Fór að prófa aftur minn gamla 730i V8 í dag.
Ég varð fyrir miklu... bara.. tilfinningaróti
Þetta er bara sá allra besti BMW sem ég hef átt. Þessi bíll er bara legendary í mínum augum. Ég er búinn að vera að sitja hérna og skoða gamlar myndir og lesa gamla pósta um þennan bíl héðan af spjallinu.
Núna er bara að vona að samkomulag um verð náist. Ég er svo lánsamur að núverandi eigandi vill helst að ég fái þennan bíl aftur til að hann fái þá meðferð sem hann á skilið áfram og er til í að fara aðeins lægra í verði til að reyna að tryggja það. Þá verð ég annar maðurinn sem á þennan bíl í annað sinn.
Hinsvegar, ef einhver veit ennþá um góðan E32 bíl þá er ekki ennþá of seint að benda mér á hann.