bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318i ´98 E46 (Seldur)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=7608
Page 1 of 1

Author:  Rabbi 318i [ Wed 29. Sep 2004 14:44 ]
Post subject:  BMW 318i ´98 E46 (Seldur)

Lækkað verð!!!!!!!! 1.300 þús

Vegna framhaldsnáms erlendis er þessi frábæri 318i bíll af gerðinni E46 nú til sölu

Mikilvægir punktar:

Bíllinn er vínrauður og ekinn 103 þús km. Hann er árgerð 1998 og var fluttur inn í ársbyrjun 1999 og hefur verið hér heima síðan þá.

Aukahlutir (nokkuð um viðbætur frá mér):
- kastarar
- krómgrill (fylgir með í pakka)
- auka mottusett (gúmmímottur fyrir veturinn)
- Cobra radarvari (með Prolaser3)
- rafdrifinn sóllúga
- armpúði
- glasahaldarar

Bílinn er á 17" Low Profile dekkjum (225/45/17) en einnig fylgir honum 16" BMW felgur sem eru á nagladekkjum.

Búið er að skipta um allt í bremsum að aftan og handbremsan var þá líka tekinn í gegn. Þetta var gert hjá TB og hafa þeir alfarið séð um viðgerðir á bílnum. Bæði ég og strákurinn sem átti bílinn á undan höfum einungis farið til þeirra.

Verð: 1300þ . Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga í síma 899-9383.

Með kveðju,

Rafn

Author:  íbbi_ [ Wed 29. Sep 2004 15:36 ]
Post subject: 

er hægt að komast yfir myndir af þessum?

tekuru eitthvað uppí?

Author:  Rabbi 318i [ Wed 29. Sep 2004 15:42 ]
Post subject: 

Hér eru myndir af honum!!!

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=10&BILAR_ID=913626&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=318%20I&ARGERD_FRA=1997&ARGERD_TIL=1999&VERD_FRA=1380&VERD_TIL=1980&EXCLUDE_BILAR_ID=913626


Ég athuga öll skipti en verð miðast við staðgreiðslu :)

Author:  benni MS [ Tue 12. Oct 2004 21:59 ]
Post subject: 

hvað er ahvílandi á honum??

Author:  Benzari [ Tue 12. Oct 2004 22:42 ]
Post subject: 

benni MS wrote:
hvað er ahvílandi á honum??


900.þús. samkvæmt auglýsingunni beint fyrir ofan innleggið þitt. Ætti að vera einhverjum kr. minna í dag. :roll:

Author:  Sezar [ Fri 15. Oct 2004 17:29 ]
Post subject: 

Er bíllinn svartur eða vínrauður?? Stendur að hann sé vínrauður,en ég sé myndir af svörtum :?

Author:  Farinn [ Sat 16. Oct 2004 08:02 ]
Post subject: 

Ok þessi bíll er víst seldur takk fyrir að update auglýsinguna :evil:

Author:  Farinn [ Sat 16. Oct 2004 08:41 ]
Post subject: 

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=148335


Er þetta kannski þessi bíll??

Author:  Rabbi 318i [ Tue 19. Oct 2004 08:47 ]
Post subject: 

Sælir, bíllinn er vínrauður og er seldur.

Strákurinn sem keypti bílinn ætlaði víst að eiga hann í mjög skamman tíma og ég er viss um það að auglýsingin upp á www.bill.is sé frá honum. Hann setur 1490þús á hann sem menn þurfa að meta hvort er mikið eða ekki.

kv, RÁ

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/