bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 325i (SELDUR)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8886
Page 1 of 4

Author:  Arnar [ Thu 13. Jan 2005 00:42 ]
Post subject:  BMW E36 325i (SELDUR)

Image

Þetta er 92 árg af e36 325i, hann var fluttur inn 1996 og þá keyrður 65000 km samkvæmt þjónustubók. 4 eigendur á íslandi frá 96 og það átti einn maður hann mest allan tímann. Ég keypti hann svo að eldri manni sem tók hann uppí 523 bimma sem hann átti.

þessi bíll hefur engann tjónaferillslysaferill .

Árgerð 1992
Litur Alpinweiss (hvítur)
Ekinn 189 þús km
Vél m50 24v 2,5L 192 hestöfl
skipting 5gíra beinskipting

Og þá er það búnaðurinn:

-Topplúga
-Lsd (læst drif)
-Sportstýri (3ja arma)
-leðurskíðapoki
-Rafmagn í rúðum
-Rafmagn í speglum
-Fallega blá innrétting og sæti
-Þokuljós
-Minni aksturstölvan
-ABS bremsur
-6 hátalarar
-Útvarp/cd
-Vökvastýri
-Mjög góðar græjur

Hann er á 17" BBS felgum með 225/235 dekkjum (á mynd) Sem eru í góðu ástandi. Svo er hann núna á nýjum vetrardekkjum 195/60/15 og á orginal 15" felgum og fallegum e36 koppum.

Ég hef alltaf geymt bílinn inní upphituðum bílskúr (sést á mynd) Einnig þegar ég keypti hann var skipt um alla vökva og sýur nema á drifi. Það var búið að skipta um spindla þegar ég keypti hann. En ég skipti um ballasstangargúmí að framan.

Vélin

2.5L 6-strokka línuvél, 24 ventla

141,2 kw eða 192 hp @ 5900 rpm, 245 Nm @ 4200rpm, þjappan 10,5:1

0-100 km/h 7,8 sek Vmax 233km/h

Eyðslan er 9,5 lítrar á 100 km á Langkeyrslu og 11,6 innanbæjar, samkvæmt síðustu mælingu hjá mér. Sem mér finnst mjög gott fyrir svona stóra vél.

Það er mjög gaman að keyra þennan bíl, hann er bæði þéttur og þæginlegur í akstri. Svo er alveg tær snilld að hafa læst drif að aftan, bíllin fer mjög mikið í snjó, miða við eins drifa bíl. Svo er búið að eiga eitthvað við pústið orginal frá versksmiðju þannig það er djúpt og fallegt hljóð.


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image



Verðið er 720 þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala
Upplýsingar arnar@snerpa.is eða í einkapóst
Eða í síma: 8669830

Author:  Sleeping [ Thu 13. Jan 2005 09:20 ]
Post subject: 

flottur bíll væri mjög til í hann, er þetta verð allveg heilagt ?

Author:  Kristjan [ Thu 13. Jan 2005 10:40 ]
Post subject: 

Frábær auglýsing.

Author:  hjortur [ Thu 13. Jan 2005 12:01 ]
Post subject: 

Humm, maður þarf að fara að ýta á félagana svo að þessi fari ekki af svæðinu.

Author:  oskard [ Thu 13. Jan 2005 12:33 ]
Post subject:  Re: BMW E36 325i

Arnar wrote:
Árgerð 1992
2.5L 6-strokka línuvél, 24 ventla, Dohc Vanos
Image


Ég sé nú ekki betur en að þetta er Non-Vanos vél + vanos kom ekki fyrr en 93 í e36

Author:  Logi [ Thu 13. Jan 2005 13:24 ]
Post subject:  Re: BMW E36 325i

oskard wrote:
Arnar wrote:
Árgerð 1992
2.5L 6-strokka línuvél, 24 ventla, Dohc Vanos
Image


Ég sé nú ekki betur en að þetta er Non-Vanos vél + vanos kom ekki fyrr en 93 í e36

Hvernig sérðu það?

Er þessi/mín vél með vanos?
Image
Er "hnúðurinn" framan á vélinni vanosið?

Author:  oskard [ Thu 13. Jan 2005 13:26 ]
Post subject: 

Já Logi "hnúðurinn" er vanos þó svo að einhverjar vélar í e36 hafi komið með vanosið aftan á motornum en ekki framan á eins og á þínum, en e36 fékk ekki vanos fyrr en 93 :)

Author:  Leikmaður [ Thu 13. Jan 2005 13:58 ]
Post subject: 

...hvað er þetta ,,vanos" :hmm:

Author:  gstuning [ Thu 13. Jan 2005 14:17 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
...hvað er þetta ,,vanos" :hmm:


Á single vanos E36 M50/M52 þá getur vélin fært inntaks ásinn gagnvart úttaks til að búa til betri ventla tíma,
þetta er helst notað til að búa til low end í bíla með ready high end

double vanos er svo aftur á móti til að búa til enn meiri low end + mid range ,, top end sleppt

Author:  Sleeping [ Thu 13. Jan 2005 14:53 ]
Post subject:  Svar

mér langar allveg gjeðveikt í sona bíl jafnvel þennan en er ég eithvað klikkaður fyrir að finnast þetta aðeins of mikið fyrir 92 módell af bíl ?

Author:  IceDev [ Thu 13. Jan 2005 14:55 ]
Post subject: 

Whaaat?

Af hverju ertu að selja þennan bíl eftir að þú ert "nýbúinn" að fá hann?

Author:  Lindemann [ Thu 13. Jan 2005 15:48 ]
Post subject:  Re: Svar

Sleeping wrote:
mér langar allveg gjeðveikt í sona bíl jafnvel þennan en er ég eithvað klikkaður fyrir að finnast þetta aðeins of mikið fyrir 92 módell af bíl ?


veit ekki hvort verðið sé eitthvað óeðlilegt. þessir bílar virðast vera á svipuðu verði og þetta, jafnvel hærra.

Author:  Arnar [ Thu 13. Jan 2005 20:38 ]
Post subject: 

Quote:
Frábær auglýsing.

Takk Kristján :)

Quote:
Ég sé nú ekki betur en að þetta er Non-Vanos vél + vanos kom ekki fyrr en 93 í e36

Sorry Óskar var ekki að funkera þegar ég skrifaði þetta.. en auðvita er hún non-vanos :wink:

Quote:
Humm, maður þarf að fara að ýta á félagana svo að þessi fari ekki af svæðinu.

Endilega hjörtur.. vertu bara í bandi ef þeir vilja skoða

Quote:
Af hverju ertu að selja þennan bíl eftir að þú ert "nýbúinn" að fá hann?

Einfaldlega peningaleysi.. Ætlaði á sjóinn en ekki í skóla.. Og svo er ég að fara til swiss að keppa á skíðum, sem ég bjóst ekki við þegar ég keypti bílinn... :(

Author:  oskard [ Thu 13. Jan 2005 20:44 ]
Post subject: 

alltaf hart að þurfa að selja vegna peningaleysis, en þessi bíll virðist vera gullfallegur, vantar haffa ekki bmw ? ;)

Author:  Haffi [ Thu 13. Jan 2005 21:25 ]
Post subject: 

baaaahh :shock:
óskar ! :oops: :oops:

bara nice... shit ég er strax kominn með 200 hugmyndir að breytingum :)

Er skíðapoki í honum? eru sætin niðurfellanleg ?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/