bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Collinite 947 og 915 Kynningar tilboð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=58433
Page 1 of 1

Author:  kelirina [ Tue 09. Oct 2012 18:35 ]
Post subject:  Collinite 947 og 915 Kynningar tilboð

Sælir spjallverjar.

Þar sem veturinn er að ganga í garð þá er tími til kominn að undirbúa bifreiðarnar undir veturinn. Við sem viljum hafa bílana hreina, þrífum þá eins oft og við getum viljum hafa gott bón á bílunum.

Jafn mikið og ég mæli með góðu bóni á sumrin s.s Dodo Juice, Meguiars og Mothers þá er það ekki að virka eins á veturna. Þá er þörf á sterkara bóni sem þolir betur veður, sölt, tjöru og endist lengur.

Eitt af þeim bónum sem hægt er að fá er Collinite. Ég hef lengi lofað það bón þó svo að það hefur verið frekar erfitt að nálgast það hér á landi en alltaf er eitthvað nýtt að gerast hér á klakanum. Núna eða fyrir um mánuði síðan fékk ég fyrstu sendinguna til mín og ætlunin var að reyna að selja það ódýrt en þessi blessaða króna okkar er ekki alveg að gera sig og verðið þar af leiðandi hærra en ég vildi að það væri. Þar af leiðandi ætla ég að bjóða ykkur upp á að geta nálgast/keypt hvora dolluna með ágætum kynningar afslætti. Þetta er gert í tvennum tilgangi. Fá meiri og betri reynslu af bóninu hér á landi svo og að bjóða það á samkeppnishæfari verði. Ekki væri svo verra að fá ykkar reynslusögu af bónunum.

Í boði eru tvær tegundir.

Collinite 476 sem er fljótlegt og hentugt Synthetich Polymer bónblanda í kökuformi og endingin á að vera yfir eitt ár en ég lofa einungis 6 mánuðum. Fullt verð er kr. 5000.- en til ykkar er það á kr. 3500.-

já kr. 3500.-



svo er það Collinite 915 sem er bón bónblanda með smá Carnauba í. Að sjálfsögu í kökuformi og endingin ekki mikið verri en 476. Collinite 915 hentar betur dökkum bílum vegna Carnauba innihaldsins í því. Fullt verð er kr. 7000.- en til ykkar er það á kr. 5000.-

já kr. 5000.-



Virðingarfyllst
Ólafur Þór
Glitrandi.is


Endilega ef þið hafið áhuga á tilboðunum hafið samband í síma 6995476, olafur@glitrandi.is eða þá einkaskilaboð hér á spjallinu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/