bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 540IA (E39) Taka 2 (með myndum)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=7815
Page 1 of 2

Author:  Frosti [ Sat 16. Oct 2004 19:13 ]
Post subject:  BMW 540IA (E39) Taka 2 (með myndum)

BMW 540IA (E39)

Framleiddur 25. sept ´96 (E39)
Skoðaður 2005
Ekinn 142 þús
Svartur á litinn
Heilsársdekk á 16" BMW álfelgum


Vél:

- V8, 4398 cm3
- 210 kW (286 hö.) við 5400 sn/min.
- 440 Nm við 3600 sn/min.
- 0-100 km/h: 6,4 sek.
- 80-120 km/h: 8,1 sek.
- Eyðsla á Íslandi: 14,5 l/100 km


Öryggisbúnaður:

- Spólvörn
- 4 loftpúðar
- Regnskynjari
- Þjófavörn
- ABS bremsur
- Þokuljós


Þægindi:

- Sjálfskipting, 5 þrepa og steptronic
- Hraðastillir (cruise control)
- Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt
- Leðuráklæði, svart
- Hiti í sætum
- Armpúði
- Sími
- Fjarstýrðar samlæsingar
- Útvarp og segulband
- M-mottur
- Rafdrifnar rúður
- Rafdrifnir speglar
- Vökvastýri
- Velti- og aðdráttarstýri
- Aðgerðarstýri

Aukabúnaður:

- Topplúga
- Hvít stefnuljós
- M-fjöðrun
- Filmur á speglum

Þar sem þjónustubók vantaði setti ég hann í allsherjarsöluskoðun og lét lesa af vélinni. Af þeim athugasemdum sem fram komu á aðeins eftir að skipta um spyrnufóðringar að aftan og ballanstangarenda að framan, auk þess sem hitamælir er í ólagi. Það er nýbúið að skipta um alla bremsuklossa, vatnskassa og vatnslás. Bíllinn var smurður og yfirfarinn fyrir 2000 km síðan.

Áhvílandi á bílnum er 1.130 kr bílalán frá VÍS með meðalafborgun uppá ca 40 þús í 33 skipti. Mönnum er auðvitað í frjálst val sett hvort þeir kjósi að yfirtaka það. Skipti koma vel til greina, bæði dýrari og ódýrari en ef um dýrari bíl er að ræða verður það að vera station-fjölskyldubíll.

Ásett verð er 2.290.000 kr
Upplýsingar er hægt að fá í síma 822-8580(Frosti) eða í email frostio@hi.is.

Myndir af bílnum:
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDYyNnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDYzNnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDY0NnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDY1NnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDY2NnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDY3NnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wNjA1MDY4NnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg

Ég vona að þetta beri tilætlaðan árangur....

p.s. Nökkvi, ég játa á mig alla sök í þessu máli. Þetta var bara svo vel gert hjá þér. Gef þér 1000kall ef ég sel bílinn í gegnum þessa síðu :wink:

Author:  Djofullinn [ Sat 16. Oct 2004 20:11 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll og gangi þér vel með söluna ;)

Author:  Frosti [ Tue 19. Oct 2004 14:53 ]
Post subject:  Staðgreiðsla....

Það má kannski bæta því inn að ég er alveg tilbúin að setja verðið niðrí 1990 þúsund kall ef e-r býður blingbling...

Ef viðkomandi hefur áhuga á yfirtöku lánsins þá væri það ekki nema 900 þúsund kall á milli...

Kveðja, Frosti.

Author:  íbbi_ [ Tue 19. Oct 2004 17:52 ]
Post subject: 

stórglæsilegur bíll og ég myndi nú ekkert vera læðupúkast með það að það eru sportstólar í þessum! sem eru geðveikur aukabúnaður að mínu mati, þetta erui held eg að verða draumabimmarnir í dag

Author:  Frosti [ Mon 13. Dec 2004 20:39 ]
Post subject:  Tilboð sem gildir bara í tvær vikur

Ég er búinn að fá uppítökutilboð á bílnum sem ég er ekkert sérstaklega ánægður með en ætla að taka ef annað tilboð berst ekki innan skamms. Þar sem ég er að flytja til Ástralíu eftir 2 mánuði þarf ég að selja bílinn ekki seinna en núna.... Þar af leiðandi er hann á tilboði næstu tvær vikurnar:

Staðgreiðsluverð 1.690.000 kr
Áhvílandi 1.050.000 kr

Ef viðkomandi vill yfirtaka lánið erum við bara að tala um 640 þús kr í milligjöf.

Kveðja, Frosti.

Allar frekari upplýsingar er að finna í upphaflegu auglýsingunni.

Author:  Alpina [ Mon 13. Dec 2004 20:55 ]
Post subject: 

þarna erum við að tala um rétt verð,,

Author:  ///MR HUNG [ Mon 13. Dec 2004 21:21 ]
Post subject:  Re: Tilboð sem gildir bara í tvær vikur

Frosti wrote:
Ég er búinn að fá uppítökutilboð á bílnum sem ég er ekkert sérstaklega ánægður með en ætla að taka ef annað tilboð berst ekki innan skamms. Þar sem ég er að flytja til Ástralíu eftir 2 mánuði þarf ég að selja bílinn ekki seinna en núna.... Þar af leiðandi er hann á tilboði næstu tvær vikurnar:

Staðgreiðsluverð 1.690.000 kr
Áhvílandi 1.050.000 kr

Ef viðkomandi vill yfirtaka lánið erum við bara að tala um 640 þús kr í milligjöf.

Kveðja, Frosti.

Allar frekari upplýsingar er að finna í upphaflegu auglýsingunni.
Ég á bíllinn fyrir þig Nissan terrano sport 35" breyttur með GPS og æðislegt ásett 2550 lán ca 1800.Sviss á lánum og allir sáttir :santa:

Author:  stinnitz [ Mon 13. Dec 2004 21:39 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
þarna erum við að tala um rétt verð,,


...bara sanngjarnt - eru ekki allir hér að tala um að E39 540i sé málið í Bimmum í dag. Ef þetta er ekki tækifæri til að stökkva á þá veit ég ekki hvað :shock:

Author:  Frosti [ Wed 15. Dec 2004 19:17 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta persónulega vera mjög lágt verð fyrir þennan bíl... Þetta er vissulega ekki besti tíminn til að selja svona bíla en ég tel mig teygja mig eins lágt og mögulegt er með þessu tilboði, sorglega lágt....

Er ekki spenntur fyrir skiptum, þar sem ég er að fara til Ástralíu og eigi slíkt að koma til greina verður það að vera bíll sem móðir mín getur notað... s.s. frúarbíll, helst station.

Núna eru enn e-r 10 dagar eftir af frestinum þannig að ef þig langar í alvöru BMW þá er þetta tækifærið.

Kv, Frosti.

Author:  iar [ Wed 15. Dec 2004 23:09 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
þarna erum við að tala um rétt verð,,


Heyr heyr! Eins og mér leiðist óþarfa bull í auglýsingum þá bara verð ég...

Þetta er ansi fínt verð. Frosti, hvar varstu eiginlega fyrir ca. hálfu ári síðan? ;-)

Author:  Frosti [ Fri 17. Dec 2004 13:52 ]
Post subject: 

Quote:
Þetta er ansi fínt verð. Frosti, hvar varstu eiginlega fyrir ca. hálfu ári síðan?


Nú auðvitað að nota fákinn... Myndi taka hann með mér til Ástralíu ef ég gæti 8)

Kv, Frosti.

Author:  Bjarki [ Fri 17. Dec 2004 13:55 ]
Post subject: 

Gott raunsætt verð sem verður örugglega ekki lækkað enda ekki þörf á því.

Author:  Frosti [ Wed 29. Dec 2004 16:06 ]
Post subject:  Síðustu forvöð

Nú held ég að tíminn sé að renna út og því vil ég minna fólk á að ef e-r er að spá í kaupum á þessum eðalvagni þá er best að tilkynna það eigi síðar en núna.... kveðja, Frosti.

Author:  SUBARUWRX [ Tue 04. Jan 2005 14:53 ]
Post subject: 

er þessi bíl seldur??

Author:  ramrecon [ Sat 15. Jan 2005 13:28 ]
Post subject: 

algjört quality ride :) maður verður bara að prófa að keyra þetta til að finna fyrir þessu og maður er yfirleitt fallinn, mín reynsla er bara :shock: TOG :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/