bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 318is (gullmoli og dekurdúkka) ----> SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8671 |
Page 1 of 1 |
Author: | vallio [ Sun 26. Dec 2004 17:18 ] |
Post subject: | BMW 318is (gullmoli og dekurdúkka) ----> SELDUR |
ATH ---> þessi bíll er SELDUR...... Til sölu BMW 318is Fyrst skráður 11/1994. Bíllinn er fluttur til Íslands árið 1999 og var eitthvað lítið á Reykjarvíkursvæðinu, bíllinn er því alveg algerlega ryðlaus. Lakkið á bílnum er í frábæru standi (enda verið hugsað alveg gríðarlega vel um bílinn) fyrir utan smá grjótkast á húddi og eina litla Hagkaupsbeyglu á bílstjórahurðinni, annars frábært. Bíllinn er að sjálfsögðu beinskiptur og í honum er M42 mótorinn sem er 1800cc og skilar 140 hestöflum og er þetta svona líka bara þéttur og skemmtilegur kraftur í þessum bíl. Bíllinn er svartur eins og kannski sést á myndunum hér að neðan . Ég hef ekki verið að stunda það mikið að spyrna þessum bíl eitthvað og man ég bókstaflega ekki eftir því að hafa sett hann upp í redline-ið. Þessi bíll er ekinn 173 þúsund kílómetra og ég er nýbúinn að láta fara aðeins yfir mótorinn í bílnum og kom hann alveg hreint glæsilega út. Þá nokkuð um búnaðinn í bílnum: Ný inpro Angel Eyes með chrome botni Augabrúnir á ljósunum Ný Chrome stefnuljós á hornunum að framan Nýir Chrome stefnuljósakubbar á hliðum Topplúga (með rafmagni) Útvarp CD Rafmagn í rúðum Rafmagn í speglum Svartar filmur í afturgluggum Svart pluss áklæði (sætin eru eins og ný) Fjarstýrðar samlæsingar Þjófavörn Leðurstýri (smá rifið að ofan, bara útaf notkun) Leður gírhnúður (smá rifinn, bara útaf notkun) ABS bremsur Líknarbelgir Vökvastýri Tregðulæsing á drifi Reyklaus bíll Sport fjöðrun (original fjöðrun í þessum bílum) Sport Pústkerfi (original pústkerfi samt, með original flækjum) Chrome stútur á pústinu 15” original BMW vetrarfelgur (dekkin eru í fínu standi og alveg fullt eftir) 16” PCW sumarfelgur (dekkin eru í mjög góðu standi og nóg eftir) já, bæði bíllinn og ég erum búsettir á Akureyri. Nokkrar myndir. (með felgunum sem fara með honum) Flottur í myrkri ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Fleiri myndir er svo að finna á síðunni minni um bílinn. www.cardomain.com/id/vallio Verð: veit ekki alveg, skulum hafa það einhversstaðar í kring um 850 þúsundin kannski. Svo má bara gera manni tilboð, ég vil samt helst engin skipti en það má "kannski" skoða það. ps. mér liggur ekkert á að selja bílinn svo ekki vera að gera mér einhver asnaleg tilboð. en athugið að ég er ekki með það í huga að selja með honum 17” felgurnar sem eru á sumum myndunum. Svörtu nýrun geta alveg farið með (held ég)....hehe ATH: Bíllinn fæst á 700 þúsund staðgreitt... frekari upplýsingar á tölvupóstinum vallio@internet.is Fyrir allar frekari upplýsingar má hafa samband við mig í gegnum einkapóstinn hér á kraftinun, e-mail á vallio@internet.is og svo er síminn hjá mér 694-6757 Einnig getið þið skrifað inn skilaboð bara hér að neðan ég les þetta það oft (daglega). ![]() |
Author: | Helgii [ Sun 26. Dec 2004 17:25 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll er BARA í lagi! Allveg Rock Solid! ![]() Valli! Ekki selja hann nema það sé.. já.. hehe það góða á leiðinni ![]() |
Author: | Einsii [ Sun 26. Dec 2004 18:53 ] |
Post subject: | |
Já þetta er sko BMW fyrir byrjendur og lengra komna...Snilldar samsetning af hræódýrum rekstri og stórskemmtilegum akstri.. Bíllinn er allur eins og nýr og kemur olían næstum hreinni útúr mótornum heldur en hún fór í.. það virkar allt einsog það á að gera. lakkið er ógeðslega gott!! og það sér ekki á neinu nema stýri og gírhnúð inní bílnum. ég er sjalfur mikið buinn að velta því fyrir mér að kaupa hann aftur ![]() ![]() Sem dæmi um meðferð þá sögðu þeir á BMW verkstæðinu hér á ak að ég hefði farið ósköð pempíulega með hann þegar ég átti hann ![]() ![]() en allavega komdu honum í góðar hendur Valli og svo þíðir ekkert að gugna á... ![]() |
Author: | Spiderman [ Sun 26. Dec 2004 22:33 ] |
Post subject: | |
Get vottað það að þetta er mjög gott eintak. Ég fékk það hlutverk að finna E36 fyrir frænda minn fyrir 2 og hálfu ári síðan og þetta var sá besti sem var til sölu á þeim tíma. Ég keypti bílinn af náunganum sem lét flytja hann inn og hann var ekki sáttur því þessi bíll var mjög dýr á sínum tíma frá Þýskalandi og tapaði hann mikið á honum ![]() |
Author: | benni MS [ Mon 27. Dec 2004 14:21 ] |
Post subject: | |
Get staðfest það hér og nú að þetta er fjandi gott eintak ef ekki bara það besta af þessari týpu! lakkið er alltof gott miðað við aldur á bílnum ![]() Þetta er fystur kemur fystur fær bíll!! |
Author: | vallio [ Tue 28. Dec 2004 22:33 ] |
Post subject: | |
ég vil bara þakka fyrir alveg frábær viðbrögð... var ekki liðin nema svona 2 mín eftir að ég setti inn auglýsinguna þegar að síminn minn hringdi og fyrsta tilboðið kom inn, og eftir það hefur mér borist fjöldinn allur af tilboðum......... TAKK, TAKK ![]() en af gefnu tilefni þá vil ég bara benda á að mig langar ekkert að fá sjónvarp, video, DVD, heimabíó, sófasett, sófaborð og bara 50 þús í peningum ![]() þegar ég tala um skipti þá var ég einfaldlega að tala um skipti á öðrum bílum sko........ það sem fólki dettur í hug ![]() en allavega.... TAKK og endilega haldiði áfram að hafa samband ![]() |
Author: | Magnific0 [ Tue 28. Dec 2004 23:05 ] |
Post subject: | |
Átti Njalli (Njáll) þennan bíl? |
Author: | Guest [ Wed 29. Dec 2004 01:23 ] |
Post subject: | |
Magnific0 wrote: Átti Njalli (Njáll) þennan bíl?
Neibb engin Njáll hefur átt þennan bíl. |
Author: | Spiderman [ Wed 29. Dec 2004 01:24 ] |
Post subject: | |
ÞETTA var ég. Gaurinn sem lét flytja þennan bíl inn hét Lárus og síðan hafa þrír átt þennan bíl á Akureyri ![]() |
Author: | vallio [ Wed 29. Dec 2004 12:37 ] |
Post subject: | |
Magnific0 wrote: Átti Njalli (Njáll) þennan bíl?
Lárus lét flytja inn bílinn og næstu eigendur voru Guðni, Einar, Valli (ég) ![]() sem sagt, enginn Njáll ![]() |
Author: | vallio [ Thu 30. Dec 2004 08:01 ] |
Post subject: | |
ATH. henti hugmynd af staðgreiðsluverði inní auglýsinguna sem er 700 þús stgr. |
Author: | Kristjan [ Thu 30. Dec 2004 09:50 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll og bara gott verð. Nice one brovah |
Author: | vallio [ Sun 09. Jan 2005 03:00 ] |
Post subject: | |
SELDUR já, bíllinn er semsagt seldur.... þó að ég fái að keyra hann fram að mánaðarmótum ............. JEAH !!! ![]() ég vil bara þakka þann gríðalega áhuga sem var á bílnum, e-mailin hafa ekki hætt að koma og hef ég verið að fá svona 1 - 2 ný á dag............. bara ALLT gott um það að segja ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |