bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 M5 drif til sölu, hel-læst á sumartilboði - SELT
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=43096
Page 1 of 5

Author:  bimmer [ Thu 18. Feb 2010 13:05 ]
Post subject:  E34 M5 drif til sölu, hel-læst á sumartilboði - SELT

Er með til sölu E34 M5 drif til sölu, 3.91:1, læst að sjálfsögðu.
Passar víst líka í E32 750.

Image

Image

Verðið er 50.000.

Sendið EP eða hringið í 897-6464.

Author:  Alpina [ Thu 18. Feb 2010 17:13 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Hvar eru hardcore LSD want to buy E32 og E34 eigendur...

ég er alveg stein lostinn að þetta skuli ekki vera farið..

Eins og nafni er búinn að benda á þá er þetta MEGA upgrade í 750 :burnout:

Author:  aronjarl [ Thu 18. Feb 2010 17:28 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

meira og minna allir 750 e32 ónýtir.

Author:  Alpina [ Thu 18. Feb 2010 17:50 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

aronjarl wrote:
meira og minna allir 750 e32 ónýtir.


engin leiðindi......... :lol:

Author:  jon mar [ Thu 18. Feb 2010 18:40 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

sjaldan hef ég bölvað jafn mikið yfir að hafa fjárfest í steinsteypu fyrir áramót :? :cry:

Dauðvantar svona hlutfall :mrgreen:

Author:  Fatandre [ Thu 18. Feb 2010 19:17 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Steinsteypu?

Author:  ValliB [ Thu 18. Feb 2010 19:28 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Fatandre wrote:
Steinsteypu?


Steypt drif :roll:

Ætli hann sé ekki að meina íbúð?

Author:  xdriver [ Thu 18. Feb 2010 20:14 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Er 3.91 ekki allt of lágt hlutfall fyrir E34 540iA sem er original með 2.93?

Author:  arnibjorn [ Thu 18. Feb 2010 20:33 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

xdriver wrote:
Er 3.91 ekki allt of lágt hlutfall fyrir E34 540iA sem er original með 2.93?

Geturu ekki bara fært læsinguna á milli og haldið 2.93 hlutfallinu?

Author:  xdriver [ Thu 18. Feb 2010 20:39 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

arnibjorn wrote:
xdriver wrote:
Er 3.91 ekki allt of lágt hlutfall fyrir E34 540iA sem er original með 2.93?

Geturu ekki bara fært læsinguna á milli og haldið 2.93 hlutfallinu?


Er það hægt sem sagt?
Bara plug and play?

Author:  arnibjorn [ Thu 18. Feb 2010 20:43 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

xdriver wrote:
arnibjorn wrote:
xdriver wrote:
Er 3.91 ekki allt of lágt hlutfall fyrir E34 540iA sem er original með 2.93?

Geturu ekki bara fært læsinguna á milli og haldið 2.93 hlutfallinu?


Er það hægt sem sagt?
Bara plug and play?

Það er hægt en nákvæmisvinna, ekkert plug and play. Ég er ekki alveg klár á þessu þannig að við skulum leyfa fróðari mönnum segja þér frá þessu :D

Author:  gstuning [ Thu 18. Feb 2010 20:51 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Á meðan þú tekur bara læsinguna úr og færir hana yfir í annað drif þá er það ekkert mál.
sbr drifið hans sævars í blæjunni :thup:

Author:  maxel [ Thu 18. Feb 2010 21:24 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Þetta passar líka í 540.

edit... held ég

Author:  Alpina [ Thu 18. Feb 2010 22:00 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

ArnarF er með 3.45 LSD í 540 og sú bifreið gargast úr sporunum :shock:

Author:  Axel Jóhann [ Thu 18. Feb 2010 23:58 ]
Post subject:  Re: E34 M5 drif til sölu - harðlæst

Piece of cake að swappa læsingu fyrir mismunadrif. Annars væri ég alveg til í að prófa E34 540 með 3.91 sperre! 8) 8) 8) 8)

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/