bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318 is '94
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8851
Page 1 of 1

Author:  318 IS [ Tue 11. Jan 2005 16:29 ]
Post subject:  BMW 318 is '94

Til sölu BMW 318 is '94

Þetta er bíll sem var fluttur inn með búslóð 3ja mánaðar gamall og hefur hvorki lent í tjói þar né hér. Lakkið á bílnum er í góðu standi (enda verið hugsað vel um bílinn) fyrir utan smá grjótkast á húddi og lakkið er smá bólgið upp í kringum topplúga (sést ekki einu sinni á myndum), annars flott bara.
Bíllinn er að sjálfsögðu beinskiptur og í honum er M42 mótorinn sem er 1800cc og skilar 140 hestöflum og er bara þéttur og skemmtilegur kraftur í þessum bíl þrátt fyrir að eyða litlu.
Bíllinn er svartur og filmur fylgja með (ekki búið að setja þær í).
Ég hef keyrt bílinn mjög vel og hugsað mjög vel um hann og eins og ég er að keyra hann eyðir hann bara svona 10L á hundraði.
Þessi bíll er ekinn rétt um 105 þúsund mílur og er ekkert á leiðinni að fara að klikka. Það er nýbúið að skipta um bremsudiska og klossa að framan og aftan hann er á glæ nýjum vetrardekkjum á orginal 15” álfelgunum.


M3 speglar m/stefnuljósum
Topplúga (með rafmagni)
Útvarp
CD
12 diska magasín
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Sportáklæði (vel með farin)
Chrome haldföng að innan
Leðurstýri (vel með farið)
Chrome gírhnúður
ABS bremsur
Líknarbelgir
Vökvastýri
Reyklaus bíll
15” original BMW felgur (dekkin eru ný)
Og fleirra...

Er staðsettur í reykjavík

Verð: Það er sett á hann einhversstaðar í kring um 800 þúsundin, en hann fer á 700þús. Þetta topp bíll á topp verði.

Fyrir allar frekari upplýsingar má hafa samband við mig í gegnum e-mail á ivar@emax.is og svo er síminn hjá mér 866-2675, eða bara hér.

Ýtið á þetta fyrir myndir:
http://www.bilasolur.is/Car.asp?SHOW=CA ... W&GERD=318 IS&ARGERD_FRA=1993&ARGERD_TIL=1995&VERD_FRA=460&VERD_TIL=1060&EXCLUDE_BILAR_ID=181149

Author:  vallio [ Tue 11. Jan 2005 17:52 ]
Post subject: 

hehe.... kannast nú eitthvað við orðalagið í þessari auglýsingu ... hehe.... :wink:

gott að menn geti notað það sem maður hefur skapað :D

Author:  Guest [ Wed 12. Jan 2005 12:23 ]
Post subject: 

Já þetta eru voðalega svipaðir bílar svo ég nýtti mér bara auglýsinguna þína :wink:

Author:  vallio [ Wed 12. Jan 2005 16:02 ]
Post subject: 

auddað............ enda bara allt í góðu með það....

ps. flottur bíll og verður örugglega ekki lengi að fara....

Author:  bigginn [ Fri 14. Jan 2005 00:38 ]
Post subject: 

Er möguleiki á því a' þú viljir skipti? Ef svo er þá er ég með grand cherokee 93 tilbúinn í skiptum, ekinn 153 þúsund. er í góðu ástandi og er skoðaður 06?

Author:  318 IS [ Sun 23. Jan 2005 04:32 ]
Post subject: 

ttt

Author:  318 IS [ Thu 10. Feb 2005 11:12 ]
Post subject: 

ttt

Author:  LALLI twincam [ Thu 10. Feb 2005 15:35 ]
Post subject:  bmw 323

viltu ekki skipti á dyrari ??? er með bmw 323 96 sja hann i auglúsnga dálknum :)

Author:  318 IS [ Thu 17. Feb 2005 11:35 ]
Post subject: 

Bílinn er nú nýbónaður og skoðaður '06 (án athugasemda)... En ég er eigilega hættur við að selja hann þangað til í sumar nema ég fái gott staðgreiðslutilboð...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/