bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 19:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW 520i E34 - SELDUR!
PostPosted: Wed 23. Mar 2005 20:33 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 02. May 2003 15:58
Posts: 16
Ég er að velta fyrir mér að yngja upp og er því með bimmann minn til sölu, ef viðunandi boð fæst í hann:

BMW 520i E34
Nýskráður í mars '90.
Ekinn 241þús kílómetra (c.a 16þús á ári).
6 strokka M20 vél, c.a 130 hestöfl.
Eyðsla hefur verið um 13-14 lítrar innanbæjar, tæplega 10 utanbæjar.
Bíllinn er hvítur (Alpine-weiss II).
5 gíra beinskipting.
Smurbók a.m.k síðustu c.a 140þús kílómetrana.

Mig minnir að ég sé 4. eigandi bílsins. Hann var í eigu sama eiganda fyrstu 14 árin (held að ég sé að fara með rétt mál.)


Ýmislegt hefur verið endurnýjað í bílnum:

Allt nýtt í bremsum framan og aftan og demparar/gormar nýlegt
Partur af pústi nýlegt . Nýr spindill bílstjóramegin að framan. Handbremsa "nýuppgerð".
Nýjar viftureimar.

Bíllinn er nýskoðaður og þarf ekki að fara í skoðun aftur fyrr en í Júní 2006.

Hann virkar afskaplega þéttur, ekki til skrölt eða ískur í honum. Ekkert veghljóð, aðeins heyrist urr í vélinni á snúning. Einstaklega þægilegur akstursbíll.

Það er óhætt að segja að hann sé óaðfinnanlegur að innan. Hann hefur verið reyklaus frá upphafi eftir því sem ég best veit.

Að utan er hann nokkuð góður, lakk almennt í góðu lagi. Eitthvað ryð var komið í frambretti og sílsa að framanverðu og við bensínlok en það var lagað núna síðustu helgi. Um leið setti ég reyklituð hliðarstefnuljós á hann.
Fyrir voru glær stefnuljós framan á bílnum.

Bíllinn lítur því mjög vel út að utan og er smekklegur.

Hann er á 15 tommu nagladekkjum á stáli með BMW koppum. Með honum fylgja svo original 15 tommu BMW álfelgur með nokkuð slitnum sumardekkjum, sem eiga þó eitthvað eftir.



Það sem ég veit að er að bílnum:
Snúningshraðamælir á það til að detta út í akstri, ástæðuna veit ég ekki. Hann hrekkur þó alltaf í gang aftur fljótlega.

Miðstöð virkar aðeins á fullum styrk, og á það til að detta alveg út. Mér skilst að líkleg skýring séu mótstöður í snerlinum (Gamla miðstöðin, ekki digital) og lítið mál og ódýrt sé að laga þetta.

Myndir:


Image
Image
Image
Image
Image
Image

Stærri útgáfur af myndunum:

http://haukur.hot.is/images/bmw/000_1761.jpg
http://haukur.hot.is/images/bmw/000_1762.jpg
http://haukur.hot.is/images/bmw/000_1763.jpg
http://haukur.hot.is/images/bmw/000_1764.jpg
http://haukur.hot.is/images/bmw/000_1765.jpg
http://haukur.hot.is/images/bmw/000_1766.jpg

Síðast en ekki síst:

Verðið er 320þús. staðgreitt (Ekki endilega heilagt)

SELDUR


Last edited by hagur on Fri 01. Apr 2005 15:40, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Mar 2005 01:53 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 01. Mar 2004 11:18
Posts: 29
Location: Reykjanesbæ
Sæll Haukur,

Áttu nokkuð myndir innan úr bílnum? Og kannski undir húddið... eða bara fleiri myndir? :wink: Væri vel þegið ef þú værir til í að senda mér á tölvupósti: andri@ok.is

Kv, Andri


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Mar 2005 15:46 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 02. May 2003 15:58
Posts: 16
You have mail :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 97 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group