bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=36566
Page 1 of 1

Author:  Glock [ Wed 15. Apr 2009 12:03 ]
Post subject:  Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Jaja þá er komið að því að rífa þennan flóðabíl, maður er með tárin í augunum að þurfa að slátra svona flottum fák. Enn það er ekkert annað í boði uppl í síma 770-4003 og mail verdlaunagripir@simnet.is

Author:  Hreiðar [ Wed 15. Apr 2009 14:31 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

af hverju að rífa? tjón?

Author:  Glock [ Wed 15. Apr 2009 15:07 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Flæddur = ónýtur :argh:

Author:  Mánisnær [ Wed 15. Apr 2009 15:51 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Slæmt mál, var hann fluttur inn í þeim tilgangi að laga?

Author:  Djofullinn [ Wed 15. Apr 2009 16:18 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Þetta er flóðhesturinn margumtalaði. Fór á kaf í vatn í USA og fluttur þannig inn.
Er eitthvað í lagi í þessum bíl fyrir utan boddýhluti :)

Author:  Saxi [ Wed 15. Apr 2009 20:08 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Fór hann einhverntíma í gang?

kv.

Author:  Glock [ Thu 16. Apr 2009 14:16 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Nei hann fór ekki á gang vegna rafmagnsvandamála,td er startarinn ónýtur svo það er snúið að starta.það var búið að kaupa mikið af tölvum dvd skjáinn hraðamælinn og fl.Það er í lagi með vélbúnað það var athugað þegar hann kom til landsins

Author:  Angelic0- [ Fri 17. Apr 2009 08:01 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

ég kaupi það nú ekki, ég man eftir þessum bíl inni á gólfi hjá Jónasi og þegar að olíupannan kom undan honum var karmellujógurt á mótornum í stað olíu...

myndi halda að þetta væri frekar tæpt :!:

Author:  ///MR HUNG [ Fri 17. Apr 2009 09:28 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

Það er allt kram ónýtt í þessum hlunk.
Fór á bólakaf.

Author:  98.OKT [ Fri 17. Apr 2009 10:21 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

En af hverju ekki að herma bara eftir Transporter 3 myndinni, þar fór Audi-inn á bólakaf í langan tíma, en þeir fiktuðu bara aðeins í vélinni, og ----kvissbammbúmm---- bíllinn rauk í gang 8) hlítur að vera hægt með þennan líka :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:

Author:  finnbogi [ Mon 20. Apr 2009 23:29 ]
Post subject:  Re: Er byrjaður að rífa E 65 745il árg 2003

98.OKT wrote:
En af hverju ekki að herma bara eftir Transporter 3 myndinni, þar fór Audi-inn á bólakaf í langan tíma, en þeir fiktuðu bara aðeins í vélinni, og ----kvissbammbúmm---- bíllinn rauk í gang 8) hlítur að vera hægt með þennan líka :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:



enda eru alltaf Transporter myndirnar gríðalega Raunverulegar og trúanleg atriði í þeim


ég samt fýla þær í rugl 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/