Og svo skal ég fræða ykkur stutt um það hvað klefi gerir.
Klefi hefur þann eiginleika að geta hækkað hitann í allt að 60 gráður, jafn vel hærra. misjafnt eftir klefum.
Það eina sem það gerir, er það að lakkið þornar mun hraðar.
Og gefur flot í lakkið.
Ég helld 30 gráðum í skúrnum hjá mér, og er það meira en nóg, til þess að fá gott flot í lakkið. plús það, að ég hita glæruna á ofni áður en ég úða.
Svo geriri klefi það einnig að verkum að hann er búinn blásturs og sog búnaði, og það helldur loftinu, ryk minna, og hreinsar það eitthvað.
Þetta er það eina sem að klefi gerir.
Ef að sprautari lendir í því að ryk kemur á þann hlut sem að hann er að sprauta, þá einfaldlega slífimassar hann hlutinn,
Það sama ef hann lendir í leka.
Þannig að það er ansi erfitt að klúðra því.
Svona er þetta nú.
Hér er mynd af bíl sem að ég sprautaði svona að mestu,
ég úðaði , húddið, stuðarann,framstykkið,frambrettin og eitthvað meira.
Kannski sést þetta ekkert svo vel, en gefur ykkur kannski einhverja hugmynd um þetta.
