Sælir herramenn og frúr!
- Hér í Danmörku er töluvert um að stelpurnar séu á flottum og kraftmiklum bílum, þess vegna ”frúr”!
Það er alveg rétt sem bróðir minn “Gúlag” skrifar, að ég er að aðstoða BMW eigendur og fleiri á Íslandi með alskyns varahluti sem erfitt er að fá heima, málið er að ég hef átt nokkra BMW'a og þekki þetta mjög vel. Hér í Danmörku eru varahlutir mjög ódýrir vegna rosalegra tolla og gjalda á bíla almennt. Þess vegna er svo mikið um ódýra varahluti í Danmörku. Þeir verða hreinlega að halda verðum á varahlutum niðri til að halda viðskiptunum í landinu. T.d. er allt í Bens mjög ódýrt hér, menn leita ekkert til Þýskalands. Ég á einn sjálfur (Úps, ja ok ég á Bens ”Bens maður...!!”

þ.a. ef ég get aðstoðað ykkur þá flott, en maður þarf að leita vel til að fá "réttu" verðin og treysta viðkomandi um gæðin.- Ég hef nú orðið það góð sambönd að þeir "þora" ekki að selja mér eitthvað rusl.
Svo er einnig möguleiki á að ná sér í keppnisbíl hér á góðu verði, en þið bara sendið á mig póst ef svoleiðis dæmi kemur upp. Það skoðum við sérstaklega.
Allt í sambandi við kostnað, þóknun, flutningskostnað og annað er alltaf 100% á hreinu frá mér og ég vona að þið hafið heyrt það frá BMW félögum, því það er mjög mikilvægt fyrir mig! Ég t.d. vil alltaf vita, hvort hluturinn sé sá rétti, í 100 % lagi, hvort flutningskostnaðurinn o.fl. sé eins og um var talað og enginn aukakostnaður nema auðvitað ef um er að ræða aðflutningsgjöld. Og ég met mikils ef ég fengi e-mail frá ykkur um svona atriði. Því þetta tryggir að ég sé að versla við réttan aðila og að þið sem kaupið fáið pottþétt ykkar vöru og besta mögulega verð á þeim tíma sem verslað er. Ef ég sé að ég þarf að nota mikinn tíma og kostnað þá læt ég ykkur vita um það fyrirfram, þ.a. þið vitið hvað ég tek fyrir mína vinnu, en ég vil vera sanngjarn varðandi kostnað/þóknun og hef verið það hingað til.
Það væri mjög gott að fá viðbrögð frá ykkur! Og að sjálfsögðu látið hið góða orð spreðast þ.a. að BMW/M.Bens eigendur vita um mína þjónustu.
Bestu kveðjur félagar og farið varlega í frumskógi ökugleðinnar!
Markus