bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 735 (e32) 1987
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8817
Page 1 of 1

Author:  saevar [ Mon 10. Jan 2005 10:08 ]
Post subject:  BMW 735 (e32) 1987

Vegna íbúðarkaupa er bíllin minn til sölu. Bíllinn er í ágætis ástandi, ekinn aðeins 198þ. km. Ný skoðaður. Sem nýr að innan, lítið ryð að utan. Leður sæti, topplúga, mældur 220 hö í dino. Hann er sem nýr að innan og það er algjör draumur að keyra hann. Bíllinn var fluttur inn nýr fyrir forsjóra Flugleiða. Hann er á 17" rondell 58 felgum og á sumardekkjum, hálfslitnum að framan, slétt að aftan. Ein felgan skemmdist á dögunum en það er búið að rétta hana.

Nýlegt púst er undir bílnum. Búið er að taka allt bremsukerfi í gegn. Fyrir ca. ári var skipt um dempara (bilstein) og gorma að framan. Skipt var um annan demparann (sachs) að aftan fyrir 2 mánuðum síðan, dempari hinum meginn fylgir með.

Bíllinn þarfnast smá lagfæringar. Hann lekur meðfram röri á bensíntanki. Einnig lekur skiptingin með pakkdósum (sem fylgja með).

Eftirfarandi varahlutir fylgja með bílnum.
1stk Sachs dempari (að aftan)
2stk pakkdósir á skiptingu
1stk viðgerðar manual: BMW 7 Series (E32) Service Manual: 1988-1994 by Bentley Publishers.

Verðhugmynd: 400þ. kr.

Hér eru nokkrar myndir teknar sumarið 2003, ég set inn nýrri myndir í kvöld.

Image
Image
Image
Image

Author:  Eggert [ Mon 10. Jan 2005 10:18 ]
Post subject: 

Fallegur bíll. Gangi þér vel að selja.

Author:  íbbi_ [ Mon 10. Jan 2005 12:16 ]
Post subject: 

getur ekki passað að þetta sé gamli flugleiðabíllin? held það allavegana og það er þetta líka góða eintak, skemmtilegir bílar fyrir þá sem vilja alvöru fleka

Author:  Bjarki [ Mon 10. Jan 2005 12:19 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
getur ekki passað að þetta sé gamli flugleiðabíllin?


passar

Author:  saevar [ Mon 10. Jan 2005 14:36 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
íbbi_ wrote:
getur ekki passað að þetta sé gamli flugleiðabíllin?


passar

Akkúrat, þessi bíll var fluttur inn nýr og keyptur fyrir forstjóra flugleiða á þeim tíma.

Author:  Schnitzerinn [ Mon 10. Jan 2005 15:15 ]
Post subject: 

Þetta er fyrsti bíllinn sem ég prófaði þegar ég var að leita mér að bíl rétt eftir að ég fékk bílpróf :P Gaur í Hólahverfinu í Efra-Breiðholti sem átti hann þá.

Author:  XenzeR [ Mon 10. Jan 2005 16:57 ]
Post subject: 

ég væri nú alveg til í að kaupa felgunar, en ég efast um að þær séu bara til sölu ?

Author:  saevar [ Tue 11. Jan 2005 08:42 ]
Post subject: 

XenzeR wrote:
ég væri nú alveg til í að kaupa felgunar, en ég efast um að þær séu bara til sölu ?

Neibb því miður

Author:  saemi [ Tue 11. Jan 2005 10:01 ]
Post subject: 

Ég er með alveg eins felgur til sölu, en þessar ganga ekki undir E36!

Author:  Gestur [ Tue 11. Jan 2005 10:40 ]
Post subject:  vil skoðann allaveganna

sæll.
ég hef áhuga á því að fá að skoða bílinn. er í kef. sendu mér endilega mail og láttu mig vita.

oskarp@internet.is

Author:  saevar [ Sat 15. Jan 2005 19:49 ]
Post subject: 

Bara að benda á það að bíllinn er enn óseldur. Endilega komið og skoðið ef þið hafið áhuga, ekki missa af þessum gullmola.

Author:  Headexinn [ Mon 07. Feb 2005 01:41 ]
Post subject: 

lækka verð :wink:

Author:  íbbi_ [ Tue 08. Feb 2005 01:04 ]
Post subject: 

ég hvet bílaáhugamenn til að kaupa sér sona bíl ef þeir hafa gaman af alvöru flekum, ég er gríðalega ánægður með minn það kostar dáldið dropin á þetta en það er alveg brill að renna um bæin á þessu yfirdrifið rými og þægindi mikil hljóðeinangrun og fín orka ,

mér finnst 400k ekki mikið fyrir spona heilt eintak, þetta er heilmikill bíll fyrir ekki meiri pening

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/