bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
SELDUR BMW 325i '88 e30 LÆST DRIF! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=7876 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjarki [ Fri 22. Oct 2004 05:12 ] |
Post subject: | SELDUR BMW 325i '88 e30 LÆST DRIF! |
![]() Til sölu BMW 325i Kom á götuna 05/88 Diamantschwarz Metallic, dökkgrár að innan, sportsæti. Skoðaður án athugasemda ’05. Bíllinn er í mjög góðu ástandi, einstaklega þéttur og skemmtilegur í akstri, kvikindið hendist gjörsamlega áfram. Bíllinn er nýinnfluttur frá Þýskalandi af mér. Er á 15” felgum, koma vel út, ágætis Avon dekk allan hringinn, á svo eitthvað af felgum sem hægt er að láta fylgja með bílnum fyrir veturinn stál eða ál 14”. Hér er á ferðinni “swap” bíllinn er fyrrverandi 320i sem er ekinn 180þús og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1989, mjög heillegt og óryðgað boddy, þess má til gamans geta að bíllinn er algjörlega þurr að innan þ.e. ekkert vatn undir teppum. Vélin, fjöðrunin, pústið, bremsurnar og fleiri partar eru úr ’88 325i bíl sem lét lífið í Þýskalandi nú á dögunum þ.e. vélin var tekin úr honum. Sá bíll var ekinn 188þús á vél skv. fyrri eiganda en þetta var ekki upprunaleg vél sem var í bílnum samt upprunalegur 325i bara önnur vél. En þessi vél er með nýupptekið hedd einnig skv. fyrri eiganda þ.e. ekki neinir pappírar upp á það en allt sem styður það því vélin er frísk og allt eins og það á að vera. Drifið er læst og er úr 325i bíl sem einnig lét lífið í Þýskalandi í sumar þegar vélin var tekin úr honum, sá bíll var bara ekinn 153þús km. Það er guðdómlegt að vera með læst drif! Vökvastýri er í bílnum, pústið er allt nýlegt. Búið að skipta um alla vökva þ.e. olíu, kælivökva, drifolíu, bremsuvökva og gírkassaolíu. Góðir bremsuklossar og diskar allan hringinn. Rafgeymirinn er í húddinu, ekki kastarar og það er ekki skynjari á bremsuklossana að aftan að öðru leiti er bíllinn alveg eins og 325i 320i VIN: WBAAA510X02773993 325i VIN: WBAAD110202314067 Ég swapaði öllu dótinu og lagði mikið upp úr góðum frágangi, ekkert drullumix í gangi! Bíllinn stendur fyrir utan hjá mér á íslenskum númerum, skoðaður og tilbúinn! Topplúga Sportstólar M-tech 1, 3 arma stýri Lækkaður 60/40, Eibach gormar aftan, Jamex framan. K&N cone loftsía Læst drif 6 diska magasín í skottinu JBL GST hátalarar afturí, noname 130w peak power framhátalarar. Svört Hella ljós Svört nýru Shadow Line Eftir að hafa keyrt svona tæki þá skilur maður e30! Ásett verð 430þús Ekkert áhvílandi, bara bein sala. Upplýsingar í S: 895 7866 ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | IceDev [ Fri 22. Oct 2004 05:46 ] |
Post subject: | |
Geðsjúk sjálfrennireið! ![]() Ég er ekki frá því að segja að þetta sé með þeim flottari E30 hér á landi og virðist vera toppeintak |
Author: | Farinn [ Fri 22. Oct 2004 05:50 ] |
Post subject: | |
Gullfallegur bíll hjá þér! Gangi þér vel með söluna á honum!! |
Author: | gunnar [ Fri 22. Oct 2004 07:03 ] |
Post subject: | |
úff... me wants ![]() |
Author: | jens [ Fri 22. Oct 2004 07:53 ] |
Post subject: | |
Glæsilegur bíll hjá þér og með flottari E30 bílum sem ég hef séð ever... |
Author: | bebecar [ Fri 22. Oct 2004 08:25 ] |
Post subject: | |
Sérlega myndarlegur - það fer nú bráðum að vera komin tími á könnun hér á kraftinum, sjá hvað eru margir með E30 núna ![]() |
Author: | Guest [ Fri 22. Oct 2004 08:27 ] |
Post subject: | |
hehe... sýndist fyrst eins og hann væri með 2ja metra langt loftnet! ![]() en svo var þetta bara flaggstöngin sem hittir svona vel á... ![]() |
Author: | saemi [ Fri 22. Oct 2004 09:32 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll hlýtur að seljast STRAX, þetta er mjög flott tæki og vel til vandað í alla staði. Og bara fínt verð! |
Author: | Svezel [ Fri 22. Oct 2004 09:33 ] |
Post subject: | |
SVÖL græja ![]() |
Author: | spandex [ Fri 22. Oct 2004 10:01 ] |
Post subject: | |
Til í einhver skipti ? |
Author: | gstuning [ Fri 22. Oct 2004 10:45 ] |
Post subject: | |
Bílinn er geðveikt kúl Mér einhvern veginn finnst eins og hann sé eitthvað betri en á að venjast ![]() |
Author: | Bjarki [ Fri 22. Oct 2004 10:52 ] |
Post subject: | |
spandex wrote: Til í einhver skipti ?
Ekkert heitur fyrir því þetta er náttúrlega svo ódýr bíll, hvað ætti maður að taka upp í bíl sem kostar undir 500þús. Gamlan videolager ![]() |
Author: | moog [ Fri 22. Oct 2004 11:05 ] |
Post subject: | |
Ótrúlega svalur bíll hjá þér bjarki. Ég hélt samt að þú ætlaðir að halda í þennan. Ég verð a.m.k. að prófa hjá þér áður en þú selur hann ![]() |
Author: | oskard [ Fri 22. Oct 2004 11:58 ] |
Post subject: | |
Þetta er ótrúlega góður bíll, felgurnar er mjög flottar og framljósin eru bara kúl svona smokeuð ![]() |
Author: | joiS [ Fri 22. Oct 2004 17:06 ] |
Post subject: | |
langar þig ekki í 325ix turing með öllu í skiptum ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |