bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Filmur í bíla
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=45280
Page 1 of 2

Author:  daniels [ Sat 12. Jun 2010 13:49 ]
Post subject:  Filmur í bíla

Filmur í bíla!! Ég er að setja filmur í bíla.
Verðin eru 5000 kr allar rúður litlar aftur hliðar rúður 2500 kr og afturrúðan 6500 kr
simi. 8571457 Daniel :thup:

Author:  bubbim3 [ Sat 12. Jun 2010 18:13 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

hvað kostar í frammrúðu

Author:  Alpina [ Sat 12. Jun 2010 18:14 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

bubbim3 wrote:
hvað kostar í frammrúðu


Held að slíkt sé ólöglegt :|

Author:  DEBOO [ Sat 12. Jun 2010 19:31 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Alpina wrote:
bubbim3 wrote:
hvað kostar í frammrúðu


Held að slíkt sé ólöglegt :|


það er líka ólöglegt að hafa filmur í hliðarúðum framí en það er samt gert :thup:

Author:  Grétar G. [ Sat 12. Jun 2010 22:09 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

og í raun ætti að mega framrúðuna þar sem það er þegar filma á henni

Author:  Aronpals [ Sun 04. Jul 2010 08:54 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

ertu góður í þessu félagi?

Author:  Ívarbj [ Mon 05. Jul 2010 00:00 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Grétar G. wrote:
og í raun ætti að mega framrúðuna þar sem það er þegar filma á henni


Hernig færðu það út, samkvæmt lögum þá máttu ekki setja dökkar filmur í framrúðurnar.

Mátt alveg setja glærar filmur eins og þú vilt.

Author:  kalli* [ Mon 05. Jul 2010 00:31 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Ívarbj wrote:
Grétar G. wrote:
og í raun ætti að mega framrúðuna þar sem það er þegar filma á henni


Hernig færðu það út, samkvæmt lögum þá máttu ekki setja dökkar filmur í framrúðurnar.

Mátt alveg setja glærar filmur eins og þú vilt.


Hann á við glæru filmuna sem er á núþegar á öllum rúðum í öryggisskyni. (Held ég)

Author:  agustingig [ Mon 05. Jul 2010 01:31 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Er hægt að sjá einhvern bíl sem þú ert þegar búinn að filma?

Author:  T-bone [ Mon 05. Jul 2010 09:48 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Ívarbj wrote:
Grétar G. wrote:
og í raun ætti að mega framrúðuna þar sem það er þegar filma á henni


Hernig færðu það út, samkvæmt lögum þá máttu ekki setja dökkar filmur í framrúðurnar.

Mátt alveg setja glærar filmur eins og þú vilt.



Nei, í rauninni ekki, þar sem að ein af ástæðunum sem þeir gefa fyrir að dökk filmun sé bönnuð í hliðarrúðum frammí er sú að þá er erfiðara að brjótar úðurnar til að ná slösuðu fólki út úr bílnum. Glær filma er jafn mikil filma og lituð, þannig að það má ekki setja glærar filmur frammí.

En hann Grétar var að tala um að tæknilega séð, út frá þessum rökum, ætti að mega filma framrúðuna dökka þar sem að þá þegar er filma í henni :wink:

Author:  Jón Ragnar [ Mon 05. Jul 2010 11:43 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

það er nú fleiri en ein ástæða fyrir þessu að þetta sé bannað, svo hraðamyndavélar sjái ökumann, svo að lögregla geti borið kennsl á ökumann og svona.

Author:  jens [ Mon 05. Jul 2010 11:58 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

T-bone wrote:
Ívarbj wrote:
Grétar G. wrote:
og í raun ætti að mega framrúðuna þar sem það er þegar filma á henni


Hernig færðu það út, samkvæmt lögum þá máttu ekki setja dökkar filmur í framrúðurnar.

Mátt alveg setja glærar filmur eins og þú vilt.



Nei, í rauninni ekki, þar sem að ein af ástæðunum sem þeir gefa fyrir að dökk filmun sé bönnuð í hliðarrúðum frammí er sú að þá er erfiðara að brjótar úðurnar til að ná slösuðu fólki út úr bílnum. Glær filma er jafn mikil filma og lituð, þannig að það má ekki setja glærar filmur frammí.

En hann Grétar var að tala um að tæknilega séð, út frá þessum rökum, ætti að mega filma framrúðuna dökka þar sem að þá þegar er filma í henni :wink:


Væri til í að sjá þessi rök á prenti að það sé í öryggisatriði að það sé bannað að filma fram/hliðarrúðu, hefði einmitt haldið að ef það væri filma í rúðunni þá myndi verða minni hætta á að fólk skaði sig á henni í árekstri. Svo er ekkert mál að ná henni úr í heilu/brotin þegar filman heldur öllu saman.

Author:  Aron Andrew [ Mon 05. Jul 2010 12:56 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Það er mun verra að vera með filmur ef þú veltur eða álíka, í staðin fyrir að rúðan springi í milljón búta þá hanga öll brotin saman á filmunni og valda miklu meiri skaða

Author:  Einarsss [ Mon 05. Jul 2010 13:00 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Aron Andrew wrote:
Það er mun verra að vera með filmur ef þú veltur eða álíka, í staðin fyrir að rúðan springi í milljón búta þá hanga öll brotin saman á filmunni og valda miklu meiri skaða



ætti þá ekki að vera bannað að hafa filmur í öllum rúðum?

Author:  jens [ Mon 05. Jul 2010 13:04 ]
Post subject:  Re: Filmur í bíla

Tek þessi rök Andrew gild.

Félagi minn setti E30 með lsd á hlið inn í ljósastaur í denn, staurinn kom á miðja bílstjórahlið og hann með andlitið í rúðuna en hún var filmuð og hann slapp óskorinn. Þetta virkar á báða vegu. Ástæðan fyrir því að ekki megi dekkja fram / hliðarrúðu hlítur að vera sú sem kom hér fram áður, spurning um að sjá í bílstjórann.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/