bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=42804 |
Page 1 of 2 |
Author: | Zed III [ Fri 05. Feb 2010 10:31 ] |
Post subject: | Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Vélin er ekinn eitthvað aðeins norður af 200 þús. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta 2.5l vél sem skilar 192 hö og er afar vinsæl/góð fyrir turbó uppfærslur. Þessi vél hefur virkað fínt hjá mér og verið spræk fyrir utan smávægilegan olíuleka sem ég held að sé við heddpakkninguna (ég er ekki alveg viss) og smá leiðindi í lausagangi. Ég lenti í því um daginn að vélin vildi ekki í gang hjá mér en það var lagað með nýjum kertum. Sú viðgerð var í lagi í nokkra daga en svo fór vélin aftur að ganga eins og kertin væru skítug. Ég ætlaði mér að taka upp vélina og hafði keypt nýja heddpakkningu þegar mér bauðst önnur meira spennandi vél sem er nú á leið í bílinn, m52b28 úr e39 en sú vél kom einmitt orginal í z3 2.8. Í vélinni er nánast ný ventlalokspakkning, vatnsdæla og vatnslás. Með vélinni fylgir ný heddpakkning en hún mun koma án soggreinar sem ég stefni á að setja á m52. Ég mun einnig ekki vita fyrr en um helgina hvort pannan úr nýju vélinni passar á milli, en ef svo er fylgir e36 m50 pannan auðvitað vélinni en annars fylgir pannan af e39 m52. Nýja soggrein er auðvelt að græja gegnum ebay og eru að kosta um 70 dollara.T.d. hér. Þessa vél þyrfti að taka í yfirhalningu (græja olíulekan, hægaganginn og athuga hvað sé að hrjá kertin) til að hún virki sem best og verður hún verðlögð með tilliti til þessa galla. Hún verður einnig verðlögð til þess að seljast hratt þar sem ég er ekki spenntur að hafa hana lengi í skúrnum hjá mér. Skýrari upplýsingar munu liggja fyrir um helgina þegar swapið verður klárað, en áhugasömum er bennt á einkapóstinn. Frábært project fyrir sumarið fyrir einhvern sem vill komast úr 4 cyl flokknum ![]() ![]() |
Author: | HK RACING [ Fri 05. Feb 2010 20:49 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
25 þús? Hilmar S 822-8171 |
Author: | Zed III [ Sat 06. Feb 2010 11:07 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Nýja vélin komin í og ég þurfti ekki að færa pönnuna á milli, en ég þurfti að nota mótorarmanna. Það er því ljóst að e36 pannan fyrir með vélinni og þetta er því auðvelt swap í þrist. Verðhugmyndin er um 80 þús en ég er opin fyrir heilbrigðum tilboðum og mögulega skiptum. Kúplingin og allt það unit fylgir að sjálfsögðu. |
Author: | HK RACING [ Sat 06. Feb 2010 19:02 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Zed III wrote: Nýja vélin komin í og ég þurfti ekki að færa pönnuna á milli, en ég þurfti að nota mótorarmanna. Ég afsaka ef ég hef móðgað þig með tilboði mínu,ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þú vildir fá mikið fyrir vélina þar sem ég hélt ég væri að bjóða í bilaða M50B25 Non vanos sem þyrfti að taka upp.....Það er því ljóst að e36 pannan fyrir með vélinni og þetta er því auðvelt swap í þrist. Verðhugmyndin er um 80 þús en ég er opin fyrir heilbrigðum tilboðum og mögulega skiptum. Kúplingin og allt það unit fylgir að sjálfsögðu. En greinilega er ekki mikið að þessari vél fyrst hún kostar 80 þús.... |
Author: | Zed III [ Sat 06. Feb 2010 19:31 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
HK RACING wrote: Zed III wrote: Nýja vélin komin í og ég þurfti ekki að færa pönnuna á milli, en ég þurfti að nota mótorarmanna. Það er því ljóst að e36 pannan fyrir með vélinni og þetta er því auðvelt swap í þrist. Verðhugmyndin er um 80 þús en ég er opin fyrir heilbrigðum tilboðum og mögulega skiptum. Kúplingin og allt það unit fylgir að sjálfsögðu. Ég afsaka ef ég hef móðgað þig með tilboði mínu,ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þú vildir fá mikið fyrir vélina þar sem ég hélt ég væri að bjóða í bilaða M50B25 Non vanos sem þyrfti að taka upp..... En greinilega er ekki mikið að þessari vél fyrst hún kostar 80 þús.... Alls engin móðgun og ég er opin fyrir öllum tilboðum, þmt skiptum. Það er ekki mikill kostnaður við að taka svona upp þegar heddpakkning sem kostar 10 þús fylgir með. Segjum að hún fari t.d. í staðgreiðslu á 10-15% lægra verði en það sem ég nefni og svo c.a. 20-30 þús í upptekkt þá eru menn komnir með nýupptekna vél á undir 100 þús, um 550 evrur. Ekki slæmt myndi ég halda. Non-vanos vélarnar hafa svo verið vinsælli í blástur amk miðað við það sem ég hef séð (ég er þó enginn sérfræðingur). Það er svo auðvitað ekki endilega þörf á að taka hana upp (vatnið sem kom t.d. af henni var alveg án olíu og það gæti bara verið einhver skynjarinn sem er skítugur sem er að rugla ganginn). Ég gæti reyndar alveg hugsað mér að taka hana upp sjálfur í skúrnum, svona sem æfingu. edit, hún hefur aldrei hitað sig óeðlilega. |
Author: | slapi [ Sat 06. Feb 2010 22:37 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Þú verður aðeins að passa þig hvað þú segir þegar þú segir "upptekna vél". Maður hefur séð menn nefna vélar sem uppteknar eftir heddpakkninga skipti eða jafnvel skipti á tímalokspakkningum. Ef að ætti að fara í einhverja almennilega upptekkt á vélinni væri kostnaðurinn ekki undir 200þ myndi ég áætla. |
Author: | Zed III [ Sat 06. Feb 2010 22:57 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Mjög góð ábending. Það er annars ekki þörf að gera mikið við þessa vél, mig hefur alltaf langað að rífa vél niður að heddpakkningu og það situr í mér og því keypti ég pakkninguna. |
Author: | aronjarl [ Sun 07. Feb 2010 19:45 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
m50 vélin mín er upptekin. Hónað planað og þrýstiprófað hedd plönuð blokk ventla þéttingar nýjar ventlasæti slípuð nýjir stimpilhringir nýjar stangalegur og höfuðlegur allar pakkningar og pakkdósir nýjar. ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 07. Feb 2010 19:49 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
aronjarl wrote: m50 vélin mín er upptekin. Hónað planað og þrýstiprófað hedd plönuð blokk ventla þéttingar nýjar ventlasæti slípuð nýjir stimpilhringir nýjar stangalegur og höfuðlegur allar pakkningar og pakkdósir nýjar. ![]() Til sölu þá ?? |
Author: | aronjarl [ Sun 07. Feb 2010 20:09 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Ég á m50 mon vanos líka til sölu, en ekki þessi upptekna. M50 vélar eru æðsilegar.!! |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 07. Feb 2010 22:18 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
aronjarl wrote: Ég á m50 mon vanos líka til sölu, en ekki þessi upptekna. M50 vélar eru æðsilegar.!! Segðu ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Mon 08. Feb 2010 00:12 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
John Rogers wrote: aronjarl wrote: Ég á m50 mon vanos líka til sölu, en ekki þessi upptekna. M50 vélar eru æðsilegar.!! Segðu ![]() Get allveg tekið undir þetta, en ég fýla vanos reyndar betur. ![]() |
Author: | Nice1 [ Thu 11. Feb 2010 13:42 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
er þetta 80þ verð alveg fast ? |
Author: | Zed III [ Thu 11. Feb 2010 16:56 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Nice1 wrote: er þetta 80þ verð alveg fast ? Nope. Êg er opin fyrir tilboðum. |
Author: | oddur11 [ Tue 16. Feb 2010 03:21 ] |
Post subject: | Re: Til sölu er rokkurinn minn, m50b25. |
Hvad tarf eg til ad setja tetta i e30? Get eg haldid m20 girkassanum, tarf eg ekki adra tolvu? Hvad vantar mig til ad runa tessu 100% i e30? Er svaka spentur fyrir tessu ef svör fast vid spurningunum minum kv.oddur |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |