Ég er hér með BMW E36 318i 1997 árgerð sem að mig langar til að setja upp í dýrari.
Er til í að borga í kringum 200þúsund á milli. Set 450þús á 318 bílinn.
Skoða aðra E36 en þeir verða að vera 6cyl og helst sjálfskiptir (þessi bíll er ekki handa mér sjálfum). Skoða líka E34 en þá minnst 525iA M50.
Vil ekki bíl sem þarfnast mikilla lagfæringa, helst engra en ég veit að það er kannski að biðja um mikið þegar um svona gamla bíla er að ræða.
E30 og neðar kemur ekki til greina. Ætla ekki að gera bróður mínum það
Smá um bílinn sem ég er með:
E36 318i 1997 árgerð ekinn 153þús km.
Allt svart í innréttingu nema toppur og það eru sportsætin.
Nýlega heilmálaður (2006-2007) (samt farið að sjá svolítið á sumum stöðum)
Krómbotna angel eyes að framan, crystal afturljós, rauð að neðan hvít að ofan.
Topplúga
Digital miðstöð, tvískipt
Auto dimmer í speglinum innaní
M replica speiglar
Hiti í sætum
Through-load (niðurfellanleg aftursæti)
Airbag í stýri og fyrir farega frammí
15" orginal álfelgur á nýjum negldum vetrardekkjum (man ekki hvaða tegund)
Óskoðaður (er með 08 og númerið endar á 1)
Það sem að er að:
Stefnuljósið hægra megin blikkar allt of hratt. Er búinn að prófa að skipta um perur í því en þetta gerist ennþá. Eitthvað sambandsleysi í tenginu fyrir fremsta stefnuljósið til hægri. Ætla mér að kíkja á þetta áður en bíllinn selst og lóða nýtt tengi ef þess þarf.
Framstuðarinn er rispaður neðst niðri í öðru horninu (sést mjög illa en er samt djúp rispa) og sprunginn í hinu horninu beint fyrir neðan kastarana eftir að frosinn snjóskafl réðst á hann.
Meira er ekki að segja um bílinn held ég, vona að ég gleymi engu. En ég læt fylgja með slóð á myndir:
http://picasaweb.google.com/Daniel.Runar/BMWE36318i
Ef þið hafið eitthvað þá vinsamlegast bjóðið mér það í PM eða hringið í 867-5202.
Er reyndar að fara að skoða einn bíl á morgun sem kemur til greina en ákvað að sjá hvort ég fæ ekki einhver önnur boð og lendi kannski á öðrum betri
Takk fyrir, Danni.