bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Les bilanakóða bílvéla https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=49399 |
Page 1 of 2 |
Author: | Davidthor [ Thu 03. Feb 2011 10:30 ] |
Post subject: | Les bilanakóða bílvéla |
Get tekið að mér að lesa bilanakóða úr vélum flestra bíla frá árinu 1996 (framleiddir í USA) og 2000 (flestir aðrir bílar). Get einnig lesið flest kerfi VAG bíla þ.e. VW, Audi, Skoda og Seat s.s. villur í loftpúðum, skiptingu, abs hemlakerfi og fl. Engin greiðsla ef ekki tekst að lesa bílinn. Verð: 3000.- kr. ef komið er á staðinn (Grafarvogur). 4500.- kr. ef ég kem á staðinn (Höfuðborgasvæðið). Upplýsingar: dth2@hi.is |
Author: | slapi [ Thu 03. Feb 2011 18:59 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Án þess að dissa það sem þú ert að gera hérna þá kostar aflestur í Eðalbílum fyrir BMW og Land Rover 3900 kr með vsk. |
Author: | Davidthor [ Thu 03. Feb 2011 19:23 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
slapi wrote: Án þess að dissa það sem þú ert að gera hérna þá kostar aflestur í Eðalbílum fyrir BMW og Land Rover 3900 kr með vsk. Já, ekkert mál að minni hálfu ![]() Ef það hentar betur þá fara menn bara þangað. Efast um að þeir komi á staðinn fyrir 4500 kr en það gæti svosem verið. Annars er þetta lámarksverð sem ég býð, stend ekki í svona fyrir minna ![]() kv. Davíð Þór |
Author: | Zed III [ Thu 03. Feb 2011 20:28 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Gangi þér vel, ég færi frekar með bílinn minn til fagmanna með alvöru græjur og þekkingu frekar en í skúrinn hjá einhverjum Davíð í Grafarvogi. En það er bara ég. Endurtek þó, gangi þér sem best með þetta. |
Author: | Davidthor [ Thu 03. Feb 2011 20:39 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Zed III wrote: Gangi þér vel, ég færi frekar með bílinn minn til fagmanna með alvöru græjur og þekkingu frekar en í skúrinn hjá einhverjum Davíð í Grafarvogi. En það er bara ég. Endurtek þó, gangi þér sem best með þetta. Frábært spjallborð.... ![]() Alltaf jafn gaman af því þegar menn deila skoðunum sínum á hlutum sem þeir hafa ekki áhuga á... Gangi þér sömuleiðis vel með þín mál sem mér dettur ekki í hug að skipta mér af. Get alveg tekið út auglýsinguna ef þetta fer fyrir brjóstið á mönnum, hef reyndar fengið góð viðbrögð við þessari þjónustu enda kostar svona lestur venjulega meira en þetta og ekki endilega í boði að fá mann á staðinn til að lesa. |
Author: | gulli [ Thu 03. Feb 2011 20:48 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Ekki það að ég þurfi að nota svona þjónustu akkurat núna,,, En er þetta verð fyrir 1.klst eða bara fyrir aflestur/bilanagreininguna. |
Author: | Davidthor [ Thu 03. Feb 2011 20:55 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
gulli wrote: Ekki það að ég þurfi að nota svona þjónustu akkurat núna,,, En er þetta verð fyrir 1.klst eða bara fyrir aflestur/bilanagreininguna. Engin tímamörk á þessu enda tekur þetta venjulega bara nokkrar mínútur. Færð villunúmer og hvaða bilun er þar að baki. |
Author: | saemi [ Thu 03. Feb 2011 21:32 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Davidthor wrote: Frábært spjallborð.... ![]() Takk fyrir það, við erum líka að vanda okkur hérna ![]() |
Author: | petur-26- [ Fri 04. Feb 2011 03:08 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
hehe, btw spjallmenn ég á líka bilanagreina fyrir þá sem hafa áhuga á að fá þetta í skúrinn til sín, á sanngjörnu verði. pm me ![]() |
Author: | Bartek [ Fri 04. Feb 2011 03:21 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
hey eg lesa fyrir 3000kr BARA BMW 1986-->2010 ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 04. Feb 2011 08:12 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Vá þessi þráður er farinn svo feitt í hundanna.. Held að það ætti að taka til í þessum þræði, allt í lagi að benda mönnum á ef þeir eru ósáttir við verðlagningu en að menn séu farnir að undirbjóða seljanda í hans eigin söluþræði er frekar hart... ![]() |
Author: | Zed III [ Fri 04. Feb 2011 09:05 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
gunnar wrote: Vá þessi þráður er farinn svo feitt í hundanna.. Held að það ætti að taka til í þessum þræði, allt í lagi að benda mönnum á ef þeir eru ósáttir við verðlagningu en að menn séu farnir að undirbjóða seljanda í hans eigin söluþræði er frekar hart... ![]() Það er ekkert að heilbrigðri samkeppni. Hún leiðir bara til betra verðs til okkar allra. |
Author: | gstuning [ Fri 04. Feb 2011 09:28 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Held það væri líka best að menn kæmu fram með hvaða búnað þeir hafa fjárfest í og þar af leiðandi er hægt að sjá hversu mikið er verið að fá fyrir peninginn. Er þetta eitthvað svona frá Kína http://cgi.ebay.com/USB-Auto-Scanner-In ... 2306a43055 Eða hvað. |
Author: | Angelic0- [ Fri 04. Feb 2011 11:16 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Maðurinn er að bjóða fram þjónustu... kemur á staðinn og það kostar hann eflaust pening að keyra þangað... Þú ferð ekki í Eðalbíla um helgi / eftir kl 6... er það ![]() Gott framtak vinur, færð mitt vote... |
Author: | Mazi! [ Fri 04. Feb 2011 13:11 ] |
Post subject: | Re: Les bilanakóða bílvéla |
Angelic0- wrote: Maðurinn er að bjóða fram þjónustu... kemur á staðinn og það kostar hann eflaust pening að keyra þangað... Þú ferð ekki í Eðalbíla um helgi / eftir kl 6... er það ![]() Gott framtak vinur, færð mitt vote... Sammála þessu. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |