ATH! Bíllinn verður rifinn og seldur í pörtum eftir viku. Til sölu BMW 318i E46 M-Tech II 10/2003 Dökkblár (Orient blau metallic) Sjálfskiptur ek. 209.xxx km. Bensín
Búnaður:
- ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Bakkmyndavél - Digital miðstöð - DVD spilari - Fjarstýrðar samlæsingar - Glertopplúga - Hleðslujafnari - Hraðastillir - Höfuðpúðar aftan - Innspýting - Kastarar - Leðurarmpúði - Litað gler - Líknarbelgir - Loftkæling - Alcantara áklæði - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Reyklaust ökutæki - Smurbók - Spólvörn - Stafrænt mælaborð - Stöðugleikakerfi - Veltistýri - Vindskeið/spoiler - Vökvastýri - Þjófavörn - Þjónustubók
Aukabúnaður:
- Sport fjöðrun sem er stífari - M-Tech II sport pakki (fram og afturstuðari, sílsar, speglar, lip spoiler o.fl) - tvívirk rafmagns glertopplúga - reykaðar rúður afturí - sport sæti með alcantara áklæði - Þykkt M leður stýri - M Aerodynamics II pakki (öll innrétting, toppur, M hurðarföls o.fl o.fl ) - Individual há glans satin króm pakki - Alu silver cube í innréttingu - Individual toppur - hvít stefnuljós - LED stöðuljósa perur - Bmwkraftur númeraplöturammar - Xenon 6000k í aðalljósum - 17" M double spoke 68 felgur 7.5 x 17 (225/45/17) að framan og 8.5 x 17 (245/45/17) að aftan. Núverandi dekk undir honum eru 225/45/17 framan og aftan. - leður armpúði - aðgerðarstýri með cruize control og stuðning fyrir græjur - Facelift bíll
Í bílnum er flott Avin-2 Android útvarp/tölva með 7" snertiskjá, DVD spilara, bakkmyndavél, GPS o.fl.
Árs gamlir rúðu upphalarar bílstjóramegin og farþegamegin Ný kerti úr umboði fóru í bílinn í fyrra. Skipti um controler fyrir spólvörnina fyrir 2 árum síðan en er líklega ónýtur. Nýtt í handbremsum útí hjól (borðar, gormar o.fl.) - skilst að 2010 hafi verið skipt um handbremsubarkann. Skipt um bremsuhlífar báðum megin að aftan sumarið 2015 (vinstri) og 2014 (hægri) Nýjir bremsudiskar og borðar að aftan síðan í sumar 2015. Nýleg spyrna hægra megin framan.
Hér er niðurstaða úr bilanagreiningu hjá Eðalbílum 19.05.2016
Villur á ABS skynjurum að framan. Villa á spólvarnarskynjara undir bílstjórasæti. Skipta þarf um bolta rær og pakkningu á pústi við bellhouse (klassíski staðurinn) Ég gat ekki greint annan pústleka en hann, gæti þó mögulega verið eitthvað meira. Lekur olíu með vacuum dælu aftan á heddi. Lekur kælivatni með plastloki aftan á heddi. Lekur olíu með olíupönnu. Lekur olíu með ventlaloki og Vanos ventlum. Bíll er mjög vitlaus á tíma á báðum kambásum, keðjusleði brotinn og keðja mjög slök. Eccentric shaft í valvetronic grafið og ónýtt, Vippur eru númer 3 - Þetta skiptir máli ef gera á við bílinn. En skipta þarf þá um shaft og rockerarma. Reynslan er sú að yfirleitt alltaf sleppa ventlar þegar þeir fara yfir á tíma, en ekki hægt að ábyrgjast það að svo stöddu. Setti allt saman aftur og fór létt yfir bíl. Það er eitthvað ryð komið í hurðar og bretti, bremsuslöngur að framan eru ónýtar.
Mótor stoppaði áður en hægt var að skoða með villu á ssk.
Óska eftir tilboði í bílinn.







|