bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bmw 525i 09.92 - ef ekki sá fallegasti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=8540
Page 1 of 2

Author:  Guest [ Sun 12. Dec 2004 14:15 ]
Post subject:  Bmw 525i 09.92 - ef ekki sá fallegasti

Til sölu BMW 525i
Kom af færibandinu 14.09.1992
Sterlingsilber Metallic að utan (silfursans) og svart leður að innan. Beinskiptur, ekinn 194þkm, skoðaður án athugasemda ’05. Ástand er vægast sagt mjög gott! Góð þjónustubók er í bílnum. Bíllinn er innfluttur frá Þýskalandi í vor. Fyrri eigendur eru fjórir. Fyrst BMW en þeir áttu bíllinn í tæpt ár útskýrir væntanlega hversu mikill og skemmtilegur aukabúnaður er í bílnum. Svo maður fæddur ’59 í tæp 4 ár næst maður fæddur ’46 í rétt rúmt ár og svo að lokum maður fæddur ’39 síðan ’98 þ.e. 5 ár. Þessi eigendaferill útskýrir gott ástand ásamt góðu viðhaldi.
Beinskiptur M50 mótor 192 hestöfl, eyðir ekki of miklu en er mjög sprækur. Innanbæjar er hann að eyða eitthvað í kringum 13-14 allt eftir aksturslagi en fer undir 10 í íslenskum utanbæjarakstri. Undir bílnum eru tveggja hluta 17”BBS felgur framleiddar fyrir BMW (style 5), það flottasta undir þennan bíl að mínu mati, dekkin eru mjög nýleg. Með bílnum fylgja svo fjórar 15” felgur líka framleiddar af BBS fyrir BMW fínar felgur á þeim eru Goodyear nelgd vetrardekk.

Svona var bíllinn afgreiddur frá BMW:
Læst drif 25%
Rafmagn í stýri
Upphitaðir vatnsspíssar fyrir framrúðu
Shadow Line þ.e. ekkert króm nema í nýrunum
Rafstýrð topplúga
Rafmagn í rúðum allan hringinn
Sóltjald í afturrúðu
Rafmagn í sætum frammí
Niðurfellanleg aftursæti (algjör snilld!)
Sportsæti fyrir ökumann og farþega með armpúðum (svart leður)
Hiti í sætum fyrir ökumann og farþega
Höfðupúðar að aftan
Hreinsikerfi á framljós og kastara þ.e. sprautuspíssar
Hæðarstilling á aðalljós
Kastarar
Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu þ.e. Klimatronic
BoardComputer með takka í stefnuljósarofa þ.e. stór aksturstölva
Inniljósapakki þ.e. kortaljós 2 framí og 2 afturí
12v tengi í hanskahólfi
BMW SoundSystem 10 hátalarar og magnari í skottinu
M-Sportfjöðrun
Cruise Control – Hraðastillir
Fjarlægjanlegur dráttarkrókur orginal frá BMW, tær snilld
Fjarstýrðar samlæsingar frá BMW með innbyggðri ræsitengdri þjófavörn


http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

Author:  IceDev [ Sun 12. Dec 2004 14:21 ]
Post subject: 

:shock:

Slef!

Author:  redman [ Sun 12. Dec 2004 14:22 ]
Post subject: 

Sorry gleymdi að setja inn nafn: Brynjar og Síma 6951099 eða 5573093. Verð 710 þ stgr.

Author:  redman [ Sun 12. Dec 2004 14:23 ]
Post subject:  Re: Bmw 525i 09.92 - ef ekki sá fallegasti

Anonymous wrote:
Til sölu BMW 525i
Kom af færibandinu 14.09.1992
Sterlingsilber Metallic að utan (silfursans) og svart leður að innan. Beinskiptur, ekinn 194þkm, skoðaður án athugasemda ’05. Ástand er vægast sagt mjög gott! Góð þjónustubók er í bílnum. Bíllinn er innfluttur frá Þýskalandi í vor. Fyrri eigendur eru fjórir. Fyrst BMW en þeir áttu bíllinn í tæpt ár útskýrir væntanlega hversu mikill og skemmtilegur aukabúnaður er í bílnum. Svo maður fæddur ’59 í tæp 4 ár næst maður fæddur ’46 í rétt rúmt ár og svo að lokum maður fæddur ’39 síðan ’98 þ.e. 5 ár. Þessi eigendaferill útskýrir gott ástand ásamt góðu viðhaldi.
Beinskiptur M50 mótor 192 hestöfl, eyðir ekki of miklu en er mjög sprækur. Innanbæjar er hann að eyða eitthvað í kringum 13-14 allt eftir aksturslagi en fer undir 10 í íslenskum utanbæjarakstri. Undir bílnum eru tveggja hluta 17”BBS felgur framleiddar fyrir BMW (style 5), það flottasta undir þennan bíl að mínu mati, dekkin eru mjög nýleg. Með bílnum fylgja svo fjórar 15” felgur líka framleiddar af BBS fyrir BMW fínar felgur á þeim eru Goodyear nelgd vetrardekk.

Svona var bíllinn afgreiddur frá BMW:
Læst drif 25%
Rafmagn í stýri
Upphitaðir vatnsspíssar fyrir framrúðu
Shadow Line þ.e. ekkert króm nema í nýrunum
Rafstýrð topplúga
Rafmagn í rúðum allan hringinn
Sóltjald í afturrúðu
Rafmagn í sætum frammí
Niðurfellanleg aftursæti (algjör snilld!)
Sportsæti fyrir ökumann og farþega með armpúðum (svart leður)
Hiti í sætum fyrir ökumann og farþega
Höfðupúðar að aftan
Hreinsikerfi á framljós og kastara þ.e. sprautuspíssar
Hæðarstilling á aðalljós
Kastarar
Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu þ.e. Klimatronic
BoardComputer með takka í stefnuljósarofa þ.e. stór aksturstölva
Inniljósapakki þ.e. kortaljós 2 framí og 2 afturí
12v tengi í hanskahólfi
BMW SoundSystem 10 hátalarar og magnari í skottinu
M-Sportfjöðrun
Cruise Control – Hraðastillir
Fjarlægjanlegur dráttarkrókur orginal frá BMW, tær snilld
Fjarstýrðar samlæsingar frá BMW með innbyggðri ræsitengdri þjófavörn

Brynjar og sími 6951099

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

http://www.we-todd-did-racing.com/wetod ... NDE%3D.jpg

Author:  Kull [ Sun 12. Dec 2004 14:23 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll.

Author:  Guest [ Sun 12. Dec 2004 14:49 ]
Post subject: 

Töff, góð auglýsing. Hvar get ég séð hann ?

Author:  Jónas [ Sun 12. Dec 2004 15:20 ]
Post subject: 

redman wrote:
Sorry gleymdi að setja inn nafn: Brynjar og Síma 6951099 eða 5573093. Verð 710 þ stgr.

Author:  Bjarki [ Sun 12. Dec 2004 15:22 ]
Post subject: 

Þetta er frábær bíll, ég flutti hann inn í sumar. Hann hefur bara batnað hjá núverandi eiganda. 8)

Author:  moog [ Sun 12. Dec 2004 17:00 ]
Post subject: 

Ég get vottað fyrir að þetta er frábært eintak og innréttingin er súper. Mjög gott að keyra hann og núverandi eigandi hefur hugsað mjög vel um gripinn.

Author:  BMWmania [ Sun 12. Dec 2004 17:14 ]
Post subject: 

Er tímakeðja eða reim í þessari vél? Er búið að skipta?

Author:  oskard [ Sun 12. Dec 2004 17:27 ]
Post subject: 

BMWmania wrote:
Er tímakeðja eða reim í þessari vél? Er búið að skipta?


keðja

Author:  Guest [ Sun 12. Dec 2004 20:28 ]
Post subject: 

Mér er sagt að það sé sjálfstrekkjari á keðjunni og að það þurfi ekkert að pæla í því fyrr en seint og síðar

Author:  redman [ Sun 12. Dec 2004 20:31 ]
Post subject: 

Keðja og strekkjari

Author:  O.Johnson [ Sun 12. Dec 2004 21:48 ]
Post subject: 

Ef það hefur aldrei verið skipt um tímakeðju á þessum 200þ.km þá myndi ég fara að hugsa um það.
Ábyggilega kominn tími eða stutt í hann.

Author:  Guest [ Sun 12. Dec 2004 22:31 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bara sá fallegasti E34 520i á landinu.

Image

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/