bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318IS E36, hliðar nýsprautaðar! 560þús! :D *sold*
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=9990
Page 1 of 3

Author:  Sindri Svan [ Fri 08. Apr 2005 15:29 ]
Post subject:  BMW 318IS E36, hliðar nýsprautaðar! 560þús! :D *sold*

SELDUR :(

Fleyri slys! Lítil frænka mín tók og rispaði bílin allan hringin með grjóti! Djöfull er maður nú heppinn!... Sem betur fer borga tryggingar þetta og hann verða báðar hliðarnar sprautaðar þ.e.a.s fremra og aftara brettið og hurðirnar.

hann fer á 560þús staðgreitt :) Bara vegna þess að ég þarf að losna við hann vegna skólans :(

-Sindri Svan

*Update*
Haldiði að það hafi ekki einhver drulluhali tekið sig til og rifið augabrúnirnar af bílnum mínum! Skil ekki hvaða þroskabældi einstaklingur/ar fá út úr svona löguðu helvíti!
Vildi bara að fólk vissi af því...

Vegna fyrirhugaðra íbúðarkaupa er til sölu BMW 318is gullmoli í toppstandi! Bíllinn var fyrst skráður 11/1994 og var fluttur til Íslands árið 1999 og var þá lítið á Reykjavíkursvæðinu og er því ryðlaus. Ég bjó reyndar fyrir sunnan í mánuð í byrjun ársins en það ætti nú ekki að segja mikið. Lakkið á bílnum er í frábæru standi og hafa allir eigendur farið mjög vel með bílin, það er reyndar grjótkast á húddinu og Hagkaupsbeygla á bílstjórahurðinni.
Hann er beinskiptur og í honum er M42 mótor sem er 1800cc og skilar 140 hestöflum MJÖG vel af sér. Vélin í bílnum var skoðuð í 173 þús. kílómetrum og kom frábærlega vel út. En bíllinn er nú ekinn 188 þús. Þegar ég lét skipta um olíu um daginn var minnst á það hversu heillegur hann væri og hvað olían kæmi hrein út úr dýrinu. Í leiðinni lét ég skipta um loftsíur og lét renna yfir bílin og allt var í flottu standi :)

Í aðra sálma, Staðgreiðsluverð á bílnum er 650 þúsund. En á honum er áhvílandi 460 þús. og afborganir eru 30 þús per mán(og lækkar á hverjum mánuði), svo ég er einnig reiðubúin að fá innborgun upp á 190þús(180 var typo) og viðkomandi tekur yfir lánið.
Einnig skoða ég skipti á mikið ódýrari. þ.e.a.s yfirtöku á láni og bíll í milli :)

Neðst má sjá Símanúmer og glænýjar myndir af elskunni :D

Annað:
Inpro Angel Eyes með chrome botni
Augabrúnir á ljósunum *Stolið!*
Chrome stefnuljós á hornunum að framan
Chrome stefnuljósakubbar á hliðum
Topplúga (með rafmagni)
Útvarp
CD
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Svartar filmur í afturgluggum
Svart pluss áklæði (sætin eru eins og ný)
Fjarstýrðar samlæsingar
Þjófavörn
Leðurstýri (smá rifið að ofan, bara útaf notkun)
Leður gírhnúður (smá rifinn, bara útaf notkun)
ABS bremsur
Líknarbelgir
Vökvastýri
Tregðulæsing á drifi
Reyklaus bíll
Sport fjöðrun (original fjöðrun í þessum bílum)
Sport Pústkerfi (original pústkerfi samt, með original flækjum)
Chrome stútur á pústinu
15” original BMW felgur, á tiltölulega nýjum sumardekkjum.

Sindri Svan
843-0085
Sindrihris@simnet.is
eða PM ;)

Image

Image

Image

Til að gera þennan þráð ekki lengri...

www.simnet.is/gharalds/BMW/BMW1.jpg
www.simnet.is/gharalds/BMW/BMW2.jpg
... BMW3.jpg, BMW4.JPG alveg að...
www.simnet.is/gharalds/BMW/BMW11.jpg

Author:  vallio [ Fri 08. Apr 2005 16:27 ]
Post subject: 

nohh... bara strax til sölu :cry:
ég get nú ekki sagt að þetta kallist að nota bílinn... hehe

en ég get líka nokkurnvegin ábyrgst að þetta er alger GULLMOLI....

og sindri minn... bara gangi þér vel með söluna, ekki að ég vilji að þú seljir en svona er þetta :D


KOMA SVO, KAUPA AF STRÁKNUM !!! :wink:

Author:  benni MS [ Sat 09. Apr 2005 16:04 ]
Post subject: 

valli u verður að eiga 2!!! frúarbíl og sport bíl :lol:

Author:  Litli_Jón [ Sat 09. Apr 2005 20:36 ]
Post subject: 

benni MS wrote:
valli u verður að eiga 2!!! frúarbíl og sport bíl :lol:


Hvor er sport og hver er þá konubíllinn??? hvorugir eru kvennlegir :lol:
En báðir sportlegir 8)

Author:  Einsii [ Sat 09. Apr 2005 21:17 ]
Post subject: 

is er sportið marr ;).. konan á heima á automatic :P

Author:  vallio [ Sat 09. Apr 2005 23:16 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
is er sportið marr ;).. konan á heima á automatic :P


hey, konan mín er þá greinilega klárari en allar þær konur sem þú þekki því hún kann alveg að keyra stick (manual) :D

en hættum að tala um mig :oops: þetta er auglýsingin hans sindra......

KAUPA, KAUPA KAUPA !!!!!!! :wink:

Author:  Sindri Svan [ Sat 09. Apr 2005 23:16 ]
Post subject: 

Valli, af því að mig einmitt LANGAR svo mikið að selja bílinn!? :P
þetta er bara snilldarbíll og nýji Alpine spilarinn sem ég á að fá hefði passað snilldarlega í hann!...

En svona er þetta... stundum verður maður að láta góðu hlutina víkja fyrir öðru :cry:

Author:  Litli_Jón [ Sun 10. Apr 2005 16:40 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
is er sportið marr ;).. konan á heima á automatic :P


Ertu þá að segja að Valli keyri um á konu bíl núna? :lol:

Author:  Einsii [ Sun 10. Apr 2005 18:14 ]
Post subject: 

amm :mrgreen:

Author:  Valdimar [ Wed 13. Apr 2005 00:58 ]
Post subject: 

hvernig dekk og hvernig felgur fylgja með bílnum?

og hvernig eru afborganirnar af láninu?

Author:  Sindri Svan [ Thu 14. Apr 2005 16:24 ]
Post subject: 

15” original BMW vetrarfelgur og 4 Milestone vetrardekk í fínu standi. Svo er svoldið slitið Comet varadekk á álfelgu. Sérð þær á myndunum.

Lánið er núna í 530 þús.

Author:  Schnitzerinn [ Thu 14. Apr 2005 16:46 ]
Post subject: 

Valdimar wrote:
hvernig dekk og hvernig felgur fylgja með bílnum?

og hvernig eru afborganirnar af láninu?


Sindri Svan wrote:
15” original BMW vetrarfelgur og 4 Milestone vetrardekk í fínu standi. Svo er svoldið slitið Comet varadekk á álfelgu. Sérð þær á myndunum.

Lánið er núna í 530 þús.


Einhver misskilningur í gangi, afborganir eru það sem þú borgar á mánuði ! :wink: :lol:

Author:  Valdimar [ Sat 16. Apr 2005 00:38 ]
Post subject: 

hehe, já var eiginlega að tékka á þeim :wink:

Author:  Spiderman [ Sat 16. Apr 2005 02:57 ]
Post subject: 

Mjög flottur bíll en það er samt ekki hægt að segja að hann hafi verið lítið í Reykjavík því hann var þar í nærri þrjú ár. Ég keypti þennan bíl fyrir frænda minn, sem bjó fyrir norðan í mars mánuði árið 2002 og síðan þá hefur hann reyndar verið fyrir norðan :!: Þetta er mjög flott eintak og þetta var lang heillegasti E36 coupe sem var til sölu á þessum tíma.

Author:  Sindri Svan [ Sat 16. Apr 2005 12:39 ]
Post subject: 

Já, vá.... thick as a brick! :)

Afborganirnar eru eins og er 30þús á mánuði, en þær fara alltaf aðeins lækkandi með hverjum mánuðinum! :)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/