bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M50 2.5 nýupptekið hedd, E36 swap ready til sölu!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=34658
Page 1 of 2

Author:  saemi [ Thu 29. Jan 2009 01:04 ]
Post subject:  M50 2.5 nýupptekið hedd, E36 swap ready til sölu!

Er með 2.5L M50 vél til sölu. Vélin er með nýupptekið hedd, gert í kistufelli af Einari snillingi. Þessi vél var í E34, sjálfskiptum. Hún var tekin úr bílnum eftir að sá bíll var gerður að beinskiptum bíl (vél og kassi fór beint í hann). Eftir að heddið var tekið upp var vélin keyrð kannski svona 10 km.

Er með E36 olíupönnu og kvarða til að láta með ef þetta á að fara í þrist!

Það fylgir allt með, tölva, alternator, startari osfrvs.

Verðið er 120 þúsund!

Sæmi, 699-2268/pm

Author:  ellipjakkur [ Fri 30. Jan 2009 09:12 ]
Post subject: 

er ekki gírkassi inní þessu ?

Author:  saemi [ Fri 30. Jan 2009 13:05 ]
Post subject: 

Nei, á ekki kassa því miður.

Author:  arnibjorn [ Fri 30. Jan 2009 13:27 ]
Post subject: 

120k og enginn kassi fylgir með... :?

Author:  Bjarki [ Fri 30. Jan 2009 13:56 ]
Post subject: 

ný heddpakkning fyrir 10km
€€€ það kostar.
menn hljóta að sjá það sem kost!!

e-r með góðan 320i bíl bara búmm...allt að gerast!!!

Author:  saemi [ Fri 30. Jan 2009 16:21 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
120k og enginn kassi fylgir með... :?


Plönun á heddi, yfirfarnar stýringar, heddpakkning (allt pakkninga-slípisettið þ.e.a.s.) og vinna við að setja hedd á aftur er $$$

Þetta er VANOS vél, vel á minnst.

þetta fæst á 100 þúsund án þess sem þarf fyrir E36 swap.

Það má vel vera að þetta þyki mikið, en þá bara er það svo :lol:

Þetta er vél í 100% standi allt eins og stafur á bók og ekkert honkí ponkí.

Fyrir þá sem vilja vél fyrir minna, þá mæli ég með að ná sér í heilan bíl á góðu verði, rífa hann og taka vélina og kassan úr honum. Selja partana og henda svo skelinni og fá skilagjaldið til baka. Ef viðkomandi er svo heppinn að ekkert er áhvílandi á greyið bílnum! Vonandi var svo hægt að prufa dótið í bílnum, gírkassinn í lagi og vélin rétt ekin. Svo er bara að vona að heddpakkningin fari ekki í bráð :lol:

En þetta er mitt boð, ég sé mér ekki hag í að selja þetta fyrir klink!

Þetta breytist kannski í framtíðinni, en eins og er, er þetta verðið.

Author:  arnibjorn [ Fri 30. Jan 2009 16:49 ]
Post subject: 

Þetta er reyndar ágætis verð fyrir einhvern sem á t.d. 320 eða 318 eins og Bjarki segir.

Ef þú skiptir út b20 fyrir b25 þá ertu að græða 42hp sem gerir ca. 2800kr fyrir hestaflið. Það er svosem ágætis prís :D

Author:  gstuning [ Fri 30. Jan 2009 17:22 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Þetta er reyndar ágætis verð fyrir einhvern sem á t.d. 320 eða 318 eins og Bjarki segir.

Ef þú skiptir út b20 fyrir b25 þá ertu að græða 42hp sem gerir ca. 2800kr fyrir hestaflið. Það er svosem ágætis prís :D


Og ef þú átt dauða B20.
Þá er þetta enn ódýrarra.
610kall hestaflið . Það er í lagi :D

Author:  Birgir Sig [ Fri 30. Jan 2009 18:10 ]
Post subject: 

en hvernig er ef maður er með 318 bíl, þarf ekki að fá annan kassa og allt kúplingadótið..

Author:  arnibjorn [ Fri 30. Jan 2009 18:12 ]
Post subject: 

birgir_sig wrote:
en hvernig er ef maður er með 318 bíl, þarf ekki að fá annan kassa og allt kúplingadótið..


Menn hafa verið að troða m40 kassa aftan á m50 og það virðist virka...

Author:  ingo_GT [ Fri 30. Jan 2009 18:16 ]
Post subject: 

birgir_sig wrote:
en hvernig er ef maður er með 318 bíl, þarf ekki að fá annan kassa og allt kúplingadótið..


Ég er að fara sitja kassa úr 318 á m50b20 og 1 sem þarf að gera þart að fá annan kuplings gafall úr 325 og kanski kuplingu og allt sem tengist því hehe :)

Author:  Sezar [ Fri 30. Jan 2009 22:40 ]
Post subject: 

Djööö, er enginn kassi til í þetta?
Ég á flott boddý utan um mótorinn 8)
Image

Author:  Alpina [ Fri 30. Jan 2009 22:44 ]
Post subject: 

Sezar wrote:
Djööö, er enginn kassi til í þetta?
Ég á flott boddý utan um mótorinn 8)
Image


Segðu,,,,,,, 8) 8) 8)

Author:  saemi [ Sat 31. Jan 2009 00:09 ]
Post subject: 

Sezar wrote:
Djööö, er enginn kassi til í þetta?
Ég á flott boddý utan um mótorinn 8)
Image


Það er hægt að redda öllu Árni 8)

Author:  saemi [ Sat 31. Jan 2009 00:10 ]
Post subject: 

Sezar wrote:
Djööö, er enginn kassi til í þetta?
Ég á flott boddý utan um mótorinn 8)
Image


Það er hægt að redda öllu Árni 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/