bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 528i E28 Til sölu - Lækkað verð!!! SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8900
Page 1 of 3

Author:  saemi [ Thu 13. Jan 2005 21:53 ]
Post subject:  BMW 528i E28 Til sölu - Lækkað verð!!! SELDUR

SELDUR

Lækkað verð !!!! 230.000!!!! og ekki krónu neðar. Komdu og kauptu hann núna :)

Bíllinn (fyrrverandi augljóslega) hans DINAN, sem var þar áður í eigu minni og þar áður hans Einars Inga er nú orðinn minn aftur og er aftur til sölu. :lol:

P.S. ef þú náðir þessu ekki, þá er ég ekkert hissa :D

Helstu upplýsingar:

E28 528iA ´86 ekinn 198.000 Km.

Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Rafdrifin tvívirk topplúga
Vökvastýri
ABS bremsur
LSD (læst drif)
Loftpúðar
CD
BMW sound system
Aksturstölva
Bensínmiðstöð
Hitastýrð miðstöð
Leðuráklæði
Hiti í sætum
Reyklitar rúður
Fjarstýrðar samlæsingar
Fjarstart
Álfelgur
Þokuljós
ofl.


Fyrrverandi forstjórabíll með öllu mögulegu.

Nýjir gasdemparar að aftan ásamt spindilkúlu og aftasta hljóðkút.

Bíllinn hefur alla tíð fengið topp viðhald og fylgja honum ógrynni af nótum og meira að segja gömul skráningar og skoðunarskírteini.

Einnig allar bækur sem komu með honum, til dæmis kortabók með korti af íslandi (til að finna næsta verkstæði) einnig eru allir fylgihlutir orginal enn í bílnum (tjakkur e.t.c..).

Skiptingin er öll upptekin og er hægt að sjá á nótum hvenar það var gert.
Í möppuni góðu eru nótur uppá rumlega 600þús þannig að flestar stórar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og er lítið dýrt eftir að gera við hann í framtíðinni.

2.8L M30 mótorinn malar eins og kettlingur og skilar þessum 185 hestum vel frá sér. Eyðslan er eitthvað um 14 innanbæjar en fer niður í 10 utanbæjar og hefur farið neðar.

Pioneer geislaspilari.

Verð er 230.000.- stgr.

Sæmi 699-2268 / smu@islandia.is


Image

Image

Video 150Mb innlent

Gömul auglýsing hérna að neðan:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7562

og líka hérna:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 22&start=0

Author:  Jón Ragnar [ Fri 14. Jan 2005 12:14 ]
Post subject: 

LOL :D aftur

Author:  saemi [ Tue 18. Jan 2005 21:15 ]
Post subject: 

Usssss, allir búnir að fá leið á þessum eðalbíl :D

Author:  Chrome [ Tue 18. Jan 2005 21:26 ]
Post subject: 

marr á því miður bara ekki peningin sem stendur :(

Author:  Einsii [ Tue 18. Jan 2005 21:32 ]
Post subject: 

Ef ég væri ekki bara í vandræðum með þessa blessuðu peninga þá myndi ég kaupann... alltof töff bíll 8)

Author:  bebecar [ Tue 18. Jan 2005 21:34 ]
Post subject: 

Voðalega flakkar hann mikið greyið - mér þykir vænt um þennan bíl, virkilega næs eintak sem hefði nú gott af fínni felgum, hvernig er það Sæmi - áttu ekki felgur sem hæfa honum og myndu gera hann 100% flottari? Já, það má geta þess að ég tók þessar myndir (ekki að monta mig sko, og svæðinu var stolið frá Sæma :lol: , en nú er bara eins og Sæmi E28 kall hafi bara átt hann allan tímann :wink: )

Author:  saemi [ Tue 18. Jan 2005 21:34 ]
Post subject: 

Hehe, já, þetta er alveg hinn besti gripur.

Ég er búinn að vera að stússast aðeins í honum, núna er það eina sem er eftir samlæsingarnar og bensínmiðstöðin. Eitthvað smá bögg í gangi þar. Þarf svona 1-2 daga með honum í einrúmi þá verður hann tipp-topp :P

Jaaa með felgurnar. Jú ég á nú eitt og annað til :P En spurning hvað maður gerir!

Author:  Chrome [ Tue 18. Jan 2005 21:37 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Hehe, já, þetta er alveg hinn besti gripur.

Ég er búinn að vera að stússast aðeins í honum, núna er það eina sem er eftir samlæsingarnar og bensínmiðstöðin. Eitthvað smá bögg í gangi þar. Þarf svona 1-2 daga með honum í einrúmi þá verður hann tipp-topp :P

efast ekki um það ;) ég verð að leyfa þér að eiga það að ég hef aldrei séð slæmt eintak af bíl koma úr þínum höndum...alltaf verið svo til perfect =D>

Author:  Svezel [ Tue 18. Jan 2005 21:37 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Hehe, já, þetta er alveg hinn besti gripur.

Ég er búinn að vera að stússast aðeins í honum, núna er það eina sem er eftir samlæsingarnar og bensínmiðstöðin. Eitthvað smá bögg í gangi þar. Þarf svona 1-2 daga með honum í einrúmi þá verður hann tipp-topp :P

Jaaa með felgurnar. Jú ég á nú eitt og annað til :P En spurning hvað maður gerir!


ok svo það vantaði bara að gefa honum smá ást...dóni :lol:

Anyways vel svalur bíll og það hlýtur einhver að kaupa fákinn

Author:  bebecar [ Tue 18. Jan 2005 21:38 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Hehe, já, þetta er alveg hinn besti gripur.

Ég er búinn að vera að stússast aðeins í honum, núna er það eina sem er eftir samlæsingarnar og bensínmiðstöðin. Eitthvað smá bögg í gangi þar. Þarf svona 1-2 daga með honum í einrúmi þá verður hann tipp-topp :P

Jaaa með felgurnar. Jú ég á nú eitt og annað til :P En spurning hvað maður gerir!


Kannski lækkunarsett líka :naughty:

Það má vera vel kalt úti til að nota þessa bensínmiðstöð, það bráðnar allur snjór í 10 metra radíus frá bílnum nánast - svo þarf pottaleppa til að opna hurðarnar :shock:

Allavega, þessi bíll á réttum felgum yrði örugglega með flottustu ef ekki flottasti E28 á landinu (fyrst þú ert ekki komin með M5 bílinn á götuna :wink: )

Author:  Einsii [ Tue 18. Jan 2005 21:56 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Kannski lækkunarsett líka :naughty:


bíllinn er hækkaður.. þannig að bara kippa því úr :naughty:

Author:  Kristjan PGT [ Tue 18. Jan 2005 22:07 ]
Post subject: 

bara forvitni, hver eru specs yfir svona bíl?

Author:  Deviant TSi [ Tue 18. Jan 2005 23:29 ]
Post subject: 

Æ þessi er alltaf sami molinn.. hvernig er lakkið á honum? Eitthvað ryð?

Author:  saemi [ Tue 18. Jan 2005 23:47 ]
Post subject: 

Þessi bíll er mjög góður. Fyrir spec þá er lítið mál að fletta því upp á Google.

Það er mjög lítið ryð í bílnum. Það er hægt að finna smotterís yfirborðsryð hér og þar, en ekkert gegnheilt á þeim stöðum sem eru venjubundnir vandræðastaðir á E28. Innri bretti, hurðir, sílsar t.d. eru alveg heil.

Lakkið er fínt annars. Einar hefur séð vel um að bóna gripinn og það er hvergi slæm beygla í því eða ónýtt lakk.

Author:  Bimmarinn [ Wed 19. Jan 2005 00:04 ]
Post subject: 

Freistandi að kaupa hann, keyra með hann Norður og geyma inni þangað til að það kemur vor, með blóm í haga, sæta, langa sumardaga :drool: Taka hann þá út á Sunnudögum og þegar að veðrið er gott 8) 270 kall segirðu :drunk:
Spurningin um að labba út í bankann á morgun og láta verða af því sem að manni hefur alltaf langað til, einn á ferðinni og annar í skúrnum :wink:

Ekki móðgast, en hann og SAABinn gætu spjallað mikið saman um liðna tíma, þangað til að ég hef tíma í það að klára jálkinn.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/