bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 320i 03/93 (UPDATE) >>Seldur<<
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=7743
Page 1 of 5

Author:  Wolf [ Sun 10. Oct 2004 20:06 ]
Post subject:  BMW 320i 03/93 (UPDATE) >>Seldur<<

BMW 320i fyrst skráður 04/93 influttur 1997

Vél: M50 6cyl 24V 2.0L 150 hross m/ Vanos

Ekinn 268 þús (núna hætta flestir að lesa :roll: )

Beinskiptur, ekkert slit að finna á kassa í akstri, þéttur og góður.

M-Tech II Stýri

Rafdrifin Topplúga

Rafdrifnar rúður (frammí og afturí)

Board Computer (litla gerðin)

ABS

Niðurfellanleg aftursæti.

15" Orginal álfelgur

Litur: Lagunengrun Metallic

Þjónustubók

Reyklaus

ALPINE hljómtæki, þ.e CD og hátalarar í afturhillu + tweeterar í frammhurðum (hljómar mjög vel)

Sæti úr 1998 bíl (djúphreinsuð og algerlega óslitin)

Eyðsla: 9-10 lítrar/100km 7-8 á langkeyrslu.


Það hefur margt verið endurnýjað á undanförnum 9 mánuðum m.a:

Nýtt púst frá grein (opin túpa + aftasti kútur)

Ný ITG háflæði loftsýja (passar beint í boxið)

Ný Kerti

Nýr Súrefnisskynjari í pústi

Skipt um loftflæði skynjara

Nýr knastásskynjari (hann segjir Vanos-inu ventlastöðuna)

Nýjir demparar að framan (Bilstein)

Nýjir bremsudiskar + klossar, framan/aftan (FEBI sótar sama og ekkert)

Nýjar spyrnufóðringar

Ný Kerti

Ný viftukúpling, strekkjarahjól, reim og viftuspaði

Ný smurður með Esso Ultron


Bíllinn er mjög þéttur og góður í akstri, togar vel og er bara mjög skemmtilegur akstursbíll sem eyðir litlu. Hann er hefur finnanlega fengið góða meðferð m.v aldur og akstur.

Mínusar: Brotin farþegaspegill, léleg viðgerð á smá beyglu á afturbretti, smá ryðblettir á nokkrum stöðum. Afhendist á nelgdum vetrardekkjum (mjög góðum þó)

Verð er 330 þúsund staðgreitt, ENGIN SKIPTI OG EKKERT PRÚTT

Ég tel þetta vera mjög sanngjart verð fyrir vel búinn og mjög vel viðhaldin 6 cyl beinskiptan E36, Allavega efast ég um að það finnist sambærilegur 320 á betra verði???

Ekki láta aksturinn hræða ykkur! Þessir bílar eru smíðaðir til að endast og langt frá því dauðvona þó að hann sé að nálgast 300 þús.

Maggi
891-8277



Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Kristjan [ Sun 10. Oct 2004 21:34 ]
Post subject: 

Slétt skipti á þessum?

Author:  O.Johnson [ Sun 10. Oct 2004 23:52 ]
Post subject: 

Mjög glæsilegur bíll

Mig langar í 8)

Author:  Kristjan [ Mon 11. Oct 2004 00:31 ]
Post subject: 

O.Johnson wrote:
Mjög glæsilegur bíll

Mig langar í 8)


Tek undir það.. langar í grænan bíl aftur og ekki verra að það sé E36 :)

Author:  Guest [ Mon 11. Oct 2004 16:05 ]
Post subject: 

vá hvað ég skil ekki afhverju það er ekki löngu búið að samlita þennan bíl það er alveg hækt að gera þennan vel flottan fyrir lítin pening!!!

Author:  gunnar [ Mon 11. Oct 2004 16:15 ]
Post subject: 

Er ekki bara þá málið fyrir þig að versla hann og gera hann flottann ? ;)

Author:  Wolf [ Mon 11. Oct 2004 20:53 ]
Post subject:  .

Hann væri eflaust mjög kúl, samlitaður :) En ég er bara kominn í smá pásu með að henda í hann pening.... Annars heitir þessi fallegi græni litur Lagunengrun Metallic.... þakka hlýleg orð um bifreiðina :D

Author:  Wolf [ Wed 27. Oct 2004 20:51 ]
Post subject:  .

Er til í slétt skipti eða eitthvað dýrari 4x4 Fólksbíl, Turing eða Sedan skiptir ekki máli.......

Author:  LALLI twincam [ Wed 27. Oct 2004 22:34 ]
Post subject:  ???

er með opel astra 2002 arg 1.6 ekinn 40 þú ca ásett verð á bila sölu er 1.6milla hvilir milla og 50 fullt af aukalutum 5 dyra blagrár að lit til að skoða það ???

Author:  Munto [ Thu 28. Oct 2004 00:27 ]
Post subject: 

24 ventla :shock: er 6 cyl bíllinn 24 ventla?

Author:  oskard [ Thu 28. Oct 2004 00:48 ]
Post subject: 

Munto wrote:
24 ventla :shock: er 6 cyl bíllinn 24 ventla?



Author:  Munto [ Thu 28. Oct 2004 00:56 ]
Post subject: 

þetta vissi ég ekki iss maður hefur ekkert vit á þessu :?

Author:  Leikmaður [ Thu 28. Oct 2004 09:17 ]
Post subject: 

...ef ég man rétt, þá hefur 320, verið 24 ventla frá '93!!

Author:  Djofullinn [ Thu 28. Oct 2004 10:18 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
...ef ég man rétt, þá hefur 320, verið 24 ventla frá '93!!

'91 öllu heldur

Author:  Bjarki [ Thu 28. Oct 2004 10:20 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
...ef ég man rétt, þá hefur 320, verið 24 ventla frá '93!!


Þegar m50 vélin kom ekki til e36 með m20vél.

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/