Er með til sölu hérna
G-Tech hröðunarmæli!
Svona mælir er einungis á stærð við radarvara (og lítur svipað út!)
en getur mælt virkni bílsins þíns á marga vegu og með nokkuð mikilli nákvæmni.
Hann virkar á þann hátt að í honum er mælir sem skynjar hröðun,
og þegar maður stillir hann rétt af í framrúðunni getur hann skynjað
hröðun á langáss bílsins, þ.e. áfram- og afturábak.
Með heildun (með tíma) nær G-Tech að reikna út hraða bílsins út frá hröðun, og
vegalengd út frá hraða sem gefur okkur nokkra möguleika!
Hann getur mælt og sýnt:
- 0-60 mph tíma
- 60-0 mph hemlunarvegalengd
- 1/4 mílu tíma
- 1/4 mílu lokahraða
- Hámarkshestöfl (sé sett inn þyngd)
Og svo getur hann sýnt stöðuga G-mælingu, og jafnvel hliðar-G sé honum
snúið þannig.
Þetta er sáraeinfalt í notkun og ótrúlega skemmtilegt!
Og ekki má gleyma að taka fram að hann er
nýr og ónotaður!!!
Í pakkanum er:
- Mælir með snúru fyrir 12V
- Límmiði (

)
- Leiðbeiningar
- Sogskál með festingu
Verð: 8.000 kr
