bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
SELDUR-530i E39 árg.2002 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=9244 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjössi [ Wed 09. Feb 2005 18:17 ] |
Post subject: | SELDUR-530i E39 árg.2002 |
Til sölu BMW 530i innfluttur nýr af umboði Árgerð 04.2002 (E39) Næsta skoðun er árið 2007, var skoðaður án athugasemda í lok janúar 2005. Silfurgrár(metallic) Ekinn ca. 43 þús. km. Þjónustubók, einungis verið þjónustaður af BogL. 17" álfelgur á sumardekkjum 16" álfelgur á nagladekkjum Vél: - I6, 2979 cm3 - 170 kW (231 hö.) við 5900 sn/mín. - 300 Nm við 3500 sn/min. - 0-100 km/h: 7,1 sek. - 80-120 km/h: 7,3 sek. - Eyðsla innanbæjar er 13-14L en utanbæjar 7,5-8,5L Öryggisbúnaður: - Spólvörn - Skrikvörn - 4 loftpúðar - Þjófavörn - ABS bremsur - Xenon aðalljós - Þokuljós Þægindi: - Sjálfskipting, 5 þrepa með sportstillingu og steptronic - Hraðastillir (cruise control) - Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt - Leðuráklæði, ljósgrátt - Hiti í sætum - Armpúði með innbyggðum síma - Fjarstýrðar samlæsingar - Útvarp og geislaspilari - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Vökvastýri - Aðgerðarstýri Verð 3.600.000, öll skipti á ódýrari bifreiðum koma til greina. Mjög gott eintak, aðeins einn eigandi (móðir mín). Frekari upplýsingar eru gefnar í síma 8968828, Ástmar. http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=115520 |
Author: | Chrome [ Wed 09. Feb 2005 18:59 ] |
Post subject: | |
[img]http://www.saman.is/stefan/Bílar/Myndir_stórar/bisImayuhgeServer.aspx.jpg[/img][img]http://www.saman.is/stefan/Bílar/Myndir_stórar/hlh.jpg[/img] [img]http://www.saman.is/stefan/Bílar/Myndir_stórar/bisImageServer.aspx.jpg[/img] |
Author: | jonthor [ Wed 09. Feb 2005 19:08 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Bjarki [ Wed 09. Feb 2005 20:33 ] |
Post subject: | |
Er þetta "NATO" bíll? Það verður gaman þegar þessir bílar verða orðnir 15 ára!! |
Author: | Bjössi [ Wed 09. Feb 2005 21:00 ] |
Post subject: | |
Já, þetta er einn af NATO bílunum |
Author: | ArnarK [ Wed 09. Feb 2005 22:32 ] |
Post subject: | |
Ég spyr nú bara eins og fáfróð unglingsstelpa en hvað er NATO? |
Author: | Jónas [ Wed 09. Feb 2005 22:39 ] |
Post subject: | |
North Atlantic Treaty Organisation.. |
Author: | jonthor [ Thu 10. Feb 2005 07:57 ] |
Post subject: | |
Þetta er einn af bílunum, sem sagt, sem var keyptur fyrir NATO fundinn sem var haldinn hér 2002. |
Author: | Nökkvi [ Thu 10. Feb 2005 08:49 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Það verður gaman þegar þessir bílar verða orðnir 15 ára!!
Af hverju verður gaman þegar þessir bílar verða 15 ára? En þetta er glæsilegur bíll og auglýsingin góð. Ekki laust við að hún sé frekar kunnugleg. ![]() |
Author: | moog [ Thu 10. Feb 2005 09:18 ] |
Post subject: | |
Nökkvi wrote: Bjarki wrote: Það verður gaman þegar þessir bílar verða orðnir 15 ára!! Af hverju verður gaman þegar þessir bílar verða 15 ára? Þá hefur maður efni á að kaupa einn slíkan ![]() En annars... mjög fallegur bíll hér á ferð. |
Author: | Bjarki [ Thu 10. Feb 2005 09:47 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Það verður gaman þegar þessir bílar verða orðnir 15 ára!!
Þetta voru frekar margir bílar og þeir brengla markaðinn og það verður offramboð á þessu og þetta verða reifakaup. En engu að síður þá er þessi bíll glæsilegur í alla staði eins og þeir voru allir þessir bílari eða floti ef svo má að orði komast. |
Author: | Bjössi [ Tue 15. Feb 2005 19:14 ] |
Post subject: | |
bump |
Author: | Bjössi [ Thu 10. Mar 2005 19:49 ] |
Post subject: | |
Þessi er enn til sölu, stendur núna inni á bílasölunni Höfðabílar. |
Author: | Sleeping [ Sun 27. Mar 2005 17:09 ] |
Post subject: | |
en bíddu voru ekki nato bílarnir skotheldir ? eða var bara eithvað fibl að ljúga að mér ![]() |
Author: | Bjössi [ Sun 27. Mar 2005 18:15 ] |
Post subject: | |
ég er nokkuð viss um að einhver hafi verið að ljúga að þér |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |