Ég þarf að láta keiluna mína fara bráðum, eða aðra af tveim, hef ekkert við aðra að gera, búin að vera ónotuð og í kassanum síðan ég keypti hana, keypti tvær í einhverju flippi og bjó til box en notaði svo aldrei nema eina, þetta er alveg fluntrandi ný keila sko, þrusugóð alveg. Hefur einnig fengið verðlaun fyrir besta soundið í einhverri virtri keppni.
Var bara svona að spá hvort einhver hefði áhuga á þessu, á nefnilega eftir að gera seinustu vinnuna á boxinu, það er að segja að klára að teppaleggja það og eithvað svona, koma keilunni í líka, ef sá hinn sami vill það en ég þarf eiginlega að láta það fara með.
Keilan er frá JBL auðvitað, besta merkið 4000 wött og 700 rms tíðnisvið 18Hz - 1000Hz á samt ekki magnara með þessu sko, það er seinni tíma hausverkur. Boxið er almennilegt, búið til eftir upplýsingum með keilunni og vandað var til verksins. Tommu þykk MDF plata í þessu ( 2,5 cm þykk ) svo er það vel skrúfað saman og kíttað í allar kverkar að innan og einangrað líka að innan. Svo er það, eða mun vera teppalaggt með svona fallega gráu teppi.
Þetta er svo mynd af keilunni og svo er mynd af boxinu frá því í sumar þegar það var gert, þetta er svona mynd af work in progress
Endilega hafa samband ef menn eru eitthvað heitir fyrir þessu.
Verð:
45.000 kr.- og innifalið í því er boxið... en þetta er verðið, allt mjög vandað og aldrei notað. Fáið kassann af keilunni með ef þið viljið
Getið keypt keiluna sér á 38.000kr.-
ps. keilan kostar 44.900 kr.- í búð og þá þarf sennilega að bíða eftir henni þar sem þetta er sérpantað í allavegana 3 mánuði... ég beið hinsvegar í 5 mánuði.