bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gefins: 520i '82 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=12&t=1025 |
Page 1 of 2 |
Author: | Kepler [ Sat 15. Mar 2003 16:36 ] |
Post subject: | Gefins: 520i '82 |
Sælir, er að gefa hérna fínan bíl sem er með bilaða vél og smá farinn að ryðga. Var mjög flottur bíll á sínum tíma ![]() |
Author: | flamatron [ Mon 17. Mar 2003 09:33 ] |
Post subject: | |
Hvar stendur bílinn!? |
Author: | Kepler [ Mon 17. Mar 2003 10:06 ] |
Post subject: | |
Rétt hjá litlu bílasölunni uppá höfða. Á stæðinu mitt á milli hennar og iðnaðarverkstæðisins Sökkuls. |
Author: | Kepler [ Mon 17. Mar 2003 20:02 ] |
Post subject: | |
ATH. við hendum þessum bíl ef enginn vill hirða hann í parta. |
Author: | saemi [ Mon 17. Mar 2003 20:49 ] |
Post subject: | |
Hvvaaa.. er enginn búinn að ná í þetta?... maður verður þá að kíkja! Hvernig er hann á litinn? Sæmi |
Author: | Kepler [ Mon 17. Mar 2003 20:55 ] |
Post subject: | |
Kagginn er dökkgrænn... getur skoðað hann ef þú átt leið framhjá litlu bílasölunni uppá höfða. Hann er á bílaplaninu mitt á milli hennar og trésmíðaverkstæðisins Sökkuls. |
Author: | saemi [ Mon 17. Mar 2003 21:46 ] |
Post subject: | |
ég verð að renna framhjá honum.... sæmi |
Author: | arnib [ Tue 18. Mar 2003 12:01 ] |
Post subject: | |
Aldrei hefði mig grunað að það væri vesen að GEFA bíl ![]() |
Author: | saemi [ Tue 18. Mar 2003 16:34 ] |
Post subject: | |
Jæja, ég kíkti á gripinn. Það er því miður ekki mikið sem maður gæti notað úr honum fyrir mig. Húddið beyglað og brettin og framsvuntan slæm. Það er helst að maður gæti notað stuðarana... Hann er með gömlu K-jetronic innspýtingunni. P.S. veistu hvað er að vélinni?.. Sæmi |
Author: | Kepler [ Tue 18. Mar 2003 19:43 ] |
Post subject: | |
Nei, veit það ekki. Vissi að það þurfti "bara" einhvern einn hlut til að fá hann í gang ... en enginn veit hvað það er ![]() Allaveganna... við dömpum honum í höfnina eða eitthvað 24. mars þannig að þeir sem hafa einhvern áhuga hafa frest þangað til. Annars þá komum við að honum þannig um daginn að það var einhver búinn að hjálpa sér sjálfum að nokkrum varahlutum ... helvítis pakk ![]() |
Author: | saemi [ Wed 19. Mar 2003 00:24 ] |
Post subject: | |
Ehehhheehee, já.. algjört pakk ! En þannig að bíllinn gekk semzagt alveg.. vélin ekki í spaði. Hvað er langt síðan hann var gangsettur? Sæmi |
Author: | Kepler [ Wed 19. Mar 2003 01:14 ] |
Post subject: | |
Jamm, var meira að segja hálfgerður gullmoli þar til honum var lagt... þá ryðguðu húddhjarirnar fastar og einhver reyndi að loka húddinu þannig að það beyglaðist þarna fyrir miðju. Svo var einhver sem hefur verið að leika sér að því að skemma hann (krakkahelvíti). Honum var lagt fyrri hluta árs '00 og var aldrei gangsettur eftir það því það þurfti að redda þessum hlut í hann. Eigandinn flutti út og bíllinn bara gleymdist. Skilst á foreldrum eigandans að strákurinn hafi þó alltaf hugsað vel um þennan bíl. Ástæðan fyrir því að hann drabbaðist niður var að það átti að selja einhverjum gaur bílinn en gaurinn hætti síðan við eftir að strákurinn var fluttur út. |
Author: | saemi [ Wed 19. Mar 2003 08:26 ] |
Post subject: | |
Svoleiðiss. Algjör synd ![]() Sæmi |
Author: | bebecar [ Wed 19. Mar 2003 08:58 ] |
Post subject: | |
Ekki henda bílnum í sjóinn! það verður að farga þessu almennilega og óþarfi að vera með einhvern sóðaskap! ![]() |
Author: | Haffi [ Wed 19. Mar 2003 10:23 ] |
Post subject: | |
já t.d. leggja honum fallega fyrir framan ráðhúsið ![]() ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |