bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 730I v8 beinskiptur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=809
Page 1 of 2

Author:  scorp [ Wed 12. Feb 2003 22:07 ]
Post subject:  BMW 730I v8 beinskiptur

BMW 730I v8
Beinskiptur
Leður
Rafmagn í öllu
Topplúga
Filmur til að hindra útfjólubláa geisla
Ný sumardekk á álfelgum og
góð vetrardekk á stálfelgum
fram og aftur skynjarar

Þessi bíll er nýkominn á klakann, er búinn að vera í eigu íslendings úti í þýskalandi undanfarin 2 ár, einn eigandi þar á undan.
Hann er í TOPPSTANDI og það er búið að þjónusta hann 100% alla tíð á viðkenndu verkstæði úti og búið er að skipta um helling í bílnum s.s. gorma, fóðringar, vatnsdælu, bensíndælu og helling meira. Hann er nýkominn úr allsherjar tjekki og allt kram er 100%
Nýsmurður. Til eru reikningar uppá 450 þ. það sem er búið að fera fyrir hann sl. 2 ár.
Hann fer núna eftir helgi í Riðvörn og í mössun

Sennilega besta 730v8 eintakið á landinu...

Er ekki rétt hjá mér að þetta sé eini 730 v8 beinskipti bíllinn á landinu???

Set á hann 990þ.(alveg hægt að prútta) og athuga ÖLL skipti s.s. vélsleða og/eða aðra bíla

Hef ekki skoðað þetta mikið en sá einn "91 modelið á 1350þ. á bílasölu

Author:  Bjarki [ Wed 12. Feb 2003 23:15 ]
Post subject: 

Sá í Morgunblaðinu í dag 730iA '91 ekinn 187þ km (TE-289) reyndar straight six en það er bara minna viðhald og einfaldari vél. Hann er á tilboði 690þús sem mér finnst vera allt allt of hátt verð fyrir þennan bíl. Held að það sé enginn aukabúnaður í honum a.m.k. ekki leður ekki loftpúðar og ekki tölva. Þessi bíll er búinn að standa á Bílasölu Reykjavíkur síðan seinasta sumar og þá var sett á hann 1150þús sem er bara út úr korti enda bíllinn ekki ennþá seldur. Menn verða að pæla aðeins í því hvað þeir borga fyrir 12 ára gamla bíla sem dýrt er að viðhalda og gera við. Þessir bílar eru gróflega ofmetnir í verði hérna heima. Ég auglýsti eftir svona bíl þegar ég keypti minn og það voru margir bjartsýnir menn sem hringdu í mig meira að segja bílasalar.
Veit ekki hvort að beinskipting hækki 700 bíla í verði en þeir eru ekki margir til beinskiptir.

Author:  Djofullinn [ Wed 12. Feb 2003 23:36 ]
Post subject: 

Hvaða árgerð er þetta?

Author:  GHR [ Wed 12. Feb 2003 23:41 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Hvaða árgerð er þetta?



Þetta mun vera '93 - hann auglýsti líka á Huga.is
Örugglega góður bíll :roll:

Author:  íbbi [ Sat 22. Feb 2003 14:28 ]
Post subject: 

gott dæmi um verðvitleysuna er að í haust ætlaði ég að kaupa 730ia nýsprautaðan á alveg rosalegum felgum hlaðinn aukabúnaði (felgurnar voru alveg eins og eru á drapplitaða 540i bílnum) það var eitthvað hitavandamál og ég gat fengið hann á 200 og þegar ég fór aðs pyrjast fyrir sá ég að ég fengi í allra mestalagi 150kallinum meira fyrir hann í tppstandi.. stuttu seinna hringir maður í mig og býður mér bílin á einhverju úber verði og ekki nóg með það heldur reyndi hann að ljúga af mér að (niðurskrúfaði) mælirinn væri sannur og flr..

ég talaði við þá á nokkrum bílasölum og þeir sögðust ekki hafra séð sona bíl fara á yfir 350kallin í langan tíma ef þeir þá fara yfir höfuð..

það eyðileggur svakalega mikið fyrir bmw hérna á íslandio hjvernig þessir bílar hafa orðið táktn bílabrasks og óheiðarlegra bílaviðskipta þvío að þetta eru jú schnilldar bílar!

Author:  Bjarki [ Sat 22. Feb 2003 19:40 ]
Post subject: 

Veistu hvort þessi bíll er seldur og hvað hann fór á??

Author:  Siggip [ Sun 05. Oct 2003 14:38 ]
Post subject: 

ertu búinn að selja bílinn??
:?:

Author:  Jón Ragnar [ Sun 05. Oct 2003 16:13 ]
Post subject: 

eru engar myndir eða neitt ? :)

Author:  Gunni [ Sun 05. Oct 2003 16:15 ]
Post subject: 

Þetta er örugglega bíllinn sem Schulii_730i á núna :)

Author:  Jón Ragnar [ Sun 05. Oct 2003 18:08 ]
Post subject: 

ahh ok, s.s gömul auglýsing, var orðinn spenntur (:

Author:  Schulii [ Mon 06. Oct 2003 00:25 ]
Post subject: 

ja hérna :shock: ..ég veit ekki hvort þetta sé minn en það eiginlega getur bara ekki verið..

ég skil þetta ekki.. ég verð að tala við Dinan sem átti minn á undan mér.
Þetta meikar samt allt sens.. hann var í eigu íslendings þarna úti og það fylgdu allir þessir reikningar með honum og þetta með dekkin og felgurnar.. minns bara ekki skilja því að Dinan flutti þennan bíl inn sjálfur og það var frændi hans sem átti hann úti en þetta er einhver allt annar sem er að auglýsa hann þarna í febrúar.. og þá var hann held ég ekki kominn hingað einu sinni?????????

Author:  bebecar [ Mon 06. Oct 2003 08:58 ]
Post subject: 

Gæti nú alveg verið annar bíll er það ekki... Allavega ef þetta er þessi svarti þá var það engin lygi að hann leit hrikalega vel út!

Author:  Schulii [ Mon 06. Oct 2003 20:31 ]
Post subject: 

oops.. þetta er minn bíll :oops: :oops:

Dinan var ekki búinn að skrá sig hérna á spjallið þegar hann setti þessa auglýsingu inn. Enda hlaut það að vera, allt of margt líkt með þeim.

var ekki einhver að spyrja hvort hann væri til sölu??
..ep-a mig eða skrifa hér.. það má skoða allt

Ég vill aðeins segja frá því hvernig ég eignaðist hann.

Dinan flutti þennan bíl sjálfur inn, en frændi hans átti hann úti í BMW-landi og ákvað að gera gott við litla frænda sinn þar sem hann vissi að hann væri að leita að bíl og bauð honum þennan þar sem hann vissi að þetta væri toppeintak með vægast sagt góða sögu. (eins og kannski oft er með svona bíla)

Litli frændi (Dinan) ætlaði aldrei að eiga þennan bíl lengi. Hann gat ekki séð fyrir sér að 17 ára strákur ætti heima á stórum klunnalegum 700 bimma. Hann sá sér leik á borði og ætlaði að selja hann um leið og hann kæmi til landsins. Hinsvegar þegar hann prófaði bílinn skipti hann SNARLEGA um skoðun. Hann ákvað að eiga bílinn sjálfur.

Sumarið 2003 var gott sumar fyrir Dinan. Það var það gott að hann hugsaði með sér "vááá, það er líka til 740i". Dinan ákvað að næsta sumar skyldi enn betra með einn E38 740i á samviskunni.

Fljótlega fór veskið að segja Dinan að ef hann ætlaði að láta þennan draum rætast yrði hann annaðhvort að slökkva á 4 cylindrum í bílnum eða að fá sér annan bíl. Dinan spurði veskið hvernig stæði á því. Veskið svaraði honum að bíllinn eyddi svo miklu bensíni. Dinan svaraði um hæl að það væri til nóg bensín í heiminum en áttaði sig fljótlega á því hvað veskið ætti við en það var þegar hann náði sér í næstu áfyllingu af V-Power bensíni á 9000kr.

Með trega ákvað Dinan að leita að fórnarlambi og jafnframt að hafa augastað með girnilegum bílum fyrir veturinn. Fljótlega sá hann einn líklegan. Það var hann Schulii_730i a.k.a 325ix. Hanns bíll var reyndar sex cylindra en Dinan og veskið komust að samkomulagi með það.

Dinan bar upp tillöguna við Schulii að þeir myndu bara skipta á bílum og Schulii myndi bara borga fleiri hundruð og fimmtíu þúsund á milli. Schulii varð ekkert yfir sig hrifinn. Einhver gamall 700 bimmi með öllum þessum búnaði hlýtur að vera áskrift á blankheit. Þetta er alltaf bilandi og í það minnsta óútreiknanlegir hvað slíkt varðar.

Dinan tók þessu með jafnaðargeði en ákvað samt sem áður að þar sem Schulii væri svona fínn strákur að leyfa honum að fá bílinn lánaðann eina kvöldstund svona uppá framtíðina að gera ef hann skyldi einhverntímann vera að hugsa um að fá sér eitthvað í þessum dúr. Schulii tók boðinu. Schulii keyrði 325ix aldrei framar...

Author:  arnib [ Mon 06. Oct 2003 20:37 ]
Post subject: 

Haha

Frábær, og hjartnæm saga! :)

:P

Author:  saemi [ Mon 06. Oct 2003 21:29 ]
Post subject: 

Hehehe, já gamað að þessu :D

Svona er hægt að falla!

Sæmi

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/