bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 17:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Varahlutir frá Evrópu
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 00:47 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Mon 18. Aug 2003 21:41
Posts: 148
Location: Suðurnes
Sælir allir!!..

Ég er búinn að vera að ræða við bróður minn sem býr í Danmörku, og hann er til í að kaupa/redda varahlutum þaðan, nýjum og notuðum og koma með þá heim í flugi,

Málið er að flutningur og gjöld af t.d. notuðum varahlutum frá Danmörku og víðar eru asnalega háir, og ef við getum fengið einhvern til að gera þetta fyrir okkur, þ.e. kaupa þetta úti, pakka þessu, koma með þetta í flugi þá losnum við við hellings vesen, s.s. dýran flutning, gjöld, vsk ofl.

hann þarf að sjálfsögðu að fá eitthvað fyrir sinn snúð, en það verður samt mun minna en að flytja þetta sjálfur inn,, hann getur líka reddað dóti í fleiri tegundir, og getur jjafnvel farið til þýskalands ef um er að ræða dýra og litla hluti..

Hvernig líst mönnum á þetta? hann póstar sennilega hingað sjálfur á næstu dögum,, en það væri fínt að fá smá comment frá ykkur hvort það sé áhugi fyrir þessu?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 01:01 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Þetta hljómar mjög sniðugt.

Ég geri þennan þráð sticky þannig að hann helst hérna efst og hverfur ekki niður fjöldann.

Ef að eitthvað verður úr þessu, verður þessi þráður vera fastur hér áfram.
Segðu bróður þínum að pósta í þennan sama þráð.

_________________
BMW E46 328i


Last edited by arnib on Tue 09. Dec 2003 20:44, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 17:19 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 26. Oct 2002 14:07
Posts: 995
Location: Reykjavík
þetta er sniðugt :lol:

_________________
Corvette c5
Bmw 330i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 11. Dec 2003 20:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Heldurðu að hann geti reddað mér svörtum nýrum af www.bmwspecialsten.dk þetta eru bara *filma* sem er límd yfir þannig að sendingin ætti ekki að vera mikið mál. Sendu mér pm um verð og svona ;)

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Last edited by bjahja on Tue 16. Dec 2003 23:06, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Dec 2003 21:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
(((Sh..###hægðir###))))))) FILMA en ekki ............. fylma
OG ALLS ekki illa meint

Sv:H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Dec 2003 23:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Alpina wrote:
(((Sh..###hægðir###))))))) FILMA en ekki ............. fylma
OG ALLS ekki illa meint

Sv:H

HAHAHAHHA, ég veit.......ég sá þetta um leið og ég las þetta yfir. Ég sem er alltaf sjálfur að leiðrétta fólk :oops:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Jan 2004 20:03 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Er ekkert að gerast í þessum málum :?:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 21:12 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Mon 18. Aug 2003 21:41
Posts: 148
Location: Suðurnes
jú jú... sendið mér bara pm ef þið viljið meilið hans.... hann er eitthvað byrjaður að taka inn parta...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 21:17 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Blótið þitt Sveinbjörn er alveg drepfyndið :lol:

En annars, þá er mjög mikil þörf fyrir þessa "þjónustu" og eitt og annað sem manni kemur til með að vanta í sumar...

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Apr 2004 17:00 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 10. Feb 2004 15:38
Posts: 118
Location: Hafnarfjörður
Er þessi þjónusta ennþá í boði.

_________________
MB C180 esprit ´93 SELDUR!!
Nissan Terrano '96 SELDUR!!
BMW 525IA 1995


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Apr 2004 19:46 
Runkiboy wrote:
Er þessi þjónusta ennþá í boði.


sendu gulag PM eins og stendur í postinum hans hérna fyrir ofan.


Top
  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 06. May 2004 16:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 04. May 2004 14:52
Posts: 28
Sælir herramenn og frúr!
- Hér í Danmörku er töluvert um að stelpurnar séu á flottum og kraftmiklum bílum, þess vegna ”frúr”!

Það er alveg rétt sem bróðir minn “Gúlag” skrifar, að ég er að aðstoða BMW eigendur og fleiri á Íslandi með alskyns varahluti sem erfitt er að fá heima, málið er að ég hef átt nokkra BMW'a og þekki þetta mjög vel. Hér í Danmörku eru varahlutir mjög ódýrir vegna rosalegra tolla og gjalda á bíla almennt. Þess vegna er svo mikið um ódýra varahluti í Danmörku. Þeir verða hreinlega að halda verðum á varahlutum niðri til að halda viðskiptunum í landinu. T.d. er allt í Bens mjög ódýrt hér, menn leita ekkert til Þýskalands. Ég á einn sjálfur (Úps, ja ok ég á Bens ”Bens maður...!!” :-) þ.a. ef ég get aðstoðað ykkur þá flott, en maður þarf að leita vel til að fá "réttu" verðin og treysta viðkomandi um gæðin.- Ég hef nú orðið það góð sambönd að þeir "þora" ekki að selja mér eitthvað rusl.

Svo er einnig möguleiki á að ná sér í keppnisbíl hér á góðu verði, en þið bara sendið á mig póst ef svoleiðis dæmi kemur upp. Það skoðum við sérstaklega.

Allt í sambandi við kostnað, þóknun, flutningskostnað og annað er alltaf 100% á hreinu frá mér og ég vona að þið hafið heyrt það frá BMW félögum, því það er mjög mikilvægt fyrir mig! Ég t.d. vil alltaf vita, hvort hluturinn sé sá rétti, í 100 % lagi, hvort flutningskostnaðurinn o.fl. sé eins og um var talað og enginn aukakostnaður nema auðvitað ef um er að ræða aðflutningsgjöld. Og ég met mikils ef ég fengi e-mail frá ykkur um svona atriði. Því þetta tryggir að ég sé að versla við réttan aðila og að þið sem kaupið fáið pottþétt ykkar vöru og besta mögulega verð á þeim tíma sem verslað er. Ef ég sé að ég þarf að nota mikinn tíma og kostnað þá læt ég ykkur vita um það fyrirfram, þ.a. þið vitið hvað ég tek fyrir mína vinnu, en ég vil vera sanngjarn varðandi kostnað/þóknun og hef verið það hingað til.

Það væri mjög gott að fá viðbrögð frá ykkur! Og að sjálfsögðu látið hið góða orð spreðast þ.a. að BMW/M.Bens eigendur vita um mína þjónustu.

Bestu kveðjur félagar og farið varlega í frumskógi ökugleðinnar!
Markus


Last edited by Markus on Thu 06. May 2004 17:08, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. May 2004 17:03 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 04. May 2004 14:52
Posts: 28
bjahja wrote:
Heldurðu að hann geti reddað mér svörtum nýrum af www.bmwspecialsten.dk þetta eru bara *filma* sem er límd yfir þannig að sendingin ætti ekki að vera mikið mál. Sendu mér pm um verð og svona ;)


Sæll - Ég skal gera mitt besta en hvað er þetta? Svona bara þannig að ég geti talað við þá á nokkuð skynsamlegum nótum, ef þú skilur...Nýru??
Markus


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. May 2004 17:05 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 04. May 2004 14:52
Posts: 28
Runkiboy wrote:
Er þessi þjónusta ennþá í boði.


Já já hún er í fullum gangi!
Bara tala við Markus!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. May 2004 17:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Markus wrote:
bjahja wrote:
Heldurðu að hann geti reddað mér svörtum nýrum af www.bmwspecialsten.dk þetta eru bara *filma* sem er límd yfir þannig að sendingin ætti ekki að vera mikið mál. Sendu mér pm um verð og svona ;)


Sæll - Ég skal gera mitt besta en hvað er þetta? Svona bara þannig að ég geti talað við þá á nokkuð skynsamlegum nótum, ef þú skilur...Nýru??
Markus


Nýrun eru grillin tvö sem koma í framstykkið á bílnum.

Svona nema þessi eru króm:

Image

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group