bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tölvukubbar fyrir 325i E30 / 525i E34
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=10948
Page 1 of 3

Author:  arnib [ Wed 29. Jun 2005 15:42 ]
Post subject:  Tölvukubbar fyrir 325i E30 / 525i E34

Ég er með til sölu tölvukubba fyrir M20B25 vélar sem keyra Motronic 1.3.
Þessar vélar er að finna í E30 325i, og E34 525i líklega eftir '88.

Þekkja má tölvuna sem þeir styðja á því að númerið á tölvunni (ECU) sjálfri
enda á 173.

Þessir kubbar eru "afrit" af kubbi frá Turner Motorsports, sem kallast
JimC Chip, og eru þeir kubbar sem er talað einna best um af öllum kubbum
fyrir þessa bíla!

Samkvæmt Turner Motorsports er gefin upp hestaflaaukning uppá
15 hö, og togaukning uppá 15 NM uþb, en það verður að taka það fram
að þessi hestafla/togaukning á ekki endilega stað þar sem bíllinn
býr til HÁMARKShestöflin sín, og því ekki rétt að segja að hann fari
úr 170 -> 185 hestöfl.

Kubburinn virkar á þann hátt að hann eykur spíssa-opnunartíma og þar
af leiðandi bensínmagn, og flýtir kveikju, sem allt verður til þess að meiri
kraftur er búinn til í hverjum snúning!
Frá upprunalegum framleiðanda kemur kubburinn með hækkuðum revlimiter,
frá 6450 rpm orginal upp í 6900 rpm, en ég hef sjálfur gert
útgáfu af kubbinum sem við heldur upprunalegum revlimiter.

Ég er persónulega ekki hrifinn af því að snúa vélum mikið upp fyrir það
sem framleiðandi gerir upprunalega ráð fyrir, nema að einhverju hafi verið
breytt til þess að þær geti þolað það (ventlagormar, etc..).

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa svona kubb geta haft samband við mig,
í síma 862-6862.

Verðið er 6.500 kr .

Author:  arnib [ Wed 29. Jun 2005 15:47 ]
Post subject: 

Það má kannski bæta aðeins við þetta!

Svona kubbar hafa það oft með sér í för að það verður nauðsynlegt að nota
betra bensín á bílinn.

En, gæði bensíns á íslandi eru talin mjög góð, og einnig loftslag yfirleitt frekar
kalt, og þetta virðist verða til þess að 95 oktana bensín dugar.

Auðvitað eru ekki allar vélar eins, en ég get einungis notað mína eigin vél
sem dæmi.
Ég tek sjálfur alltaf bensín á venjulegum bensínstöðvum, þ.e. ekki sjálfsafgreiðslustöðvum,
því að mér hefur verið sagt að þar séu bætiefni og slíkt í bensíninu sem eru
ekki á sjálfsafgreiðslustöðunum!

Að lokum -- bensíneyðsla hefur ekki aukist neitt hjá mér við þessa breytingu!

Author:  Djofullinn [ Wed 29. Jun 2005 15:50 ]
Post subject: 

Bíddu ertu að selja orginal Jim Conforti kubba? Eða er ég að misskilja?

Author:  arnib [ Wed 29. Jun 2005 15:57 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Bíddu ertu að selja orginal Jim Conforti kubba? Eða er ég að misskilja?


Ég er að selja tvær gerðir af kubbum.

Þeir eru báðir afrit af Jim Conforti kubbnum.
Upprunalega er Jim Conforti með hækkað revlimit
en ég er líka með kubb sem er alveg eins og JimC kubburinn
að öllu leyti - nema með orginal revlimit.

Þessir kubbar eru ekki _framleiddir_ hjá Turner Motorsports,
en eru alveg eins og JimC kubbar að öllu öðru leyti :)

Author:  Djofullinn [ Wed 29. Jun 2005 16:04 ]
Post subject: 

Ok hlaut að vera, fáranlegt verð ;)

Ps tók ekki eftir "afrit" í auglýsingunni :oops:

Author:  bjahja [ Wed 29. Jun 2005 16:46 ]
Post subject: 

Þetta verð er nú samt alveg mega, maður er að fá allt sem maður fær úr Jim Conforti kubbunum.
Ef ég væri með m20 ;)

Author:  Djofullinn [ Wed 29. Jun 2005 17:07 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Þetta verð er nú samt alveg mega, maður er að fá allt sem maður fær úr Jim Conforti kubbunum.
Ef ég væri með m20 ;)

Já menn eru mjög hrifnir af þeim erlendis :)

Author:  jens [ Wed 29. Jun 2005 20:53 ]
Post subject: 

Ert þú nokkuð að smíða kubba í M42 318is er það og hvaða kubbar eru bestir í þá.

Author:  arnib [ Thu 30. Jun 2005 02:52 ]
Post subject: 

jens wrote:
Ert þú nokkuð að smíða kubba í M42 318is er það og hvaða kubbar eru bestir í þá.


Ég er ekki með svoleiðis ennþá, en ég er að vinna í þessu, svo hver veit
hvenær það stendur til boða :)

Author:  Twincam [ Thu 30. Jun 2005 03:48 ]
Post subject: 

gæti maður fengið kubb hjá þér með 6900rpm revlimit? :?

Author:  gstuning [ Thu 30. Jun 2005 08:53 ]
Post subject: 

Twincam wrote:
gæti maður fengið kubb hjá þér með 6900rpm revlimit? :?




Já ,
Við setum svona kubb í 320i bílinn í gær,
6900rpm revlimit :)
Ég fann persónulega aukið power uppúr 4000rpm á 2.0 bolt on vélinni minni,
á eftir að taka 0-100 í dag og kannski mæla þyngdina og gera aftur.

Ég mældi 0-100 í bleytunni í gær og fékk 9,9

Author:  arnib [ Thu 30. Jun 2005 12:09 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Twincam wrote:
gæti maður fengið kubb hjá þér með 6900rpm revlimit? :?




Já ,
Við setum svona kubb í 320i bílinn í gær,
6900rpm revlimit :)
Ég fann persónulega aukið power uppúr 4000rpm á 2.0 bolt on vélinni minni,
á eftir að taka 0-100 í dag og kannski mæla þyngdina og gera aftur.

Ég mældi 0-100 í bleytunni í gær og fékk 9,9


Dæmið hjá Gunna er nú kannski ekki alveg innan skynsamlegra marka,
en hann er með eftirfarandi setup:

M20B20 Vél, Rafkerfi, Loftsíubox, Spíssa, Bensínþrýsting
M20B25 Sogrein, Throttle Body
M30B35 Air Flow Meter

Og því datt okkur í hug, hvers vegna ekki að prufa að setja tuning
kubb í bílinn hjá honum!
Bíllinn revar í 6900 og svínvirkar miðað við 2.0!



Stutt svar við spurningu Twincam: Já þú getur valið hvort þú vilt, ég er með bæði.

Author:  arnib [ Wed 02. Nov 2005 16:53 ]
Post subject: 

Ætlaði að minna á þetta,

Lækkað verð 6.500kr!

Upplýsingar í síma: 664-3123 (Árni)

Author:  gunnar [ Wed 02. Nov 2005 17:18 ]
Post subject: 

Hvað með kubb fyrir 520 m20 ? :D

Author:  arnib [ Wed 02. Nov 2005 17:27 ]
Post subject: 

Margir segja að JimC kubburinn virki vel í M20B20 vélinni, sem myndi líklega
stafa af því að B20 og B25 notast við nánast sömu stærð af spíssum, en B20 er með lægri bensínþrýsting, og því töflurnar litið mjög svipað út í tölvunum í þeim.

Ég er ekki með neinn kubb sem er hannaður sérstaklega fyrir M20B20, en ef þig langar að fara út í tilraunastarfsemi er ég alveg game! :)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/