bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi - SELT
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=56912
Page 1 of 3

Author:  srr [ Tue 05. Jun 2012 18:07 ]
Post subject:  E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi - SELT

Til sölu M60B40 mótor í góðu lagi.

286 hestöfl.
400nm / 295 lb.ft.

Kemur úr E34 540i touring, árgerð 1994.

Ekinn 160.000 km

Með vél fylgir með:
Alternator, startari, loftflæðiskynjari, tölva, rafkerfi, soggrein, pústgrein.

Gírkassinn er 5 gíra og með honum fylgir svinghjól og kúpling.
Kassi, svinghjól og kúpling kemur úr E34 540i bílnum hans Danna.

Verð fyrir mótor, gírkassa og allt sem er talið hér upp
450.000 kr.
Lækkað verð: 400.000 kr.

Disclaimer:
Mótorinn kom úr breskum bíl.




Skúli Rúnar
s: 8440008

Author:  kristjan535 [ Tue 05. Jun 2012 20:16 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 - í lagi

áttu engan kassa við þetta :lol:

Author:  srr [ Tue 05. Jun 2012 21:07 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 - í lagi

kristjan535 wrote:
áttu engan kassa við þetta :lol:

Jú. Alveg hægt ad skoda ad selja hann líka,,,

Ef ég fæ gott tilboð sem ég get ekki hafnað þá skoða ég að selja líka kassann, kúplinguna og svinghjólið.

Author:  ValliFudd [ Wed 06. Jun 2012 11:55 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 - í lagi

Hentu þessu í e28 8)

Author:  srr [ Sat 09. Jun 2012 19:07 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 - í lagi

ValliFudd wrote:
Hentu þessu í e28 8)

Nei nei, enga vitleysu :lol:

Annars eru nokkrir búnir að forvitnast um það hvort hægt sé að fá allt saman,,,,,s.s. vél, kassa, svinghjól, kúplingu etc.
Það er alveg hægt að selja það allt saman saman.

Author:  srr [ Tue 19. Jun 2012 15:05 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

Var búinn að fá svo margar fyrirspurnir varðandi heildarverð með 5 gíra kassanum svo ég er nú búinn að setja það í fyrsta póst,,,,

Author:  Angelic0- [ Tue 19. Jun 2012 15:12 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

hvaðan kemur þessi kassi, úr sama bíl :| ?

Author:  srr [ Tue 19. Jun 2012 15:36 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

Angelic0- wrote:
hvaðan kemur þessi kassi, úr sama bíl :| ?

Kassinn kemur úr E34 540i bílnum hans Danna. Hann er að fara í 6 gíra swap.

Author:  ANDRIM [ Wed 20. Jun 2012 19:23 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

ætli þetta komist í e36 hohoho

Author:  BjarkiHS [ Wed 20. Jun 2012 19:49 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

ANDRIM wrote:
ætli þetta komist í e36 hohoho


DO IT :D

Author:  srr [ Fri 29. Jun 2012 12:19 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

Jæja, þetta er komið heim á klakann :thup:

Author:  olinn [ Fri 29. Jun 2012 16:55 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

Væri ekki slæmt að eiga pening, og nóóóg af tíma...

Author:  x5power [ Fri 29. Jun 2012 23:05 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

er ég að lesa rétt? ertu að byðja um 450þús fyrir m60b40?
og svo kassa og eitthvað meir aukalega?

Author:  srr [ Fri 29. Jun 2012 23:10 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

x5power wrote:
er ég að lesa rétt? ertu að byðja um 450þús fyrir m60b40?
og svo kassa og eitthvað meir aukalega?

Ég veit ekki hvað þú ert að lesa en verðið 450 þúsund er fyrir:

M60b40 + startara + alternator + loftflæðiskynjara + soggrein + pústgreinar + loom + tölvu + 5 gíra gírkassa + kúplingu + svinghjól

Author:  x5power [ Fri 29. Jun 2012 23:25 ]
Post subject:  Re: E32/E34/E38 V8 mótor - M60B40 + 5 gíra kassi

ekki að ég sé að reyna að skemma þetta fyrir þér, en finnst þér þetta
ekki vera soldið dýrt?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/