bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vandað Bassabox Alpine Type R keilur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=38952
Page 1 of 3

Author:  kristofervv [ Sun 02. Aug 2009 20:45 ]
Post subject:  Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Er að selja hér mjög vandað og vel smíðað bassabox sem samanstendur af 2x12" Alpine TypeR keilum .
Búið er að smíða tréhlíf sem smellur utanum magnarana, þéttirinn og deiliboxið svo allar snúrur eru faldar.
Boxið var með skottstærð á 5 línu E34 BMW í huga þegar það var smíðað og smellpassar því akkurat í þá en auðvitað í flesta aðra bíla líka.

Hvor keila er 1000w peak, eða 300rms.
Hvor keila er 4ohm+4ohm, hvor víruð niður í 2 ohm og saman niður í 1ohm.
Magnarinn sem er tengdur við þær er Clif Design gerð (CD760HC) 2 rása sem er brúaður til að keyra dótið vel. Hann skilar því þannig 1500w peak við 1ohm, eða sem nemur 1000rms. Hann er 0.5 ohm sterio stable.

Svo er á boxinu góður hátalaramagnari, Renegade V8 ren1000s og skilar hann 4x250w peak power. 4x75rms. Hann er 20hm sterio stable.

Einnig er 2.0 Farad þéttir á boxinu sem er tengdur á milli aðalstraums og bassamagnara.

Það er á þessu um 5 metra löng 35 qarada snúra sem þolir 250 Amper. Á henni er aðalöryggi við geymi sem er 200A og fer það inní deilibox sem getur skilað út 4 100 Ampera snúrum. Aðeins er notuð 2 hólf í því þar sem það eru 2 magnarar.

Bassamagnarinn er sjálfur með 4x25 Ampera öryggi og hátalaramagnarinn 2x25A öryggi að mig minnir.

Skylst að bara 2 svona nýjar keilur kosti í dag yfir 100 þúsund í Nesradio þannig allur þessi pakki kostar sitt nýr.

Image

Image

Image

Image

Verðmiðinn er 100 þ.

Ef þið hafið áhuga getið þið haft samband í pm eða í síma 661-2959

Kristófer V

Myndir eru frá Jón M hér á spjallinu . Hann smíðaði boxið líka.

Author:  Jón Ragnar [ Sun 02. Aug 2009 20:51 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Þetta dót SNARVIRKAR!!!!!!!! :shock:

Author:  kristofervv [ Sun 02. Aug 2009 20:53 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Já miðað við allt sem ég hef heyrt í þá finnst mér þetta dúndurvirka, ekki líka svona plast crappy hljóð í þessu eins og Soundstorm og þannig ódýru rusli. Miðað við 600 rms sem þær skila finnst mér þetta virka MJÖG vel...

Author:  Alpina [ Sun 02. Aug 2009 20:59 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Þetta dót er engin smá-smíði :shock:

hörku snyrtilegt að sjá :thup:

Author:  Freyr Gauti [ Sun 02. Aug 2009 21:21 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Ég hélt að svona hlutir myndu lækka í verði milli ára og notkunar en ekki hækka í verði.

Author:  kristofervv [ Sun 02. Aug 2009 21:59 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Svona vandað dót eldist vel... :) Held að lítill sem enginn munur sé á þeim nú og fyrir ári síðan.... Ekki eitthvað sem ég hef tekið eftir... Á meðan að það er spilað undir hámarskafköstum dótsins en ekki yfir á þetta að duga árin...

Author:  kristofervv [ Sun 02. Aug 2009 22:00 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Gerið bara tilboð ef þið hafið áhuga :wink:

Author:  gardara [ Sun 02. Aug 2009 23:49 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Boxið snýr vitlaust hjá þér, snúðu keilunum aftur en ekki beint í bakið á þeim sem sitja afturí.

Author:  jon mar [ Mon 03. Aug 2009 00:53 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

gardara wrote:
Boxið snýr vitlaust hjá þér, snúðu keilunum aftur en ekki beint í bakið á þeim sem sitja afturí.


nú smíðaði ég þetta og hef bara eitt að segja við svona vitringa......

ÞETTA VAR SMÍÐAÐ TIL AÐ Vera SVONA!

Veistu hvað gerist ef þetta snýr hinsegin? .....

Nákvæmlega ekkert nema númerplötuskrölt og ónýtt sound.

Þessar myndir eru úr bílnum hjá mér, og ef þetta virkar svona illa svona þá hefði þetta ekki skorað 140db í bíl með lokuðu skotti með sætisbökum sem ekki er hægt að fella niður. Taktu eftir að einu sinni skilaði þetta setup 142.6db á keppni í VW Polo sem ég átti, og þá snéru keilurnar hinsegin. Það eitt þykir skratti góður árangur fyrir svona keilur. Trúðu mér, þetta er útpælt.

Author:  gardara [ Mon 03. Aug 2009 01:38 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

jon mar wrote:
gardara wrote:
Boxið snýr vitlaust hjá þér, snúðu keilunum aftur en ekki beint í bakið á þeim sem sitja afturí.


nú smíðaði ég þetta og hef bara eitt að segja við svona vitringa......

ÞETTA VAR SMÍÐAÐ TIL AÐ Vera SVONA!

Veistu hvað gerist ef þetta snýr hinsegin? .....

Nákvæmlega ekkert nema númerplötuskrölt og ónýtt sound.


Þú hefur greinilega aðrar heimildir en ég, ég hef alltaf heyrt að með því að snúa bassanum aftur á bak þá færðu betri hreyfingu og endurkast á hljóðbylgjunum sem skilar sér í betri bassa.


Quote:
Þessar myndir eru úr bílnum hjá mér, og ef þetta virkar svona illa svona þá hefði þetta ekki skorað 140db í bíl með lokuðu skotti með sætisbökum sem ekki er hægt að fella niður. Taktu eftir að einu sinni skilaði þetta setup 142.6db á keppni í VW Polo sem ég átti, og þá snéru keilurnar hinsegin. Það eitt þykir skratti góður árangur fyrir svona keilur. Trúðu mér, þetta er útpælt.



Ég hef mikið pælt í þessum hlutum og lesið mér til um þetta og hvergi mæla menn með því að hafa þetta eins og þú gerir, hvaðan hefur þú þínar heimildir?

Author:  gardara [ Mon 03. Aug 2009 01:47 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Heyrðu case closed, hér eru hard evidence.

http://www.installer.com/tech/aiming.html

Virðist vera sem ég hef rétt fyrir mér :thup:

Author:  jon mar [ Mon 03. Aug 2009 02:32 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Hvernig ætlar þú að koma alminnilegu hljóði inní bílinn þegar bassaboxið snýr aftur, er fullkomlega þétt uppað hillu, alla leið. Fullkomlega þétt eins og mögulegt er uppað demparaturnum sitthvoru megin, engin niðurfellanleg aftursæti eða neitt slíkt í boði. Bara blikk og fullt af einangrun + sætisbak sem er fast í einni stöðu.

You do the math. Hvort viltu fá titring eða hljóð? Hvort viltu look og hljóð?

Þar sem þetta er ekki hatchback bíll og boxið tekur svona ca 50% skottplássins upp, og er alveg klesst upp að sætisbaki og blastar inní bíl í gegnum "skíðapokagatið" þá ætti þessi "boxið á að snúa hinsegin" kennig að detta upfyrir.

Ég þarf svosem ekki að réttlæta eitt eða neitt fyrir þér hvað ég var að pæla þegar ég smíðaði þetta, en ég gaf mér þær forsendur að þetta væri "varanlegt" í bílnum og myndi þrælvirka og hefði þetta look sem það hafði. Well, þetta virkaði eins vel og hugsast getur held ég barasta, bassinn í bílnum var yfirdrifinn og rétt rúmlega það á öllum sviðum. Ef það er möguleiki að ná meira útúr þessu boxi þá er þér guðvelkomið að kaupa þetta af Kristófer og gera betur.

Verður að gá að því að þetta var sérsmíðað í svona bíl eftir máli á skottinu til að passa svona fullkomlega, þannig þar liggja forsendurnar en ekki í einhverjum "ætla veru með bestu græjur í heimi" forsendum. Ég er enginn nýgræðingur í græjum og veit alveg hvað þú átt við með að snúa boxinu svona og hinsegin, en mismunandi verkefni gefa mismunandi forsendur.

Author:  Freyr Gauti [ Mon 03. Aug 2009 03:00 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Það er nú líka eitt annað sem þú verður að hafa í huga við þessi test á síðunni sem þú póstaðir, boxið er haft alveg upp við skottlokið þegar það er látið vísa aftur, ekki upp við sætin...HUGE munur á hvernig þessir tveir hlutir virka.

Author:  gardara [ Mon 03. Aug 2009 04:17 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Freyr Gauti wrote:
Það er nú líka eitt annað sem þú verður að hafa í huga við þessi test á síðunni sem þú póstaðir, boxið er haft alveg upp við skottlokið þegar það er látið vísa aftur, ekki upp við sætin...HUGE munur á hvernig þessir tveir hlutir virka.


Ef þú skoðar síðuna nákvæmlega þá sérðu að það er bæði prófað.

Annars hef ég alltaf alltaf heyrt um að betri hljómgæði náist með því að snúa keilunum aftur en ekki fram. Getur verið að þú finnir betri víbring þegar keilurnar snúa beint í bakið á þér, veit ekki með það en þú færð allavega betri hljómgæði með því að snúa keilunum aftur og það er allavega það sem ég sjálfur er að sækjast eftir. Þetta var mér sagt frá eiganda nesradio og ég hef lesið um það erlendis.

Author:  kristofervv [ Mon 03. Aug 2009 07:07 ]
Post subject:  Re: Vandað Bassabox Alpine Type R keilur

Þessi þráður er ekki gerður til að metast hver viti mest um bílgræjur :offtopic:

Hann sem kaupir þetta snýr þessu eins og hann vill.... Mér gæti ekki verið meira sama :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/