Til sölu BMW 325i
Kom af færibandinu 08.01.1992 en á götuna í Þýskalandi 26.02.1992.
Alpinweiss 2 að utan (Alpa-hvítur) og dökkblár að innan. Beinskiptur, ekinn 193þkm, skoðaður ’05. Bíllinn er nýinnfluttur frá Þýskalandi af mér. Fyrri eigendur eru þrír. Fyrst maður fæddur ’49 en hann átti bílinn í 4 ár svo maður fæddur ’67 hann átti bílinn í 8 ár. Að lokum e-r í 3 mánuði og svo ég. Bíllinn er tjónlaus (Unfallfrei).
Topplúga, upphitaðir vatnsspíssar fyrir framrúðu, sóltjald í afturrúðu, BMW velour mottur, skíðapoki, ekkert 325i merki! Eflaust einhverjir sem myndu splæsa í merki.
Bíllinn er lækkaður 40/40 Sachs Super Touring demparar allan hringinn og KBA gormar. Breyting sem gerir ótrúlega mikið fyrir bílinn bæði útlitslega og fyrst og fremst breyttir aksturseiginleikar. Búið er að opna pústið að einhverju leit. Ég veit ekki nákvæmlega hvað búið er að gera fyrir pústkerfið en hljóðið er ákaflega skemmtilegt og á vel rétt á sér í þessum 2,5l 6cyl bíl. Skoðun mín á pústkerfinu hefur leitt það í ljós að sjáanlegar breytingar eru engar, þ.e. að sjá sama setup og original. En hljóðið er djúpt og gefur til kynna að eitthvað er búið að gera fyrir kerfið, þarna er greinilega ekki um bilað púst að ræða! Í bílnum er ágætur 4x45w Kenwood spilari, upprunalegu hátulurunum hefur svo verið skipt út fyrir “custom fit” JBL hátalara. Þ.e. ekkert búið að saga í eitt né neitt. Gott Sound fyrir minn smekk en engar drunur! Bíllinn er mjög mikið samlitaður og það ásamt hvíta litnum gerir mjög mikið fyrir útlitið. Það eina sem er ekki samlitað en mætti/ætti að samlita eru speglarnir. Undir bílnum eru 16” AC Schnitzer felgur 205 dekk að framan en 225 að aftan heill gangur Avon dekk (bresk dekk) með mjög gott mynstur. Bílnum fylgja svo fjórar stálfelgur ásamt BMW e36 hjólkoppum á felgunum eru M+S merkt dekk þ.e. ónegld vetrardekk. Reyklituð stefnuljós að framan og aftan, setja punktinn yfir i-ið!
Bíllinn er nýsmurður, nýr vatnskassi, vatnslás og vatnsdæla þ.e kælikerfið endurnýjað. Nýlega skipt um handbremsuborðar og bremsuvökva. Bíllinn er mjög fallegur og lítur ákaflega vel út. Ég er orðinn heitur fyrir hvítum BMW’um.
Ég er búinn að keyra bílinn rúma 3þús km og þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur bíll. BEINSKIPTUR M50 mótor, 192 hestöfl, eyðir ekki of miklu en er MJÖG sprækur, þessi vél í e36 er alveg að gera það, fyrir mig a.m.k.
Ásett verð 770þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866
