Slæmu viðskiptin:Einu slæmu viðskiptin sem ég man eftir á kraftinum eru við Viktor Angelico.
Í stuttu þá skuldar hann mér ennþá fyrir E32 750 sem ég "seldi" honum. 200 þús kall eða svo.
Hann hefur alltaf lofað hinu og þessu og ekkert gerst.
Löngu eftir að hann fékk bílinn ætlaði hann að fara að taka út númerin og fara að nota bílinn en bíllinn var ennþá skráður á mig. Þá vildi hann fá að taka út númerin og skrá tryggingarnar á sig þrátt fyrir að ég væri enn skráður fyrir bílnum.
Ég tók það ekki í mál en þar sem ég á það til að treysta fólki og halda að allir vilji vel þá lét ég hann plata mig í að skrá bílinn á sig, þá borgaði hann reyndar aðeins inn á skuldina.
Ég hef að sjálfsögðu ekki fengið neitt eftir þetta.
Ég hef margsinnis reynt að fá þennan pening, bílinn til baka eða einhverja aðra bíla eða hluti sem hann hefur verið að selja en ekkert hefur gengið.
Góðu viðskiptin:Öll hin bara

Ég hef átt svo mörg góð viðskipti á kraftinum að ég man ekki eftir öllum.
En í fljótu bragði man ég eftir þessum:
Mázi - Hann fékk að borga bíl í nokkrum greiðslum, stóðst allt 100%.
Grétar G - Algjör snillingur og allt hefur staðist 100%.
Birgir Sig - Gekk allt snuðrulaust. Kom sá og keypti.
Einarsss - Easy peasy. Ég millifærði og hann kom með stöffið.
Astro - 100% gaur og allt gekk eins og smurt.
Geirinn - Gekk vel bara, engin vandamál.
Sh4rk - Drifið sem ég fékk passaði ekki en það var leyst og allir sáttir.
Danni - Mjög gott að eiga viðskipti við hann.
GSTuning - Virkilega hjálpsamur gaur sem reynir alltaf að þjónustu mann eins vel og hann getur.
Steini B - Mega þægilegt að eiga viðskipti við hann. Engin vandamál.
Sæmi - Skutlaði til hans lippi, góð viðskipti.
Alpina - Skipti við hann á einhverju drasli, gekk bara 100%.
Uvels - Hef átt nokkur góð viðskipti við hann. Slóraði við að skila inn eigandaskiptum en ég reddaði því.
Jónas M3 - Keypti bíl af honum óséðann og hann var alveg eins og honum var lýst.
Axel Jóhann - Hef keypt nokkra hluti af honum. Allt staðist og hlutirnir eins og hann lýsti þeim.
GunnT - Virkilega gott að eiga viðskipti við hann og allt hefur staðist 100%.
Nóg í bili, ég bæti við þegar ég man eftir öðrum

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is