bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ræsir HF með varahluti í BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=18660
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Nov 2006 10:42 ]
Post subject:  Ræsir HF með varahluti í BMW

datt nú í hug að benda á þetta,

ég er að vinna hjá ræsir, og Ræsir er með umboðið fyrir bosch, bosch er einn af stærri íhlutaframleiðendum fyrir bmw, og hægt frá nánast allt rafmagndót frá þeim, eins og kerti háspennukefli, sensora og flr, einnig eru þeir með bremsuíhluti og margt flr,

þetta er ekki lagervara en er tekið með flugi og því ekki nema 2-4 daga á leiðini, verðin tel ég vel samanburðarhæf,

Author:  gstuning [ Mon 27. Nov 2006 10:50 ]
Post subject: 

Síðan hvenær eruð þið með Bosch umboðið?

Bílanaust keypti það af Bræðrunum Ormson fyrir nokkrum árum

Author:  HPH [ Mon 27. Nov 2006 10:59 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Síðan hvenær eruð þið með Bosch umboðið?

Bílanaust keypti það af Bræðrunum Ormson fyrir nokkrum árum

ætli þeir séu ekki umboðs-aðilar. s.s. umboðsmenn fyrir bílanaust.

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Nov 2006 11:09 ]
Post subject: 

nei, ræsir er umboðið fyrir bosch, það eru einhverjir mánuðir síðan þetta gekk í gegn,
búið að senda bifvélavirkja héðan í þjálfun hjá bosch og fá tölvur og flr til að þjónusta bíla með bosch íhlutum,

um að gera að prufa ef það vantar eitthvað, biðjið bara um mig 8) er búin að nota minn bíl sem verkefni, var að kaupa kerti t.d "eilífðarkerti" á 890kall, erum líka með xenon perur frá bosch, bæði d2s og d2r, á 12 þús,

Author:  bragi1 [ Mon 27. Nov 2006 19:54 ]
Post subject: 

Þannig að ef ég vill sleppa billegra með háspennukeflinn sem vantar að skipta um hjá mér... þá ræði ég við þig?

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Nov 2006 21:21 ]
Post subject: 

nú er ég bara ekki viss, en þú getur prufað að athuga hvað það kostar orginal frá B&L og svo bjallað í mig og séð hvort það er verðmunur,

ég hef ekki kynnt mér þetta neitt sérstaklega vel, en vildi bara benda fólki á þennan valkost, þar sem ég er búin að vera versla smá rafmagnsdóterí í minn eigin bmw beint frá bosch

Author:  Lindemann [ Tue 28. Nov 2006 02:22 ]
Post subject: 

það eru allavega dæmi um það að rafmagnshlutir fáist mun ódýrari frá bosch en bílaframleiðanda(t.d. BMW), þó það sé um að ræða sama hlutinn.

Author:  íbbi_ [ Tue 28. Nov 2006 17:30 ]
Post subject: 

sumir varahlutir eru niðurgreiddir af framleiðendunum, en yfirleitt eru þeir ódýrari beint frá bosch

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/