bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 23:38

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 13:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
jæja kannski að maður hendi inn aðeins ítarlegri auglísingu hérna,

Til sölu Bmw 735i, 91 árgerð, lítillega tjónaður að framan

ekin 202þús,

búnaður (sem ég hef tekið eftir,)

Leðursæti,
leður á stýri.
leður á gírhnúa,
ljós gegnheil viðarklæðning,
tvívirk topplúga,
sætishiti B/megin
rafmagn í rúðum
rafmagn í speglum
samlæsingar
símalögn
hægt að loka rúðum og lúgu með lykli.
tvöfölld hitastýrð miðstöð með loftkælingu,
stóra aksturstölvan og OBC (bilanatölva)
ljós í hurðum, gluggabita aftan og á flr stöðum,
litað gler
aðdráttur á stýri,
hæðanstillanleg framljós,
armpúði aftan í með stóru geymsluhólfi,
kortaljós frammí
eyðslumælir (3stk)
spól/skriðvörn ASC
ABS bremsur
sjálfskipting með 3 prógrömmum, hægt að læsa henni í gírunum, einnig sport og economy,
hleðslujafnari (kæmi mér ekki á óvart að það væru komnir venjulegir demparar í hann)
cd og 6 hátalarar

og eflaust eitthvað flr sem ég man ekki eftir,

vél, kram..

bíllin er með m30, 3.5l l6 mótor, 211hö útí hjól og skilar þessi 1700kg flykki ótrúlega ásættanlega áfram, hljóðið í vélini er mjög gott og það er EKKERT olíusmit neinstaðar ofan í húddi, og hún brennir ekki dropa hefur ekki hreyft kvarðan á 8 þús km. kveikjulokið ásamt hamrinum er þó komin á tíma og lýsir það sé í aukini eyðslu+ hálf leiðinlegum gangi fyrst eftir að hann fer í gang, getur stundum þurft að starta 2-3 þegar hann hefur ekki verið notaður lengi en oftast ekki oftar en 1, ventlaglamur er lítið meðað við þessa m30 mótora. ég hef ekki kíkt á pústið í honum en það er örlítið útpúst ewinhverstaðar við afturdekkið bílstjóramegin,

það þarf að skipta um síu í skiptinguni en hún á það til að hegða sér dáldið leiðinlega þegar hann er kaldur, leið og bíllin fer að hitna skiptir hún sér svo mjúkt að maður finnur ekki fyrir því.. ég er búin að kaupa síuna og get skipt um hana fyrir sölu ásamt vökva á skiptinguni,

hjóla og fjöðrunar system virðist allt vera eins og það á að vera fyrir utan að það þarf að skipta um ballancestangar enda bílstjóramegin að framan, kostar einhver 5 kall eða svo..

bíllin er mikið endurnýjaður, og virðist mest allur hafa verið sprautaður mjög nýlega,
m.a er búið að skipta um dempara (SACHS) hjöruliðskross, stýrisenda, einhverjar slöngur og flr og alveg þónokkuð af nótum með honum. einnig eru ný glær stefnuljós að framan.

bíllin er ljósgrár að litin sanseraður, á glæsilegum 17" felgum 10 djúpum að aftan og 8 að framan, billin er á glænýjum cooper aftur dekkjum 255/45ZR17, annað framdekkið er dáldið slitið í kantinum en hitt er gott,

í akstri er bíllin mjög ljúfur, mjög þéttur ennþá og hljóðlátur og lítið sme ekkert af aukahljóðum, vélin í honum vinnur vel og fór ég nokkuð auðveldlega með rauðan sportbíl eins spjallmeðlims hérna en ég ætla leyfa honum að samþykja það sjálfum sona fyrst :)

Bíllin er lítillega tjónaður að framan eftir að ég keyrði á lamb, grillið í kringum ljósið farþega megin brotnaði, og bracketið sem heldur ljósinu,
einnig kom smá bunga í frambrettið,smá skella á húddið,og járnbitin undir grillinu beyglaðist aðeins, þetta er bara smotterí fyrir laghentan að laga, einnig gæti verið möguleiki að ég afhendi bílin með nýjum framljósum og grilli,

ég set á bílin 400þús staðgreitt í peningum, og ég get fullyrt það að það er MJÖG sangjart fyrir þennan bíl en hann er mjög heill og mun betri í akstri en margir e32 bílar sem ég hef keyrt, 450 fer hann á með nýjum ljósum og grilli+nýrum btw ég tók hann í skiptum á 700þús fyrir tæpum 2 mánuðum.

Image

Image

Image

Image

Image
þetta stýri er komið úr honum, og bmw stýrið í
Image

Image

Image

Bíllin er nýlega skoðaður athugasemdalaust, ég er búin að keyra hann rúma 7þús km síðan ég fékk hann og hef ekki þurft svo mikið sem að opna húddið, er ekkert að missa mig úr spenningi yfir neinum skiptum, athuga skipti á 500-600þús kr bíl sem er auðseljanlegur, en ég kýs hinsvega peninga,

upplýsingar gefur ívar í síma 844-6212

edit: hér er svo mynd af tjóninu, þessi mynd blekkir aðeins þar sem ég er búin að rífa allt framan af honum,.
Image


er búin að kaupa nánast allt sem vantar framan á hann, þ.e.a.s nýrun grillið ljósin og bitan undir, þá er bara smá skella á húddinu eftir!

ATH óbreitt verð! þetta hlýtur að fara geta kallast almennilegt boð!

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Last edited by íbbi_ on Fri 24. Sep 2004 16:16, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 14:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ekki það að ég viti mikið um lakk.
Er hægt að massa mislitun úr? Held að maður massi bara nýtt lakk til að losna við hömrun og mjög mikinn gljáa.
Svo eyðir maður litum út á aðra boddýparta með litnum sem notaður var á viðgerða hlutann.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 14:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
tja.. ég hef nokkuð oft massað þegar mér finnst einhver mislitun vera, og það hefur alltaf bætt

en já, ég íhuga skipti á auðseljanlegum bíl á verðbilinu 500-600

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 15:31 
Hvað er verðið?


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 16:04 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 15. Feb 2004 20:59
Posts: 438
Slétt skipti á M.Benz 230E 91' árg. bíllinn fer í söluskoðun í næstu viku og þá skal ég koma með nánari upplýsingar ef þú hefur áhuga.

Hvað er annars þessi bimmi að eyða.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 17:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
nei vinur ég er ekki að fara skipta á sléttu á 91 230 bíl og fullhlöðnum 7 línu bíl sömu árgerðar.

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=180996
hérna er mánaðar gamall sölulinkur,

ég borgaði 700þús fyrir bílin, fyrir aðeins viku síðan og mér þætti vænt um að fá sem mest af því til baka,


bíllin er nýskoðaður, og í honum er tjekk blað frá tækni.jónustu bifreiða þar sem sett er út á ballance stangar enda kveikjulok og hamar, kveikjulokið og hamarin hugsa ég að eg skipti um,

bíllin keyrir mjög vel og er þægilegur og góður, hef dáldið fylgst með þessum bílum og þessi lýtur töluvert betur ún en þeir flestir sem ég hef rekist á, það er mjög mikið af nótum í honum og virðist bíllin hafa verið mjög mikið endurnýjaður uppá síðkastið. mér er meinilla við að þurfa selja hann og ef mun ég reyna sleppa við það ef ég get.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Last edited by íbbi_ on Fri 24. Sep 2004 16:21, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 21:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
En hví að selja strax ?

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Aug 2004 23:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hmm bara sköpuðust þannig aðstöður.. ekkert sem mig langar til að gera

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 07. Aug 2004 17:23 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Fri 22. Aug 2003 22:27
Posts: 663
Ég hef keyrt þennan bíl, þessi bíll er TÆR snilld gangi þér vel með söluna félagi,.. 8)

_________________
Geir Harrysson
F11 535d x-drive
Seldir BMW
E39 525D
E38 740i
E39 540i
E34 M5
E34 540i
E34 530i
E36 320i coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Sep 2004 20:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
TTT!!

tilboð og læti,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Sep 2004 10:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
sé4 að menn eru alveg að missa sig yfir þessu...

BUMB!

er líka með þessa líka fínu togogýta gorolla 1.6l og væri alveg til í að losna við báða á einu bretti fyrir einhvenr 1 bíl fínn pakki sumar og vetrar bíll 8)

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Sep 2004 14:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
nú,,, BMW'inn á sumrin, BMW'inn á veturna... hvenær á þá að nota corolluna? :shock:

en annars gangi þér vel með söluna

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Sep 2004 15:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
fínt að eiga toyotuna inná milli, kostar ekkert að keyra þetta, því það væri nú lýgi ef ég segði að maður er farin að taka eftir öllum þessum bensínhækkunum þegar maður er á sona stórum bíl

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 24. Sep 2004 16:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
uppdate,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 24. Sep 2004 16:24 
slét skipti á golf 95" getur séð hann www.kassi.is og þú færð fult af græjum með bílnum???


Top
  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 99 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group