bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E34 535i Beinskiptur. Farinn...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8793
Page 1 of 6

Author:  Einsii [ Fri 07. Jan 2005 18:16 ]
Post subject:  BMW E34 535i Beinskiptur. Farinn...

Ok ég er í skóla og verð að sætta mig við að mig vantar pening. Þessvegna er bíllinn minn til sölu.
Þetta er ´88 módelið af E34 535i beinskiptum, eintak í rosalega góðu standi og ekinn rétt yfir 130þús km.

Hann kom til landsins fyrir um 4 mánuðum síðan og er fluttur inn af sæma sem flestir á bmwkraft kannast við.
Fyrri eigendur eru ekki margir, og undan mér og sæma er það gamall kall sem notaði hann til að komast í og úr vinnu í austur þýskalandi,
þar á undan var það krimmi sem sat voða mikið inni og gat þessvegna ekki keirt bílinn neitt :D

Þegar hann kom til landsins var nýr vatnskassi í honum, bíllinn er samt tjónlaus ef einhver var að velta því fyrir sér
(vatnskassinn hefur trúlega farið útaf ventli sem átti það til að virka ekki í fyrstu modelunum af þessum bíl.. búið að gera við það allavega) og í honum eru líka nýir demparar að framan.

Helsti búnaður er
Leður sæti
Rafmagn í sætum
Minni í sætum
Hiti í sætum
ABS bremsur
ASC Spólvörn
LSD (Læst drif)
10 diska cd magasín
Gott sony útvarp með kassettu og stórum magnara
Stóra aksturstölvan
Check control
Cruise control
Hreinsi búnaður á aðal og þokuljós
Þokuljós í svuntu
17”felgur á góðum sumardekkjum
15”felgur á svo til nýjum vetrardekkjum
Höfuðpúðar að aftan
Sólgardína í afturglugga
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir speiglar
Samlæsingar
Leður sportstýri
Upphitaðir speiglar
Afþíðing á læsingum
Upphitaðir rúðupissstútar
Svo getur auðvita vel verið að ég sé að gleima einhverju sniðugu ;)


Bíllinn fer af númerum og í geimslu trúlega í þessum mánuði þannig að gott væri ef áhugasamir hefðu samband í fyrra lagi
uppá að geta prufað bílinn því ekki vil ég selja bíl sem kaupandi getur ekki mátað sig almenilega í áður.

Hann er alger draumur í akstri og þrusu virkar. 211 Hestöfl og 305 Newton koma þessum 1500 kg bíl rosalega úr sporinu,
svínliggur í beygjum og sportstólarnir halda vel við mann. Vél, drif og gírkassi í topplagi og vottar ekki fyrir oliusmiti eða neinu þessháttar neinstaðar.

Ég set svo með nokkrar myndir sem bæði eru að utan og svo síðan ég eignaðist hann.. kem svo með fleiri myndir ef men vilja.

Verðið er 800.000 með öllum felgum og dekkjum.
Verður að fara:( ... 700.000 með öllu.
Ég skoða skipti á ódýrari bílum og þá allra helst BMW
En auðvita er ég opinn fyrir öllum gáfulegum tilboðum og endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar

Einar Ingi
8204803
einar@toppfilm.is

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Hérna eru svo myndir af 15" felgunum

klikkið á þumalneglurnar til að fá stærri myndir.

Image Image
Image

Author:  Kristjan [ Fri 07. Jan 2005 19:22 ]
Post subject: 

Súper auglýsing, súper bíll.. annar skemmtilegasti bíll sem ég hef ekið á eftir bílnum hans Svezel.

Author:  vallio [ Fri 07. Jan 2005 19:23 ]
Post subject: 

þetta er náttúrulega ekkert nema TOPPbíll og virkilega fallegur í þokkabót.
ef mönnum langar í virkilega þægilegan og skemmtilegan en jafnframt sportlegan E34 þá er þessi ALVEG málið....

good luck my friend 8)

ps. finnst samt að þú ættir ekki að selja (en ég ræð náttlega ekki...hehe)

Author:  Jón Ragnar [ Fri 07. Jan 2005 19:49 ]
Post subject: 

ótrúlega fallegur bíll 8)

minnir mig á gamla 535i

Author:  Leikmaður [ Fri 07. Jan 2005 22:24 ]
Post subject: 

..vildi Sæmi ekki fá fyrir hann 700 stgr. fyrir hálfu ári og 8 þús km síðan?

Author:  Kristjan PGT [ Fri 07. Jan 2005 22:42 ]
Post subject: 

Jú, en það hafa bæst við rándýr vetrar dekk og líka eitthverjar felgur :D

Author:  Einsii [ Fri 07. Jan 2005 22:43 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
..vildi Sæmi ekki fá fyrir hann 700 stgr. fyrir hálfu ári og 8 þús km síðan?


jú og fyrir 4 nýjum dekkjumog felgum síðan

Author:  grettir [ Fri 07. Jan 2005 22:49 ]
Post subject: 

And I even like the color :drool:

Author:  gunnar [ Fri 07. Jan 2005 22:55 ]
Post subject: 

Shit hvað ég væri til í þennan bíl og eitthvern E30 bíl í combo saman. Ekki nota hann sem daily driver, svona smá spari 8)

Author:  Einsii [ Sat 08. Jan 2005 19:06 ]
Post subject: 

grettir wrote:
And I even like the color :drool:


gunnar wrote:
Shit hvað ég væri til í þennan bíl og eitthvern E30 bíl í combo saman. Ekki nota hann sem daily driver, svona smá spari Cool


já ekkert mál hafið bara samband og látum verða að þessu ;)

En já bíllinn hefur alla tíð síðan hann kom til landsins verið norður á Akureyri og hefur þessvegna ekki verið að sulla í saltinu í rvk :)

Author:  Farinn [ Sun 09. Jan 2005 13:41 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta ALLAN tímann á Akureyri doldið fyndið þar sem hann kom til landsins fyrir 4 mánuðum :lol: En þetta er ROSALEGA fallegur bíll og alveg til í hann en maður verður að láta draumana til hliðar í smá tíma 8)

Author:  Valdimar [ Sun 09. Jan 2005 23:17 ]
Post subject: 

Fylgir þjónustubók???

Author:  Einsii [ Mon 10. Jan 2005 08:17 ]
Post subject: 

Valdimar wrote:
Fylgir þjónustubók???



Author:  benni MS [ Tue 11. Jan 2005 11:23 ]
Post subject: 

það má líka geta þess að lakkið á bílnum er nýlega komið úr mössun og er þessvegna í enn betra ástandi en á myndunum! MJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖG gott lakk miðað við 17 ára gamlan bíl :)

Author:  gestur [ Tue 11. Jan 2005 11:55 ]
Post subject:  Staðsetning

Hvar á Akureyri er bílinn staðsettur, ef svo vildi til að maður vildi kíkja á gripinn?

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/