Það er nýbúið að skipta um kúplingu í M3 sem Birkir á. Hann var búinn að skipta honum á Sunny GTI (slétt skipti ) og strákurinn sem keypti hann gat keyrt hann í eina klst síðan stoppaði hann - kúplingin alveg dáinn.
Ég er búinn að prófa þennan bíl (ætlaði á tímabili að kaupa hann), þá var stýrisdælan ónýt, vatnsdæla ónýt og undirlyftur gjörsamlega búnar (tikkaði eins og dísell).
En þessi bíll lítur geðveikt vel út og það er ágætlega gaman að þrykkja þessu, eiginlega bara svipað og 750 bíll (Gauijul tók hann á sínum 750)
Væri gaman að eiga svona en það þyrfti að spenda smá aur í hann til að gera hann súpergóðan
