bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 525i e34 '91 - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=7173
Page 1 of 4

Author:  Schnitzerinn [ Mon 23. Aug 2004 20:19 ]
Post subject:  BMW 525i e34 '91 - SELDUR

TILBOÐ ÓSKAST !!!
Ég neyðist til að selja gullmolann minn BMW 525i ´91 ekinn aðeins 141 þús. vegna skólagöngu :( Hann er MJÖG ríkulega búinn og á fáa sína líka hér á landi. Hann er nýinnfluttur til landssins frá Þýskalandi og rann í gegnum skoðun hér án nokkurra athugasemda. Í bílnum eru MJÖG fín leðursæti, bakkskynjarar, topplúga, rafdr. rúður, BBS sportstýri, 17" Rondell 58 álfelgur, Bílasími m/ handfrjálsum búnaði (Nokia 6090 GSM sími), rafdrifin gardína í afturglugga, bílhitari (fjarstýrð/tímastillt forhitun á bílnum, kemur út í heitan og notalegan bílinn á veturna) armpúðar, ofl. ofl. Öll gögn frá Þýskalandi fylgja. Aðeins staðgreiðsla kemur til greina. Nánari upplýsingar í síma 8689893

Bíllinn fór í ástandsskoðun fyrir stuttu síðan og var aðeins sett út á stýrisenda sem núþegar er búið að gera við :wink:

Hér eru nokkrar myndir:

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Jón Ragnar [ Tue 24. Aug 2004 07:23 ]
Post subject: 

Er séns á testdrivei? :D

Author:  Schnitzerinn [ Tue 24. Aug 2004 07:28 ]
Post subject: 

Það er nú alveg möguleiki :wink:

Author:  sindrib [ Tue 24. Aug 2004 09:01 ]
Post subject: 

er þetta ekki bíllinn með flotta simanum sem þú varst að kaupa??? :shock:

Author:  Einsii [ Tue 24. Aug 2004 09:01 ]
Post subject: 

ertu til í skipti á ódyrari bíl ?..og hvernig stendur á að það fylgir honum fartölva.. og hefur hun eitthvað með verðið að gera ??

Author:  Schnitzerinn [ Tue 24. Aug 2004 11:25 ]
Post subject: 

Bara, henda henni með :wink: Ég er hættur að nota hana en hún virkar fínt og er með WinXP pro og office og alles innstallað.

Author:  Schnitzerinn [ Tue 24. Aug 2004 11:27 ]
Post subject: 

sindrib wrote:
er þetta ekki bíllinn með flotta simanum sem þú varst að kaupa??? :shock:


Júmm :cry: En ég NEYÐIST til að selja bílinn vegna þess að núna þarf ég að fara að leigja mér húsnæði og þá verður ómögulegt fyrir mann eins og mig að reka bæði bíl og borga leigu :? . Mig langar ALLS ekkert til að selja kauða en þar sem þetta er raunin þá verður maður víst að bíta í það súra epli !

Framstuðarinn verður sprautaður um næstu helgi og aðeins nostrað við hann. Hægri hliðarspegillinn kemur í hann í dag :wink:

Author:  sindrib [ Tue 24. Aug 2004 12:06 ]
Post subject: 

gaur þetta er sko súrt :aww:

Author:  Einsii [ Tue 24. Aug 2004 12:59 ]
Post subject: 

en með sikiptin ? :D

Author:  Schnitzerinn [ Tue 24. Aug 2004 13:27 ]
Post subject: 

Ég vil engin skipti, því miður :wink:

Author:  Jón Ragnar [ Tue 24. Aug 2004 18:15 ]
Post subject: 

Það koma ALLTAF klikkaðir bílar á sölu þegar ég þarf að spara :(

Author:  Guest [ Wed 25. Aug 2004 19:32 ]
Post subject: 

geðveikur bíll!!
og verðið er ótrúlegt

Author:  Lindemann [ Wed 25. Aug 2004 19:36 ]
Post subject: 

úps... þetta var ég 8)

Author:  Jón Ragnar [ Wed 25. Aug 2004 20:47 ]
Post subject: 

Verðið er aðeins í hærrikantinum finnst mér :shock:


En efa ekkert að bíllinn sé þess virði :D

Author:  Djofullinn [ Wed 25. Aug 2004 21:03 ]
Post subject: 

Anonymous wrote:
geðveikur bíll!!
og verðið er ótrúlegt

Þetta er nú reyndar frekar hátt verð miðað við svona bíla hérna.
En you get what you pay for :) Örugglega mun betri og flottari bíll en þeir sem eru til hérna

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/