jæja kannski að maður hendi inn aðeins ítarlegri auglísingu hérna,
Til sölu Bmw 735i, 91 árgerð, lítillega tjónaður að framan
ekin 202þús,
búnaður (sem ég hef tekið eftir,)
Leðursæti,
leður á stýri.
leður á gírhnúa,
ljós gegnheil viðarklæðning,
tvívirk topplúga,
sætishiti B/megin
rafmagn í rúðum
rafmagn í speglum
samlæsingar
símalögn
hægt að loka rúðum og lúgu með lykli.
tvöfölld hitastýrð miðstöð með loftkælingu,
stóra aksturstölvan og OBC (bilanatölva)
ljós í hurðum, gluggabita aftan og á flr stöðum,
litað gler
aðdráttur á stýri,
hæðanstillanleg framljós,
armpúði aftan í með stóru geymsluhólfi,
kortaljós frammí
eyðslumælir (3stk)
spól/skriðvörn ASC
ABS bremsur
sjálfskipting með 3 prógrömmum, hægt að læsa henni í gírunum, einnig sport og economy,
hleðslujafnari (kæmi mér ekki á óvart að það væru komnir venjulegir demparar í hann)
cd og 6 hátalarar
og eflaust eitthvað flr sem ég man ekki eftir,
vél, kram..
bíllin er með m30, 3.5l l6 mótor, 211hö útí hjól og skilar þessi 1700kg flykki ótrúlega ásættanlega áfram, hljóðið í vélini er mjög gott og það er EKKERT olíusmit neinstaðar ofan í húddi, og hún brennir ekki dropa hefur ekki hreyft kvarðan á 8 þús km. kveikjulokið ásamt hamrinum er þó komin á tíma og lýsir það sé í aukini eyðslu+ hálf leiðinlegum gangi fyrst eftir að hann fer í gang, getur stundum þurft að starta 2-3 þegar hann hefur ekki verið notaður lengi en oftast ekki oftar en 1, ventlaglamur er lítið meðað við þessa m30 mótora. ég hef ekki kíkt á pústið í honum en það er örlítið útpúst ewinhverstaðar við afturdekkið bílstjóramegin,
það þarf að skipta um síu í skiptinguni en hún á það til að hegða sér dáldið leiðinlega þegar hann er kaldur, leið og bíllin fer að hitna skiptir hún sér svo mjúkt að maður finnur ekki fyrir því.. ég er búin að kaupa síuna og get skipt um hana fyrir sölu ásamt vökva á skiptinguni,
hjóla og fjöðrunar system virðist allt vera eins og það á að vera fyrir utan að það þarf að skipta um ballancestangar enda bílstjóramegin að framan, kostar einhver 5 kall eða svo..
bíllin er mikið endurnýjaður, og virðist mest allur hafa verið sprautaður mjög nýlega,
m.a er búið að skipta um dempara (SACHS) hjöruliðskross, stýrisenda, einhverjar slöngur og flr og alveg þónokkuð af nótum með honum. einnig eru ný glær stefnuljós að framan.
bíllin er ljósgrár að litin sanseraður, á glæsilegum 17" felgum 10 djúpum að aftan og 8 að framan, billin er á glænýjum cooper aftur dekkjum 255/45ZR17, annað framdekkið er dáldið slitið í kantinum en hitt er gott,
í akstri er bíllin mjög ljúfur, mjög þéttur ennþá og hljóðlátur og lítið sme ekkert af aukahljóðum, vélin í honum vinnur vel og fór ég nokkuð auðveldlega með rauðan sportbíl eins spjallmeðlims hérna en ég ætla leyfa honum að samþykja það sjálfum sona fyrst
Bíllin er lítillega tjónaður að framan eftir að ég keyrði á lamb, grillið í kringum ljósið farþega megin brotnaði, og bracketið sem heldur ljósinu,
einnig kom smá bunga í frambrettið,smá skella á húddið,og járnbitin undir grillinu beyglaðist aðeins, þetta er bara smotterí fyrir laghentan að laga, einnig gæti verið möguleiki að ég afhendi bílin með nýjum framljósum og grilli,
ég set á bílin 400þús staðgreitt í peningum, og ég get fullyrt það að það er MJÖG sangjart fyrir þennan bíl en hann er mjög heill og mun betri í akstri en margir e32 bílar sem ég hef keyrt, 450 fer hann á með nýjum ljósum og grilli+nýrum btw ég tók hann í skiptum á 700þús fyrir tæpum 2 mánuðum.
þetta stýri er komið úr honum, og bmw stýrið í
Bíllin er nýlega skoðaður athugasemdalaust, ég er búin að keyra hann rúma 7þús km síðan ég fékk hann og hef ekki þurft svo mikið sem að opna húddið, er ekkert að missa mig úr spenningi yfir neinum skiptum, athuga skipti á 500-600þús kr bíl sem er auðseljanlegur, en ég kýs hinsvega peninga,
upplýsingar gefur ívar í síma 844-6212
edit: hér er svo mynd af tjóninu, þessi mynd blekkir aðeins þar sem ég er búin að rífa allt framan af honum,.
er búin að kaupa nánast allt sem vantar framan á hann, þ.e.a.s nýrun grillið ljósin og bitan undir, þá er bara smá skella á húddinu eftir!
ATH óbreitt verð! þetta hlýtur að fara geta kallast almennilegt boð!