bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Frambretti á 7 línu 77-85 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=904 |
Page 1 of 1 |
Author: | Vargur [ Tue 25. Feb 2003 16:22 ] |
Post subject: | Frambretti á 7 línu 77-85 |
Til sölu tvö ný frambretti á 700 bíl "77-"85. Verð 15.000.- pr stk. Hlynur s: 694-9922 |
Author: | saemi [ Tue 25. Feb 2003 17:19 ] |
Post subject: | |
Hlynur... er þetta Hlynur sem átti bláa 745i bílinn í Hafnarfirði? Með kveðju, Sæmi |
Author: | Vargur [ Wed 26. Feb 2003 11:14 ] |
Post subject: | |
Sá er maðurinn. |
Author: | saemi [ Wed 26. Feb 2003 13:08 ] |
Post subject: | |
Blessaður. Synd með 745i bíllinn.. af hverju bjallaðirðu ekki í mig ![]() Ég fann greyið bara uppi í Vöku ![]() Sæmi |
Author: | Vargur [ Wed 26. Feb 2003 15:50 ] |
Post subject: | |
Ég reyndi að hringja í þig sem óður væri, en það var alltaf slökkt á símanum hja þér, þú hefur sennilega verið að fljúga. Svo ætlaði ég að fara að ná í hann þá var einhver helvítis bjáninn búinn að rífa heddið af vélinni, ég vona að það hafi ekki verið þú!!! |
Author: | saemi [ Wed 26. Feb 2003 15:56 ] |
Post subject: | |
Hehehe, auðvitað var það ég sem reif heddið af! Ekki ætlaði ég að láta þetta fara á haugana. Sæmi bjáni ![]() |
Author: | Vargur [ Wed 26. Feb 2003 17:43 ] |
Post subject: | |
Djö... ![]() |
Author: | saemi [ Wed 26. Feb 2003 19:17 ] |
Post subject: | |
Jamm.. takk fyrir það. Ég sá ekkert meira sem ég tímdi að kaupa af þeim. Þeir vildu fá einhver 40.000.- kall fyrir bílinn minnir mig og mér fannst það ekki þess virði og hafði heldur ekki tíma fyrir hann þá. Svo ég bara greip hjartað úr honum. Eru þessi bretti sem þú ert með original eða aftermarket? Með hilsen, Sæmi |
Author: | Vargur [ Thu 27. Feb 2003 09:37 ] |
Post subject: | |
Aftermarket, orginal kosta eitthvað geðveikt. |
Author: | Þórður Helgason [ Sat 01. Mar 2003 00:04 ] |
Post subject: | |
Jæja, er það svona sem þið farið með 745i bílana fyrir sunnan?? Geðslegar lýsingar þykir mér. Gott að einhverju var bjargað. Fækkaði þá ekki á 745i listanum þínum, Sæmi? |
Author: | saemi [ Sat 01. Mar 2003 00:39 ] |
Post subject: | |
Fækkaði? Nei nei, ég átti aldrei þennan bíl. Ég var búinn að falast eftir honum, en Hlynur vildi ekki láta hann þá. Annars var bíllinn orðin frekar slæmur, mikið ryð og innréttingin ekkert spes. Hugmyndin mín var að taka úr honum vélina og skiptingu og setja í annan ryðlausan bíl. En það varð nú ekki. Svo í stað þess að horfa á eftir öllu draslinu í pressuna eða eitthvað út í buskan greip ég það helsta í varahluti eða til uppbyggingar. En það er alltaf sorglegt þegar svona bílar týna tölunni. Sæmi |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |