bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36/E46 bremsudiskar og klossar (notað) - SELT
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=12460
Page 1 of 1

Author:  iar [ Fri 11. Nov 2005 19:01 ]
Post subject:  E36/E46 bremsudiskar og klossar (notað) - SELT

Það var kominn smá víbringur við hemlun hjá mér og diskarnir láu undir grun. Planið hafði líka verið að skipta út Mintex klossunum þar sem þeir eiga til að ískra meira en aðrir sem pirrar mig óendanlega mikið (en þeir ryka samt sama og ekkert! ;-) ). Nú er ég semsagt kominn með nýja diska og klossa og ef einhver vill kaupa þetta af mér þá er hérmeð opið fyrir tilboðum. Sendið mér PM eða email. Hæsta tilboði verður tekið! Verðhugmynd: 0kr og uppúr.

Athugið samt að þessu var skipt út vegna titrings við hemlun (alls ekki mjög mikill titringur en titringur samt). Þetta selst með þeim fyrirvara að kaupandi geri sér grein fyrir því! Kannski þetta dugi einhverjum til að fleyta sér sér í einhvern tíma, kannski er hægt að renna diskana þar sem þeir eru sama og ekkert slitnir. Sama með klossana, þeir eru mjög lítið slitnir.

Nánari upplýsingar:

Notaðir Brembo diskar (2 stk.) fyrir E36/E46. Partnúmer 09.5390.30. Þvermál 286mm. Orginal þykkt skv. framleiðanda 22mm. Mæld þykkt hjá mér ca. 22mm.

Notaðir Mintex klossar (2 pör) fyrir E36/E46. Partnúmer MDB1538. Mæld þykkt á slitfleti ca. 11,5mm, heildarþykkt ca. 16,5mm.

Diskarnir og klossarnir fóru undir í seinnihluta mars eða byrjun apríl.

En semsagt, ef einhver hefur áhuga sendið mér þá PM eða email.

Nokkrar myndir:

Image
Image
Image

Author:  iar [ Sat 11. Feb 2006 12:25 ]
Post subject: 

Þessu VERÐUR hent á mánudag!

Ef einhvern skildi vanta Mintex ískurklossa (ryka mjög lítið! ;-) ) eða óslitna en mögulega eitthvað smá skakka Brembo diska. :-D

Óskast sótt í Mosfellsbæinn á sunnudagskvöld.

Hæsta tilboði (0kr. lægsta boð) verður tekið!

Áhugasamir sendi PM eða email.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/