með því að aka í umferð, sem 17 ára ökumenn hafa mjög takmarkaða reynslu af.
Ég treysti hvaða vitleysing sem er, til að vera á M5 og keyra á 150 þegar allt er í góðu og ekkert kemur upp á. Það að gefa í og bremsa geta allir gert. Það sem skiptir máli við svona kraftmikinn bíl, er að hann býður upp á að ökumaðurinn komi sér í aðstæður sem aðrir bílar geta ekki.
Og þegar reynslulaus ökumaður er settur inn í svoleiðis dæmi, þá endar það oft illa. Því að þegar það kemur eitthvað óvænt upp á, þá er það reynslan sem bjargar mönnum oft, ásamt því að vera góður ökumaður.
Ég tek sem dæmi ef þú værir á 150Km hraða upp kambana (sem er ábyggilega gaman

) og vegurinn væri blautur. Þá getur það alveg gerst þegar þú stendur drusluna að afturdekkin fari í spól og afturendinn skriki til. Þá þýðir ekkert að bremsa á 7 sekúndum niður í núll og bjarga sér síðan. Það verður að hafa reynslu af afturhjóladrifnum bíl og vita hvað á að gera.
Ef þú værir svo kominn á milli Selfoss og Hellu, og værir að taka framúr grænum Subaru, þá myndi óreyndum ökumanni yfirsjást kannski afleggjari sem væri að koma á vinstri hlið. Og strauja beint inn í dónann sem gaf ekki stefnuljós og beygði í veg fyrir þig.
Það eru bara svo ótal dæmi, þar sem það kemur ekkert við hversu góður ökumaður þú ert, heldur hversu reyndur "operator" þú ert.
Til að slys verði þarf að koma upp staða þar sem ökumaðurinn nær ekki að bjarga sér út úr þeim. Oft er það hægt, stundum ekki, en svona kraftmikill bíll eins og M5 er, er svo fljótur að fara með þig í aðstæður sem enginn ökumaður ræður við. Það er alveg rétt að M5 er mjög gott tæki til að redda sér út úr vandræðum, en það er líka svo hrikalega gott tæki til að koma sér í vandræði.
Ég ætla ekkert að tjá mig um einstaka aðila sem eru 17 eða 18 eða hvað sem er ára. Það skiptir engu máli hvað mig varðar. Ég veit ósköp vel að það er mjög misjafn sauðurinn og sumir eru til fyrirmyndar á meðan aðrir eru það ekki.
En meining mín með þessum skrifum, er bara að benda ungum ökumönnum á það að það er ekkert verið að krítísera persónu þeirra, bara benda á það að það skiptir ekki máli hvað menn eru góðir ökumenn eða klárir kallar, reynslan kemur bara með tímanum!
Og ég held að það sé alveg hægt að yfirfæra tvær gullnar setningar úr atvinnugeira mínum yfir í bíla-heiminn:
There are many bold drivers, but not many old bold drivers!
A good driver, is a driver that uses all of his knowledge, skills and experience, to make sure he never puts himself into a situation where he has to use all of his knowledge, skills and experience!