bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E36 328i Touring - Seldur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=69131 |
Page 1 of 1 |
Author: | gunnar [ Tue 25. Aug 2015 11:27 ] |
Post subject: | BMW E36 328i Touring - Seldur |
Loksins þegar þessi bíll er orðinn klár þá selur maður... ![]() Er með til sölu BMW E36 328 Touring sem kom af færibandinu á því herrans ári 1995. Ég kaupi þennan bíl fyrir þremur árum af honum JOGA á spjallinu. Eins og oft gerist með bílana hjá mér þá byrja ég að breyta hægt og rólega og svo enda ég í ruglinu og tek þá af númerum og fer alla leið með þá. Þessi hefur lítið verði á götunni síðustu þrjú ár. Það átti einungis að hreinsa smá ryð í skottinu á honum en fljótlega uppgvötaðist ryðgat á sílsa og fleira þannig það var farið í aðeins meiri og ítarlegri framkvæmdir. Það er ss búið að skipta um sílsa á bílnum, ásamt því að mála langsamlega flesta panela. Þetta er stórskemmtilegur bíll og ekki annað hægt að segja en sjálfsagt með heillegri E36 Touring bílum á landinu. Helstu upplýsingar: Bíllinn er ekinn 150.000 km. Litur er Madeira Violet. Bíllinn er nýsprautaður að mestu í þeim lit. Ljóst leður sem er í ansi góðu standi. Engar rifur eða slíkt. Brakar lítið í sætum Læst 188mm drif orginal. Hlutfall er 3.07 að öllum líkindum. Krókur er á bílnum og tengi sem virkar. Myndir ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Helstu upplýsingar úr fæðingarvottorði: Quote: 0037 - Finn ekkert um þetta. Líklegast leðurinnréttingin í bílnum (ljós) 0209 - 25% Limited Slip Differential 0302 - Theft Alarm with Remote Control 0320 - Script Name Plate 0411 - Electric Window Regulator Front/Rear 0423 - Velour Floor Mats 0428 - Warning Triangle/First Aid Kit 0438 - Precious (real) Wood Equipment 0441 - Smoker's Package 0498 - Mechanical Rear Headrest 0534 - Automatic Air Conditioning 0651 - Radio, BMW Reverse RDS Helsta sem hefur verið gert við bílinn í minni eigu: - Hvarfar hreinsaðir undan og túpur settar í staðinn. - Vatnsdæla og vatnslás sett nýtt í. Notuð vatnsdæla með álspöðum en ekki plastið sem á til að brotna. - KW lækkunargormar settir í sem fylgja með. - Glænýr vatnskassi frá Stjörnublikk settur í fyrir innan við mánuði. - Skipt um sílsa - Heilmálun á flestum panelum. - Dráttarbeisli tekið í gegn og málað og tengingar lagaðar. - Hvít/rauð stefnuljós sett á. - 17" E90 felgur keyptar Helstu atriði sem þarf að laga: - Loka frágangur eftir heilmálun, ég er að klára smáatriðin hægt og rólega. - ABS skynjari er farinn. Bíllinn er með endurskoðun núna útaf bremsuslöngum en ég er að skipta um það á næstu dögum og afhendist bíllinn með fulla skoðun. Verðið á bílnum með E90 felgum er 750.000 kr. Hægt er að semja um að fá bílinn afhendan á 15" orginal BMW álfelgum og þá lækkar verðmiðinn í 750.000 Gunnar - 690-6999 |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 25. Aug 2015 14:36 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Alltaf jafn flottur þessi ![]() |
Author: | gunnar [ Tue 25. Aug 2015 15:00 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Hann er það blessaður. Mun sakna þessa bíls án efa |
Author: | Alpina [ Tue 25. Aug 2015 17:35 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Já,, alveg MASSA flottur bíll |
Author: | gunnar [ Wed 26. Aug 2015 10:17 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Takk fyrir það. Það er mikill áhugi á bílnum og margir haft samband. Margir að pæla í skiptum, kannski ágætt að taka það fram að ég er alveg opinn fyrir skiptum ef það eru auðseljanlegir bílar sem koma upp í og peningur. Hef ekki hug á að setja þennan upp í dýrari eða á fá einhver verkefni (bíla með vandamál) upp í, það endar bara á einn veg... Sama og þessi bíll gerði ![]() Góðar stundir ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Wed 26. Aug 2015 15:04 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Skil ekki enn í dag hvers vegna ég seldi hann á sínum tíma ![]() |
Author: | gunnar [ Mon 31. Aug 2015 11:04 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Enn til, skoða skipti á einhverju skynsömu. |
Author: | JOGA [ Tue 01. Sep 2015 12:13 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
///MR HUNG wrote: Skil ekki enn í dag hvers vegna ég seldi hann á sínum tíma ![]() Segi það sama ![]() Mjög skemmtilegur og flottur bíll. |
Author: | srr [ Tue 01. Sep 2015 14:46 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
JOGA wrote: ///MR HUNG wrote: Skil ekki enn í dag hvers vegna ég seldi hann á sínum tíma ![]() Segi það sama ![]() Mjög skemmtilegur og flottur bíll. Skil ekkert í ykkur. E36 328 touring.....þetta er æðislegt ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 01. Sep 2015 16:47 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
srr wrote: JOGA wrote: ///MR HUNG wrote: Skil ekki enn í dag hvers vegna ég seldi hann á sínum tíma ![]() Segi það sama ![]() Mjög skemmtilegur og flottur bíll. Skil ekkert í ykkur. E36 328 touring.....þetta er æðislegt ![]() Ég átti hann nú 2002....það er svipað og þetta væri E91 í dag ![]() |
Author: | Zed III [ Tue 01. Sep 2015 17:19 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Svakalega flott innrétting. |
Author: | D.Árna [ Wed 02. Sep 2015 09:03 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
E90 felgur eru feitt að virka undir E36,,, |
Author: | JOGA [ Thu 03. Sep 2015 11:50 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Hann var líka að virka á style 32 ![]() ![]() ![]() |
Author: | gunnar [ Mon 12. Oct 2015 11:46 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 328i Touring |
Ætla að prufa að slá 100.000 kall af þessum tímabundið. Ef hann selst núna þá er það flott, annars setur maður hann bara inn í vetur.. ![]() Skoða skipti á skynsamlegu dóti. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |