Ég hef það á tilfinningunni að ég eigi aldrei eftir að nenna að klára þennan bíl þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi bara að rífa hann.
Ef það er nægilegur áhugi fyrir hlutum úr honum þá ríf ég hann annars ekki.
Ég er með t.d:
3.91 LSD drif úr 735iL sem verður selt á 50 þús kr.
Orginal drifið einnig, man ekki hlutfall. Verð 15 þús kr.
Mótorinn er AC Schnitzer breyttur og fylgdu pappírar að utan um það, hann á að skila 362 hö og samkvæmt fyrri eiganda virkaði hann MJÖG vel. Mótorinn verður seldur á 100 þús kr með öllu.
Svört leðurinnrétting, mjög heil. Mig minnir að það séu sportstólar

Man það hreinlega ekki.... Skal athuga það seinna.
Ný angel eyes ljós sem passa að sjálfsögðu líka á E34.
Ný glær stefnuljós.
Allir boddýhlutir. T.d húdd og grill til að breyta bíl með mjóa framendanum í V8/V12 framenda.
Og allt annað sem er í bílnum

Síðan er alveg séns að ég selji bílinn í heilu. Þarf aðeins að klára að festa skiptingu og setja púst og drifskaft undir. Einnig er hann eitthvað rispaður og ryðgaður.
Sendið bara PM
hmm.. eru þetta TÜV pappírarnir ??'''' 362 það er helviti gott