bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318i ´93 *SELDUR*
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=7951
Page 1 of 2

Author:  BMWmania [ Thu 28. Oct 2004 14:52 ]
Post subject:  BMW 318i ´93 *SELDUR*

Jæja þá er komið að því. Gullmolinn minn er til sölu.

BMW 318i ´93
Diamantsschwartz
Beinskiptur
Ekinn 103 þús km
Beinskiptur
Tvívirk topplúga
Hvít stefnuljós að aftan og framan
Tauáklæði
16" álfelgur munu fylgja, en bíllinn er núna á 15" vetrardekkjum á stáli/koppum.
Bensíneyðslan er eitthvað í kringum 7-8 lítrana í langkeyrslu, innanbæjar ca. 10 lítrar.
Þjónustubók er til staðar.

Ég er þriðji eigandinn að þessum bíl. Eldri íslensk hjón í Þýskalandi keyptu hann nýjan ´93 og fluttu hann svo með sér hingað til landsins´98. Ég keypti hann svo í janúar á þessu ári af einhverjum dúdda sem var þá búinn að eiga hann í einhverja tvo mánuði eða svo. Þannig að eigendasaga bílsins er mjög góð. Eins og margir hér vita þá hef ég dekrað þennan bíl í topp. Lakkið á honum er mjög heilt og fínt, og einnig innanrýmið. Ekkert slit á sætum eða slíkt. Semsagt mjög flott ástand miðað við aldur :D Slatti af nótum fylgja með bílnum. Ég mun fara með hann í einhverja yfirhalningu áður en ég sel hann, svo að hann verður afhentur í topp ástandi. Eina útlitslýtið á bílnum sem ég hef tekið eftir eru rispur á afturstuðara, og smá brot í framstuðara.

VERÐMIÐI: 600 þúsund. Svo semjum við upp úr því ;)

Þar sem ég er að fara erlendis vil ég engin skipti, aðeins gott staðgreiðsluverð.
Svara hér á þráðnum, einkapóst eða GSM síma

Bjarnheiður, S: 869-2194

Svo eru hér myndir af bílnum:

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  gunnar [ Thu 28. Oct 2004 17:14 ]
Post subject: 

Rosalega flottur hjá þér! Gangi þér vel með söluna 8) Btw, djók þessi keyrsla sko, þetta er ekki rassgat! :)

Author:  BMWmania [ Thu 28. Oct 2004 18:14 ]
Post subject: 

I know :naughty: enda langar mig sko ekkert að selja þennan bíl, ekki á hverju strái svona aksturstölur á BMW!! Enda er bíllinn alveg svakalega þéttur og heill, bara hreint út sagt gullmoli í silfurhrúgunni :D

Author:  Farinn [ Thu 28. Oct 2004 18:27 ]
Post subject: 

Geggjaður bíll hjá þér 8)

Author:  Guest [ Fri 29. Oct 2004 16:46 ]
Post subject: 

þér langar ekkert í skipti er það á einum japönskum?

Author:  Guest [ Fri 29. Oct 2004 17:07 ]
Post subject: 

Anonymous wrote:
þér langar ekkert í skipti er það á einum japönskum?


Lestu auglýsinguna áður en þú spyrð svona maður :D

Author:  BMWmania [ Fri 29. Oct 2004 17:10 ]
Post subject: 

Þetta var ég :oops:

Author:  ekkert [ Mon 01. Nov 2004 12:51 ]
Post subject: 

er hann enþá til sölu?

Author:  BMWmania [ Mon 01. Nov 2004 13:13 ]
Post subject: 

Jájá, það er verið að slást um hann hehe

Author:  Guest [ Mon 01. Nov 2004 15:14 ]
Post subject: 

400kall á borðið!

Author:  BMWmania [ Mon 01. Nov 2004 15:26 ]
Post subject: 

Nei kallinn minn

Author:  Gestur [ Wed 03. Nov 2004 10:15 ]
Post subject: 

500kell staðgreitt??

Author:  BMWmania [ Wed 03. Nov 2004 17:24 ]
Post subject: 

550 á borðið

Author:  robbi [ Sun 07. Nov 2004 01:31 ]
Post subject: 

Mjög flottur bíll. er hann seldur? hvað er hann í hö og er þetta ekki alveg eðal kerra í utanbæjar akstri? Er að leita mer að bmw og þá svona boddýi. hvernig er þessi "týpa" að reynast almennt?

Author:  IceDev [ Tue 09. Nov 2004 02:24 ]
Post subject: 

Hann er seldur og er ég nýji eigandinn....WHEE

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/