bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ÖLL DRIFIN SELD - Læst drif e34 og e32
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=14323
Page 1 of 4

Author:  Bjarki [ Sun 05. Mar 2006 00:01 ]
Post subject:  ÖLL DRIFIN SELD - Læst drif e34 og e32

Er með til sölu læst drif í e34 og e32.
3.45 passar í 750iA, 740iA, 540iA, 540i, 735iA, 735i, 535iA, 535i og M5
Verð 45þús

SELT
Einnig 3.91, læst í e30, lítið drif. Verð 50þús
Uppl.: hér, EP, 895 7866
það er læst "lítið drif" í blæjunni hjá Djöflinum og það virkar!
Sjá nánar: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... &start=105


Til upplýsingar birti ég hér hlutföll nokkrum bílum (e34/e32), tekið úr þýskri bók Alle BMW Automobile seit 1928. Stundum er þessi bók ekki alveg 100%

518i 4,27 -92
518i beinsk 3,65 sjálfsk 4,45
520i m20 4,45
525i m20 beinsk 3,73, sjálfsk 3,91
520i m50 beinsk 4,27, sjálfsk 4,55 -08.90
520i m50 beinsk 3,46, sjálfsk 3,64 08.90-
525i m50 beinsk 3,73, sjálfsk 4,10 -08.90
525i m50 beinsk 3,23, sjálfsk 3,23 08.90-
530i m30 beinsk 3,64, sjálfsk 3,73
535i m30 beinsk 3,45 frá 08.90 3,64, sjálfsk 3,45 frá 08.90 3,64
530i m60 beinsk 3,08, sjálfsk 3,15
540i m60 sjálfsk 2,93
M5 3,91


730i m30 3,64
735i m30 3,45 eftir sept '88 3,91
730i m60 3,15 beinsk, 3,23 sjálfsk.
740iA m60 2,93
750iA 3,15

325i '85-'87 3,64 (Sport-5 Gang 3,91)
325i '86- 3,91

Author:  Arnarf [ Sun 05. Mar 2006 06:21 ]
Post subject: 

Nú veit ég frekar lítið um læsingar svo ég spyr:

Hvernig væru þessi hlutfölll að passa í e34 540 iA ?
Og í hvernig standi er þetta?

Author:  Bjarki [ Sun 05. Mar 2006 18:04 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Nú veit ég frekar lítið um læsingar svo ég spyr:

Hvernig væru þessi hlutfölll að passa í e34 540 iA ?
Og í hvernig standi er þetta?


Það er talsvert mikill munur á þessum hlutföllum.

Getur reiknað þetta út hérna: http://www.unixnerd.demon.co.uk/revs.html

Hlutföllin í skiptingunni eru þess:
I. 3,55
II. 2,24
III. 1,54
IV. 1,00
V. 0,79

Og svo drifhlutfallið 2,93

Þessi drif eru náttúrlega ekki ný en mín reynsla er sú að drif endast mjög lengi fái þau smurningu. Þessi drif eru tekin úr sjöum þannig læsingarnar eiga að vera góðar. Lítið verið að spóla í hringi á þessum bílum nema kannski Sveinbjörn - Svezel 8)

Author:  gstuning [ Sun 05. Mar 2006 18:09 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Arnarf wrote:
Nú veit ég frekar lítið um læsingar svo ég spyr:

Hvernig væru þessi hlutfölll að passa í e34 540 iA ?
Og í hvernig standi er þetta?


Það er talsvert mikill munur á þessum hlutföllum.

Getur reiknað þetta út hérna: http://www.unixnerd.demon.co.uk/revs.html

Hlutföllin í skiptingunni eru þess:
I. 3,55
II. 2,24
III. 1,54
IV. 1,00
V. 0,79

Og svo drifhlutfallið 2,93

Þessi drif eru náttúrlega ekki ný en mín reynsla er sú að drif endast mjög lengi fái þau smurningu. Þessi drif eru tekin úr sjöum þannig læsingarnar eiga að vera góðar. Lítið verið að spóla í hringi á þessum bílum nema kannski Sveinbjörn - Svezel 8)


Ekki gleyma Sigga Shark

Author:  Arnarf [ Sun 05. Mar 2006 19:42 ]
Post subject: 

Þannig ef ég ætlaði að finna læst drif þá yrðu hlutföllin að vera í kringum 3.00 ?

Er ekki 740 og 750 með svipuð gírhlutföll og ég eða hvernig er það

Author:  Bjarki [ Sun 05. Mar 2006 20:28 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Þannig ef ég ætlaði að finna læst drif þá yrðu hlutföllin að vera í kringum 3.00 ?

Er ekki 740 og 750 með svipuð gírhlutföll og ég eða hvernig er það


Ef þú vilt halda sama vélarsnúningi og hafa óbreyttan hámarkshraða þá yrðu hlutföllin að vera þau sömu/svipuð.

Bjarki wrote:
740iA m60 2,93
750iA 3,15


M.v. uppgefin hlutföll í þínum bíl þá snýst vélin núna t.d.
2253rpm í 5. gír á 120km hraða
en myndi snúast
2653rpm með 3.45 hlutfall
skv. BMW Nerd's Gearing Calculator

Author:  Bjarki [ Mon 06. Mar 2006 22:02 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Þannig ef ég ætlaði að finna læst drif þá yrðu hlutföllin að vera í kringum 3.00 ?

Er ekki 740 og 750 með svipuð gírhlutföll og ég eða hvernig er það


Var að skoða þetta aðeins.
Svezel er með drif úr m5 í sínum 750iA bíl og það virkar vel!
Réttast er að bera saman drifhlutföll í prósentum og þá er þetta á þessa leið:
Upphaflega 750iA hlutfallið: 3,15
Núverandi hlutfall úr m5: 3,91
3,91/3,15=1,241269841

540iA e34 hlutfall: 2,93
735i drifið: 3,45
3,45/2,93=1,177474403

Semsagt Svezel er með lægra drif og munurinn er 24,1%
en ef 3,45 drif yrði sett í 540iA væri munurinn minni, ekki nema 17,7%

Drifhlutfall er hlutfallið á milli snúninga á inngangi og útgangi þ.e. vélin snýr ákv. marga hringi, reyndar í gegnum gírkassa/skiptingu sem líka hefur hlutföll, þá snúast dekkin eftir drifhlutfallinu.

Ég myndi því áætla að þetta hlutfall væri nokkuð vænlegur kostur í 540iA á Íslandi!

Ég veit ekkert ýkja mikið um þessi drifhlutföll þannig ef menn hafa e-u við að bæta eða geta leiðrétt þá endilega látið það flakka.

Author:  Svezel [ Mon 06. Mar 2006 22:41 ]
Post subject: 

þar sem bmw hugsar sína pramma sem autobahn krúsera sem eiga ekki að snúast of mikið á 160++ þá er alltaf gott svigrúm fyrir lægra drif

minn 750 á 3.15 var að snúast rétt um 1900rpm á 100km/klst á orginal drifi en er núna í c.a. 2300rpm á 3.91. það er alveg í lagi og hann eyðir ekkert meira við almennan akstur og ennþá bara rétt um 11 á langkeyrslu

e34 540 væri eflaust mjög góður með 3.45

Author:  Bjarki [ Sat 11. Mar 2006 21:18 ]
Post subject: 

Það var ekki leiðinlegt að vera með læst drif þegar snjórinn lét sjá sig í gær. Fyrir utan alla skemmtunina þá fór ég allt á slöppum sumardekkjum!
Er á 735iA þessa dagana með læstu drifi.

Arnarf þetta hlutfall 3.45 væri snilld í þínum bíl, ég þekki þennan bíl náttúrlega nokkuð vel og læst drif 8)

Svezel wrote:
e34 540 væri eflaust mjög góður með 3.45

Author:  Arnarf [ Sun 12. Mar 2006 07:02 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Það var ekki leiðinlegt að vera með læst drif þegar snjórinn lét sjá sig í gær. Fyrir utan alla skemmtunina þá fór ég allt á slöppum sumardekkjum!
Er á 735iA þessa dagana með læstu drifi.

Arnarf þetta hlutfall 3.45 væri snilld í þínum bíl, ég þekki þennan bíl náttúrlega nokkuð vel og læst drif 8)

Svezel wrote:
e34 540 væri eflaust mjög góður með 3.45


Haha satt satt,
Í gærnótt var ég næstum búinn að hringja í þig og kaupa drifið eftir að hafa keyrt í þessu.

Ég ætla fá mér læst drif, í seinasta lagi í lok sumars, í fyrsta lagi apríl/maí

Author:  sh4rk [ Sun 12. Mar 2006 19:09 ]
Post subject: 

Maður verður bara að að vera með læst drif það er í báðum 7unum hjá mér og það er ekkert smá auðvelt að spóla í hringi á þessum bílum

Author:  Hannsi [ Wed 15. Mar 2006 09:10 ]
Post subject: 

þetta 3.45 drif er bara með fáranlega stóra læsingu!! Og hlutfals tannhjólið stærra en allt!!

aldreis éð svona stórta læsingu í BMW!! :shock:

En já bara gaman að sjá munin á BMW-innum hjá Danna eftir að hann setti 4.10 drifið í hjá sér 8)

Author:  Bjarki [ Fri 17. Mar 2006 15:27 ]
Post subject: 

4.10 drifið er selt.
Komið hefur í ljós að 3.45 drifið er stærra en 4.10 drifið þannig það passar bara í 750i, 740, 735, m5, 540 og 535i þ.e. m70, m60, m30b35 og s38 ég veit ekki með 730 og 530 m60.

Author:  Bjarki [ Sat 01. Apr 2006 14:11 ]
Post subject: 

Enn til stóra drifið í e34/e32, algjört gull í 750iA sem og 540iA!!

Author:  anger [ Sun 09. Apr 2006 17:28 ]
Post subject: 

haldiði að eg myndi finna einhvern mun ef eg myndi láta þetta í 750ial ?

s.s. uppá power að gera

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/